Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Stikuferð 2011
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 13 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.08.2011 at 22:17 #220114
Hér eru upplýsingar um væntanlega stikuferð.
Í ár verða leiðir í nágrenni Setursins stikaðar. Stikuð verður Gljúfurleit inn í Setrið og um Leppistungur frá Kerlingarfjöllum.
Stikuferðin verður farin fyrstu helgina í september 2-4 sept. 2011Við leggjum í´ann föstudaginn 2. september og höldum inn í Hólaskóg, en þar gistum við fyrri nóttina.
Byrjað verður að stika Gljúfurleit frá Sultartanga að Setrinu – haldið verður af stað úr Hólaskógi um kl.9.00 á laugardagsmorgni 3. september.
Gisting og grill verður á laugardagskvöldi í Setrinu.
Á sunnudegi 4. september verður keyrð Kerlingarfjallaleið – Sú leið var stikuð 2009, og það þarf að lagfæra stikur á leiðinni.
Frá Kerlingarfjöllum verður keyrð og stikuð falleg leið niður Leppistungur – að loknu því dagsverki er haldið heim.
Gistigjöld í Hólaskógi og Setri, sem og máltíð á laugardagskvöldi verða í boði Ferðaklúbbsins 4×4.
Við erum ekki farin að taka við skráningum í ferðina, en látum vita um leið og svo verður.
Takið helgina frá.
Kveðja Didda -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.08.2011 at 23:04 #735557
Opnað fyrir skráningar.
Búið er að opna fyrir skráningar í Stikuferðina 2011. Hægt er að skrá sig á skráningarformi sem hægt er að finna [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:2c1jpksb]HÉR[/url:2c1jpksb]. Einnig er hægt að skrá sig hér á spjallþræðinum – eða hringja í Diddu í síma 694 8862.
Kveðja Didda
23.08.2011 at 01:07 #735559Góðan daginn Didda,
ég held að þetta skráningarform sé ekki alveg að gera sig. Alla vega finn ég ekkert út úr því, kannski bara klaufaskapur í mér.
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/skrar/Eg_i_islenska_buningnum_01.JPG:oozs358p]Hjörtur[/url:oozs358p] og [url=http://www.jakinn.is/skrar/03_JAKINN.JPG:oozs358p]JAKINN[/url:oozs358p].is
23.08.2011 at 08:09 #735561Það virðist vera þannig að aðeins þeir sem eru innskráðir á vefinn sjái skráningarformið. Svo þá er um að gera að skrá sig inn á vefinn …. og skrá sig svo í ferðina
kv. Óli
23.08.2011 at 23:33 #735563Opið er fyrir alla að skrá sig.
25.08.2011 at 09:03 #735565Nú þegar eru 14 skráðir í stikuferð haustsins.
Þeir sem ætla að mæta eru:
Sæbjörg Richardsdóttir Didda 3
Hjörtur Sævar Steinason 1
Laila Margrét Arnþórsdóttir 3
Guðmundur G. Kristinsson 2
Anna Brynhildur Steindórsdóttir 2
Dagur Bragason 1
Samúel Þór Guðjónsson 2Hörkufólk – en enn er pláss fyrir fleiri.
Kveðja Didda
25.08.2011 at 20:07 #735567Sælir félagar í Umhverfisnefnd.
Mig langar í væntanlega stikuferð enn er á báðum áttum ennþá. Mér hrís hálfpartin hugur við þessari sleggjumynd á Nýjar fréttir Umhverfisnefndar. Ég hef allt annað að gera við handleggina en að sveifla sex kílóa fornaldaverkfæri upp yfir höfuð og niður að tám með tilheyrandi slysahættu. Ég þykist vita að til séu rörasleggjur hjá klúbbnum. Eru þær til nógu margar fyrir menn sem þurfa að spara kraftana til vinnu í rest vikunnar? Járnkarlar eða áldömur eru að sjálfsögðu notaðar til að koma stikunum af stað niður. Þá langar mig að vita hvernig skipulag vinnunnar er? Fer bíll með stikurnar á undan og dreifir þeim og síðan koma sleggjgengin á eftir? Þó gæti vinnutilhögun farið eftir fjölda þáttakenda. Þetta er nú bara forvitni hjá mér og skrifað til að kvetja mig og aðra til að taka þátt.
Kv. SBS.
25.08.2011 at 20:36 #735569Það er gott að fá fyrirspurn sem þína – og ég verð að segja að það er ekki nema von að þér hrjósi hugur við sleggjumyndinni, hún var bara svo flott að ég varð að smella henni á forsíðuna í morgun.
Þessi glæsilega mynd var tekin í stikuferðinni 2009 og það er hann Logi Már sem mundar sleggjuna. Hjá mér heitir myndin "stikuvinna með gamla laginu". En Logi Már var sá eini okkar sem treysti sér til að beita sleggjunni á þennan máta.Góðir menn í klúbbnum smíðuðu stikuhamra fyrir okkur hin, en stikuhamar er hólkur sem smellt er yfir staurinn. Á hólkunum eru handföng og geta tveir aðilar þrykkt staurnum niður með nokkrum höggum. Húsfrúr í austurborginni ráða jafnvel við það !!
Umhverfisnefndin hefur komið sér upp góðu kerfi við stikunina, sem hefur gefist vel.
Fyrstur fer kerrujeppinn og stikum er kastað út með reglulegu millibili, þar á eftir koma bílarnir með stikuhamrana og þrykkja staurunum niður, í lokin koma þeir sem hefta glitmerkin á stikurnar.
Þegar þörf er á, er einnig reynt að raka yfir villuslóða og önnur óþörf akstursför. Þannig að hrífan er er gjarnan með í för.Mæli með því að prufa stikuferð, þær hafa reynst hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Kveðja Didda
25.08.2011 at 21:06 #735571Það má líka nota gamla járnburðarbita úr gömlum brúum, að hætti Jakobs Húnakonungs. Og slá stikuna niður í tveim höggum að hámarki
26.08.2011 at 13:29 #735573Jamm, það er svona með okkur sem fengum að vinna í girðingavinnu í sveitinni hérna í den, við kunnum ennþá á þetta "sex kílóa fornaldarverkfæri" sem Sigurður talar um. Og getum unnið með það án þess að slasa okkur.
Annars er ég sammála Jóni hér að ofan, held að enginn hafi sýnt viðlíka takta í stikurekstri og Húnakóngurinn með "i" bitann þegar við stikuðum Stórasand hér fyrir nokkrum árum, það voru sko jötnataktar sem ég held að fáir leiki eftir. En því miður kemst ég ekki með þetta árið, verð að bíða næstu stikuferðar. Kv. L.
27.08.2011 at 01:30 #735575Jahum og já já. Það var nú hér í den þegar ég var 12 ára og vann við að setja niður símastaura. Þá var maður svo snöggur upp staurinn á höndum og fótum að þeir voru hálfir á kafi þegar á toppinn var komið.
Kv. SBS.
27.08.2011 at 14:50 #735577Góðan daginn,
núna eru 29 skráðir í stikuferð haustsins sem ég er mjög hrifinn af, ég veit reyndar ekki hvernig mæting hefur verið áður.
En það er frábært að fólk sjái sér fært að aðstoða við þetta verkefni.En þeir sem ætla að mæta eru:
Sæbjörg Richardsdóttir Didda 3
Hjörtur Sævar Steinason 1
Laila Margrét Arnþórsdóttir 3
Guðmundur G. Kristinsson 2
Anna Brynhildur Steindórsdóttir 2
Dagur Bragason 1
Samúel Þór Guðjónsson 2
Hákon Freyr Freysson 2
Ómar Wieth 2
Jóhann Björgvinsson 2
Vigfús Hallgrímsson 2
Steinþór Ólafsson 3
Olgeir Örlygsson 1
Gísli Kr Jónsson 2
Rúnar Sigurjónsson 1Fyrirmyndarfólk með hörkuna í lagi !!!
Og það sem meira er Skálarými er meira.
Kveðja Hjörtur og JAKINN
28.08.2011 at 00:18 #735579Hefði svo innilega verið til í að koma enda kominn með fráhvarfseinkenni á fjöllin en er því miður að vinna næstu helgi:( Ætlaði reyndar að mæta á opna húsið uppi í Setri þessa helgi sem því miður var frestað.
Baráttukveðjur
Gí
29.08.2011 at 20:29 #735581Okkur langar að koma með i stikuferðina i ár Jakob Húnakóngur og fjölsk (3).
Sjálfsögðu mætir kallinn með stálbitan og rekur prikin niður i tveim höggum
Sjáumst i Hólaskóg á föstudagskv.
30.08.2011 at 20:19 #735583Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum býður þáttakendum í stikuferðinni uppá súpu í Ásgarði (gamla skíðaskólanum) á sunnudagsmorgninum, eða þegar hópurinn fer þar framhjá.
30.08.2011 at 23:13 #735585Komið þið sæl
Viðbótarskráning.
Ég er skráður einn í ferðina en við verðum tveir, þannig að það má bóka það.Kv. Olgeir Örlygsson
31.08.2011 at 00:17 #735587Þakka þér fyrir það Snorri,
það er hugulsamt af þeim og verður án vafa vel þegið.Annars eru skráðir 39 í gegnum vefinn hún Didda er víst með einhverja sem bætast þá við.
En þeir sem eru skráðir eru …
Sæbjörg Richardsdóttir Didda 3
Hjörtur Sævar Steinason 1
Laila Margrét Arnþórsdóttir 3
Guðmundur G. Kristinsson 2
Anna Brynhildur Steindórsdóttir 2
Dagur Bragason 1
Samúel Þór Guðjónsson 2
Hákon Freyr Freysson 2
Ómar Wieth 2
Jóhann Björgvinsson 2
Vigfús Hallgrímsson 2
Steinþór Ólafsson 3
Olgeir Örlygsson 2
Gísli Kr Jónsson 2
Rúnar Sigurjónsson 1
Gnýr Guðmundsson 5
Hafliði Sigtryggur Magnússon 1
Jakob Á Jóhannsson 3 + STÁLBITIÞetta er orðinn stórglæsilegur hópur sem aldeilis mun láta til sín taka.
Gæti trúað að einhverjar stikur vilji frá hverfa því atgangurinn verður þvílíkur.Kveðja Hjörtur og JAKINN
31.08.2011 at 02:35 #735589Komiði sæl…..
Mikið er gaman að sjá hvað fólk er duglegt við að skrá sig og spjalla um þennann viðburð í starfi klúbbsins. Mér finnst það nánast vera helgispjöll að komast ekki með í þessa ferð.
Og þó ég verði með ykkur í huganum er það nú ekki nóg og því ég hef alið sömu áráttuna í mínum ungum og bíða þau hvers hausts eins og ég.En þar sem ég er greinilega orðinn syfjaður og eitthvað utangáttar, Því skráningarformið er ekki alveg að gera sig hérna hjá mér, langar mig til að óska eftir fari fyrir hann Guðmund Frey minn í þessa ferð. Hann getur ekki hugsað sér að sleppa þessu. Ég mun að sjálfsögðu taka þátt í skynsamlegu fargjaldi.
Kv. Magnús. "Geisp"
31.08.2011 at 08:16 #735591Sæl,
Ég vil þakka stjórnendum í Kerlingarfjöllum fyrir flott tilboð, það verður gott að fá að kíkja í súpu til ykkar og taka um leið smá pásu í vinnunni.
Hópurinn okkar lítur heldur betur vel út og ég hlakka til að hitta ykkur öll. Magnús, við komum til með að sakna þín í ferðinni það er alveg klárt mál. Olgeir, við gerum ráð fyrir +1 með þér.Kveðja Didda
31.08.2011 at 11:02 #735593Þar sem þátttaka er frábærlega góð og nánast öll heljarmenni klúbbsins taka þátt þá er best að ég sé ekki að þvælast fyrir. Sé að vísu mest eftir myndefninu. Ég ætla hinsvegar að nota helgina og kvöldin til að vinna í vefsíðumálum og koma skipulagi hennar áfram. Þessi vinna er mikil og tafsöm en lítin árangur jafn óðum er að sjá á skjánum. Það er líka eins gott að sem kemur síðar virki. Jæja ekki ætla ég að stela þessum þræði en óska ykkur góðrar stikuferðar.
Kv. SBS.
31.08.2011 at 22:42 #735595Góða kvöldið, Vegna brottfalls, Myndar-legasta manns klúbbsins, skv. síðasta pósti vil ég endilega biðja ykkur hin að vera dugleg með myndavélina því bæði er það skemmtilegra og svo hitt að nefndin þarf stöugt að uppfæra myndir vegna starfsins.
Fari fyrir hann Guðmund Frey minn er reddað og verður hann farþegi hjá Lailu Margréti.Ég hlakka svo til að sjá ykkur á mánudagsfundinum með myndir og sögur. Góða ferð.
Kv. Magnús
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.