This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ég var að setja hásingu undir minn Hilux Extracab ’91. Notaði LC 70 framhásingu með gormafjöðrun, og í leiðinni setti ég stýristjakk. Boraði þar afleiðandi stýrismaskínuna(LC 70 maskína) fyrir tjakk og keypti í hana upptektarsett. Nú er þetta klárt í bílnum og allt virkar, en það er óeðlilega stíft að stýra bílnum. En samt hægt að beygja 38″ þegar bíllinn er kjurr án átaka, þannig að tjakkurinn er að vinna sitt verk. Stífleikinn virðist vera í stýrismaskínunni sjálfri. Datt í hug að einhver hér gæti gefið mér gott ráð í þessu máli.
Það er búið að reyna að stilla maskínuna herða/losa, en það breytir engu. Góð ráð vel þegin.
Kv. Bragi
You must be logged in to reply to this topic.