This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Karl Guðnason 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Fyndinn mótmæli
Ég sperri nú venjulega eyrun aðeins þegar frétt berast af mótmælum við Kárahnjúka.
Ég er nú einn þeirra sem er meira á móti virkjunarframkvæmdinni en með. Og er það nú sérstaklega vegna fórnarkostnaðarins á náttúru ísland, til þess að skapa svolítið af störfum fyrir austurevrópubúa, sem koma til með að búa verbúðarlífi í Reyðarfirði. En nóg um það. Það eru þessir mótmælendur og lögreglan. Og samskipti þeirra sem á hug minn þessa stundina. Í dag voru teknir 17 mótmælendur sem höfðu hlekkjað sig við tæki Suðurverks. Og samkvæmt lögreglunni, Bjartmaz eitthvað: þá höfðu mótmælendur slegið á útsláttarrofa vélanna, og það hefði drepist á þeim. Taldi þessi Bjartmanz kjáni , það GRAF alvarlegt mál ( já GRAF alvarlegt mál ha ha ha ). Einhvernvegin finns mér lögreglumenn þarna fyrir austan taka á þessum málum lík og Hispola, Svarti september eða sambærileg hryðjuverkasamtök séu mætt á svæðið. Þ.a.s sveitalöggan sé sem sagt ekki að höndla máli, enda var það, það alvarlegasta sem þeir lentu í áður en til Kárahnjúka kom. Það var að taka hann Bjössa á Ytri-Tungu fullan á Massanum. Reyndar gerðist það nokkuð reglulega. Að Bjössi fór í kaupstaðarferð á traktórnum og skildi hann það aldrei að áfengi og akstur færu ekki saman.
En svo velti ég stundum fyrir mér, af hverju maður er svona áhorfandi af þessu, og lætur sér fátt um finnast. Svona svipað og þegar maður fylgist með 50 ára stríðinu fyrir botni Miðjarðahafs. Er það vegna samsetningar þessara mótmælenda. Þ.a.s þetta eru túrhestar og íslenskir hálf hippar, svona 101 lið sem er í þessu fyrir spennuna. Enda virðist mér, alvöru fjalla og útivistar lið, ekkert koma nálægt þessu.
Ég gleymdi alveg þætti víkingasveitarinnar en málið hefur oft verið orðið svo alvarlegt að sveita löggan fyrir austan hefur kallað á VÍKINGARSVEITINA. En er sú sveit tilbúinn og hefur tekið þátt í mörgum alvarlegum málum. T,d voru þeir nokkrum sinnum sendir Geitungum til höfuðs. Og svo var víkingarsveitinn í stórræðum um helgina. Og þurftu þeir að mynda varnarlínu í kringum Kvíabryggju. Til þess að vernda fanga, gegn hótunum. Þegar maður hugsar um víkingasveitina, þá verður maður hálf klökkur að eiga svona menn að sem vernda mann fyrir flugum og ýmsu öðru sem getur á mann dunið. Takk víkingarsveitinn.
PS mér hefur dottið það í hug hvort ekki sé hægt að fá víkingasveitina til þess að vernda mig fyrir okurlánara. En þessi okurlánari, sem er reyndar gamall ríkisbanki, sem var víst stolið, segja mér fróðari menn. En okurlánarinn sendir mér reglulega rukkun af láni sem ég fékk. Þar borga ég vexti og vísitölu. Ég ætla ekki að útskíra fyrir þetta með vísitöluna, ég reyndi einu sinni að útskýra það fyrir bankastjóra í Föreningsbanken og tókst það frekar illa. En að láninu. Ef ég skussast við að borga á réttum tíma, þá bætist við ákveðin upphæð hjá okurlánaranum. Og á ég þá að borga vexti, vísitölu, dráttarvexti og svo eitthvað skussagjald. Þ.a.s svona 4 gjöld. Því hefur mér stundum dottið það í hug hvort það hefði ekki verði einfaldara að taka lán hjá félögum fangans á Kvíabryggju. Þá hefði ég sennilega fengið sanngjarnari meðferð. Eða kannski ekki, maður er jú auðvita að reyna að standa sig til þess að þessi bankastjóra grey eigi fyrir gullsalla í grautinn.
You must be logged in to reply to this topic.