Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sterkir felguboltar
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbjartur Magnússon 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.07.2008 at 18:24 #202643
Hvaða felgubolta hafa menn verið að nota í patrol?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.07.2008 at 18:26 #625538
Var að spá í að nota úr econilen, er kanski eitthvað annað sniðugara?
08.07.2008 at 18:29 #625540Einn félagi minn á Patrol á 44" og búið er að breyta hjá honum og setja Econoline felgubolta í stað Patrol dótið.
08.07.2008 at 18:43 #625542Sæll Robbi
Ég er að nota úr 100 krúser þeir eru 14 mm,en jú þeir geta einnig farið og er ég búinn að prufa það.
Hvað eru boltarnir úr liner sverir ?Kv Bubbi
08.07.2008 at 23:52 #625544Veit ekki hvað þeir eru sverir, ætla að kanna það á morgun.
09.07.2008 at 00:27 #625546Góðan daginn,
felguboltar úr Econoline og jafnframt mörgum öðrum Amerískum trukkum eru oft 9/16" og er það ívið sverari sverleiki en 14mm.
Kveðja Hjörtur og JAKINN
09.07.2008 at 00:28 #625548Econoline eru 9/16" eftir því sem ég best veit, sem eru einhverjir rúmir 14 mm
Gengjurnar eru hins vegar grófari á þeim en á Toyota boltunum sem eru í millimetrum
09.07.2008 at 08:33 #625550Lét setja 9/16 bolta í patrol fyrir all mörgum árum og niðurstaðan úr því var bara ekkert góð. Boltarnir áttu verulega erfitt með að halda herslu, rærnar losnuðu reglulega og boltarnir brotnuðu. held að ástæðan hafi verið að rærnar pössu ekki fyrir felgurnar sem notaðar voru, þ.e.a.s. felgusætið á rónni passaði ekki við kóninn á felgunni. Hefðum bara betur haldið orginal boltunum….
Þar fyrir utan voru þetta hundleiðinlegir boltar, eiginlega bara drasl, verulega erfitt að fá rærnar til að grípa rétt þegar maður var að skrúfa þær á.
kv
Rúnar.
09.07.2008 at 08:50 #625552Notaðu bara orginal Patrol bolta ef þeir eru að slitna þá er það af því að þeir hafa verið ofhertir eða felgan er ekki góð.
Ég er búinn að eiga nokkra breytta Patta og aldrey náð að slíta bolta eða missa hjól þrátt fyrir þónokkurn djöfulgang og mikið þyngri vél (6.5 túrbo) bara setja nýja og herða svo með mæli í 120 til 130 nm borgar sig samt að endur herða með mælinum eftir smá akstur og tékka svo reglulega með sama mæli:)
Kv Gísli Þór
10.07.2008 at 00:00 #625554já ætla að nota patrol bolta áfram hef aldrei verið í vandræðum með þetta fyrr en núna á 46" líka er svaka kast á öðru afturdekkinu og þar slitnaði bolti
10.07.2008 at 12:53 #625556er alveg rétt sem Gísli Þór segir nota bara orginal. Ég held að aðalástæða fyrir því að þetta gefur sig er að það sé búið að ofherða margoft og þá er þetta ónítt, vera með góða bolta í lagi og herða rétt, helst eftir mæli þá verður þetta í lagi. Muna bara að kanna og endurherða dagin eftir dekkjaskipti, eina skiptið sem þetta hefur gefið sig hjá mér var síðastavetur en þá losnuðu rær vegna þess að ég gleimdi að endurherða eftir dekkjaskipti.
10.07.2008 at 13:29 #625558það er mjög mikilvægt í þessu að miðjan í felgunni sem gengur upp á nafið passi vel og sé ekki frítt um meira en 0.1-0.2mm. ég lét sjóða hringi inn í miðjuna sem voru svo renndir út í rétt mál. það minkaði hreifinguna á felgunum mikið og ég hætti að brjóta boltana
kv, Freyr
10.07.2008 at 16:07 #625560Ég var með þessi vandræði að slíta felgubolta en eftir að ég byrjaði að smyrja felguboltana með WD-40 þá hef ég ekki slitið þá síðan. Hef alltaf notað herslumæli með 147 Nm herslu. En það þarf alltaf að fylgjast með herslunni sérstaklega á 44".
Kveðja – Gísli
10.07.2008 at 19:43 #625562Patrol á 44" og aldrei neitt vantamál. Keypti mér síðan 39,5 Irok sem sumardekk og viti menn, boltarnir fóru að slitna hver á fætur öðrum. Endurnýjaði alla boltana, herti með mæli og tékkaði reglulega. Það kom alltaf los á boltana og einu sinni gleymdi ég að tékka og boltar fóru að brotna aftur.
Þess skal getið að ég hef alltaf verið á orginal Patrol felgum þannig að stýringin er ekki vandamálið. Nú er ég að setja 14mm bolta úr 100 Cruser. Gaman væri að vita á hvers lags dekkjum þeir eru sem slíta mest boltana.
Kv Júnni
10.07.2008 at 21:25 #625564Ég er búinn að vera á prime álfelgum á 39,5" í næstum 2 ár og ekk enn slitið bolta 7-9-13.
Alltaf hert með mæli og endurhert eftir smá keyrslu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.