This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingi Björnsson 21 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Nú er mér vandi á höndum.
Ég er að smíða 4ra stífu gormafjöðrun að aftan hjá mér og vantar að fá ráð um það hvernig fóðringar er best að nota í stífurnar. Ég ætla að hafa venjulegar rörafóðringar niðri við hásingu, en á efri endan, þ.e. uppi við grind ætla ég að hafa fóðringar sem er smeygt uppá endann á stífunum, eða svipað og á Ford fjaðrastífum að framan (og fleiri). Þannig er ég ekkert að snúa upp á stífurnar, sama hvað fjöðrunin er mikil.
Vandamálið er bara hvaða fóðringar á að velja, ég hef heyrt margar hryllingssögur af original Ford fóðringum, en þar sem ég er á Ford þá væri þægilegt að hafa sömu fóðringar að aftan og framan. Hinsvegar er ég opinn fyrir öllu sem er þægilegt, ódýrt og endingargott.
You must be logged in to reply to this topic.