This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 13 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Hér eru upplýsingar um væntanlega stikuferð.
Í ár verða leiðir í nágrenni Setursins stikaðar. Stikuð verður Gljúfurleit inn í Setrið og um Leppistungur frá Kerlingarfjöllum.
Stikuferðin verður farin fyrstu helgina í september 2-4 sept. 2011Við leggjum í´ann föstudaginn 2. september og höldum inn í Hólaskóg, en þar gistum við fyrri nóttina.
Byrjað verður að stika Gljúfurleit frá Sultartanga að Setrinu – haldið verður af stað úr Hólaskógi um kl.9.00 á laugardagsmorgni 3. september.
Gisting og grill verður á laugardagskvöldi í Setrinu.
Á sunnudegi 4. september verður keyrð Kerlingarfjallaleið – Sú leið var stikuð 2009, og það þarf að lagfæra stikur á leiðinni.
Frá Kerlingarfjöllum verður keyrð og stikuð falleg leið niður Leppistungur – að loknu því dagsverki er haldið heim.
Gistigjöld í Hólaskógi og Setri, sem og máltíð á laugardagskvöldi verða í boði Ferðaklúbbsins 4×4.
Við erum ekki farin að taka við skráningum í ferðina, en látum vita um leið og svo verður.
Takið helgina frá.
Kveðja Didda
You must be logged in to reply to this topic.