This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Árleg stikuferð umhverfisnefndar verður að þessu sinni farin á Stórasand, norðan Langjökuls, helgina 12.-14. september.
Farið verður á föstudegi 12/9 og gist á Hveravöllum og er búið að panta gamla skálann og tekur hann um 32 í kojur.
Að morgni laugardags er keyrt rétt norður fyrir Hveravelli og Stórisandur stikaður frá kjalvegi og villuslóðum lokað undir leiðsögn Snorra á Augastöðum.
Húnvetningar verða líklegast í Álkuskála og ætlum við að hittast á Sandinum.
Eftir Stikun verður boðið upp á grill í Álftakrók á Arnarfellsheiði og síðan gist þar, en skálinn tekur um 30 í kojur.
Sunnudagur haldið áfram að stika og loka villuslóðum eins lengi og stikur endast og mannskapur treystir sér til.
Ef skráning gengur vel þá er möguleiki að auka gistipláss á Hveravöllum og einnig er möguleiki á gistingu í Álkuskála Húnvetninga.
Ekki er ráðlegt að taka með tjaldvagna um Stórasand, enda eru sandkornin þar í stærra lagi.
Sandurinn er fær flestum vel útbúnum jéppum, en nokkuð stórgrýttur og þarf því að fara um hann með lægni.
Skráning er hér á vefnum.
Dagur Bragason
Formaður umhverfisnefndar
You must be logged in to reply to this topic.