This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Jónsson 17 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Jæja þá er heilinn endanlega kominn í steik hjá mér, og allt er það þessum blessuðu 4-link pælingum að þakka! Nema hvað. Í morgun var ég kominn með svona nokkuð ágæta hugmynd hvernig ég ætlaði að hafa þetta. Og það var þannig að ég ætlaði að hafa 2 70 cm langar stífur, og 14 cm lóðrétt bil á milli þeirra á hásingunni en 8 cm í grind. Með því ætla ég að fá hann til að fjaðra ofurlítið saman þegar ég þruma á mjóa pedalann. Efri stífurnar væru þá lágréttar í akstursstöðu en neðri halla 5° upp frá hásingu.
En nema hvað, þarf þá ekki einhver apaköttur að byrja að rugla í mér og segja að ég eigi að hafa efri stífurnar styttri til þess að halda pinjónhallanum. Svo ég er búinn að eyða deginum í að velta þessu öllu fyrir mér þvers og kruss. Og ég er ekki frá því að ef ég hef efri stífurnar styttri, þá snúist pinjónninn NIÐUR þegar jeppinn fjaðrar sundur, en ef þær eru jafnlangar þá snýst ekkert upp á hásinguna!
.
Er alveg endanlega kominn í rugl pælingar eða er þetta rétt sem mér var sagt? S.s. að betra væri að hafa efri stífurnar styttri?
.
kv. Kiddi semeraðfarayfirumefþessarpælingarhættaekkips. þetta er að framan
You must be logged in to reply to this topic.