Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sterk bönd….
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
06.01.2004 at 10:53 #193396
Anonymouslangaði að forvitnast hvurt e-h menn á röratækjum vissu um bönd til þess að halda uppi rörinu þ.e.a.s. er með loftpúða og langar að halda þeim í sætunum, vildi síður taka brjóstahaldaraböndin af konunni…e-h ábendingar um búð (ekki ég og þú..bún að reyna það..:)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.01.2004 at 11:33 #483454
Setti bönd á afturhásinguna hjá mér þegar ég setti loftpúðana undir, fékk þau hjá Bílabúð Benna.
Þeir eru með þau í þremur lengdum.
06.01.2004 at 12:44 #483456Sælir
Ég hef notað flatreim, það er svona strigagúmmíreim eða borði, þrælsterkar og fást í metravís og mörgum breiddum.
Ég keypti þetta í Fossberg á sínum tíma. Sá svo svona reimaauglýsingu hjá Sturlaugi Jónssyni um daginn. Gæti líka fengist í Paulsen.Einnig hef ég heyrt að menn hafi notað gömul öryggisbelti í þetta.
Svo væri hægt að nota borða úr borðastrekkjara.Kveðja O.Ö.
06.01.2004 at 13:04 #483458Er með loftpúða að aftan og framan á Patrol. Setti strappa til öryggis sem taka par sentimetrum áður en dembarar taka við. Keypt hjá Bílabúð Benna.
Kveðja, Gísli.
06.01.2004 at 15:17 #483460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þakka svörin þá er bara skella sér í höfuðplastið án þess að missa loftpúðanna undan (var að spá í þessu með beltin en held að mar þyrfti að hafa nokkur "lög" til þess að halda uppi rörunum við öl þessi stökk sem amr á ettir að taka..)
takk samt fyrir.Kremli.
06.01.2004 at 16:22 #483462Ég setti nú bara netta keðju til að stoppa niðursveifluna hjá mér. Dró hana í gegnum garðslöngu til að losna við glamur og festi demparagúmmí á annan endann á henni (upp við grind) til að losna við högg. Þetta hefur nokkrum sinnum þurft að grípa rörin og svínhaldið. Mér ofbauð verðið á "axlaböndunum" hjá Benna og prófaði því þetta.
Kv.
Bjarni G.
06.01.2004 at 17:34 #483464Er með loftpúða undir HiLux að aftan án þess að gera neinar sérstakar ráðstafanir til að hindra að það fjaðri of mikið í sundur. Ekki lent í vandræðum hingað til. Er búinn að kaupa KONI dempari (en á eftir að koma þeim undir) og var sagt að þeir þoli að vera notaðir sem "endastopp" enda taka þeir í löngu áður en loftpúðinn er kominn eins mikið sundur og hann er gefinn upp fyrir.
kv
Arnar
06.01.2004 at 17:53 #483466Já, þið segið það…
Mér var líka sagt að KONI mundi þola "endastopp". En þegar það voru tveir KONI slitnir hjá mér setti ég axlarbönd frá Benna á afturhásinguna, en er ekki með neitt endastopp á framhásingunni, en er samt á loftpúðum að framan líka.
Læt bara balansstöngina sjá um þetta að framan.
kv. U 101
06.01.2004 at 19:29 #483468ef depparin þolir að takka sundur slæið á gormum þa þolir hann það líka fyrir loftpúða.
og kaupið ikkur enkvað þarfara fyrir strap peningin
kveðja jepp
07.01.2004 at 09:04 #483470Gormar taka miklu meiri þátt í að stöðva sundurslagið heldur en loftpúðar.
-haffi
07.01.2004 at 14:35 #483472útskírðu það betur. vegna þess að gormar eru hafðir spentir á milli hásingu og grindar svo að eg sjé ekki alve munin á þessu
kveðja jepp
07.01.2004 at 15:03 #483474Það er rétt að gormur er spenntur saman, en það sem ég átti við var að gormur hefur miðjustöðu (ekkert hvílir á honum) og ef maður reynir að teygja á honum vill hann toga aftur í miðjustöðu. Það var þessi eiginleiki sem ég átti við loftpúði hefði ekki. Það kann þó að vera rangt hjá mér. En svo er spurning hvort sundurslagið á demparanum er ekki löngu komið inn áður en gormurinn er orðinn lengri en í miðjustöðu.
vona að þetta skiljist…
-haffi
07.01.2004 at 15:13 #483476Þeir eru bara spenntir á milli gormasætana. Þannig að ef hásingin dettur lengra niður en lengd gormsins leyfir, þá einfaldlega dettur gormurinn úr, en spennist ekki yfir núllpunktinn.
Dempararnir sjá um að stopa hásinguna á flestum hásingar bílum orginal. Þegar verið er að mixa hina og þessa dempara í bíla þá er reyndar eflaust ekkert vitlaust að setja svona dempara, nema örugt sé að demparinn komi úr hásingarbíl þar sem hann virkar einnig sem stoppari.
Kv.
Rúnar (ætti sennilega að athuga þetta sjálfur, á mínum bíl…!)
07.01.2004 at 15:18 #483478Góður punktur Rúnar, alls ekki algengt að gormarnir séu sérstaklega festir.
-haffi
07.01.2004 at 16:51 #483480
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er sem sagt kostnaðurinn við böndin einverjir milljarðar.. þarna hjá benna kallinum… er sjálfur með koni dempara en slag lengdin á þeim er löng.. s.s.jeppin á ekki að nota demparana sem "samsláttarpúða" eða láta hásinguna hanga í þeim.. til þess eru samsláttarpúðar og væntanlega þessi "ströpp" held að það sé bókað mál að hvort mar sé með loftpúða eða gorma að þá á ekki að láta þá detta úr..ekki skemmtilegt að vera með rifinn loftpúða einhverstaðar uppá fjallsrassgati..(það hlýtur nú bara veraí lögum að "hinn fjaðrandi hlutur skuli vera tryggilega festur… bla bla..)
07.01.2004 at 18:14 #483482Þegar maður breitir bíl og setur gorma eða loftpúða þa er best að kaupa demppara í sem retastri lengd vegna þess að þú hefur ekkert við depara að gera sem taka við 40 cm en loftpúða sem er með 30 cm færslu .
samslátarpúðar eru nauðsinlegir vegn þess að þegar bílin fjaðrar saman þá getur þingdin bílsins marfaldast og brotið depara festinguna en þegar hann fjaðrar sundur þá heldur deparin bara á hásinguni og firir það er hann gerður
keðja jepp
ps.bifreiðaskoðun gerir ekki kröfu um slikt strap bull (:
07.01.2004 at 22:05 #483484Sundursláttarböndin sem ég keypti hjá Bílabúð Benna kostuðu 13.540.- 4 stk. með 4×4 afslætti. Einnig er ágætt og ódýrara að nota strigabundnar flatreimar en þær fengst ekki þegar ég þurfti á þeim að halda.
Kveðja, Gísli
07.01.2004 at 23:52 #483486Einföld regla í þessu er að keyra af einhverri skynsemi. Ef hásingin þarf iðulega að hanga í demparanum eða í strappa þegar þú ert að keyra þá þarftu að athuga aksturslagið hjá þér. Í verstu tilfellum þarf að laga sjónina líka
Helsta ástæða fyrir því að endi á dempara brotnar er sú að endinn er ekki gerður fyrir þá hreyfingu sem honum er gert að þola.
Dæmi: Dempari með snittuðum bolta á endanum og er með nálægt 90° horni við hásingu getur ekki þolað til lengdar átak sem vill gjarnan skapast þegar hásing fer upp öðru megin og niður hinu megin. Gjarnan eru sæmilegar gúmmífóðringar sem boltinn gengur í gegnum en það dugar stundum bara ekki til. Gatið sem boltinn gengur í gegnum þarf að minnsta kosti að vera örlítið víðara en boltinn til að afstýra þessu átaki.
Átakið sem ég er að reyna að lýsa er svipað og ef þú væri með krossviðarplötu og kústskaft. Þú borar gat í plötuna þannig að þú rétt kemur kústskaftinu í gegn (langsum já). Þrengslin í gatinu gerir það að verkum að þú getur einungis hreyft skaftið fram og til baka. En þú riðlast á þessu þannig að þú vilt ekki fara alveg beint fram og til baka heldur aðeins til hliðar með skaftið og þá myndast þessi spenna sem getur orðið til þess að kústskaftið brotnar þegar mest á reynir.Kveðja
Elvar
09.01.2004 at 10:20 #483488Ég var að vona að þeir sem eru með slitna dempara myndu svara þessu á einn eða annan hátt og jafnvel útskýra hvers vegna hásingin er svona oft hangandi í nýja sundursláttarbandinu. Við hvaða aðstæður er þetta að gerast?
Ef ég segi satt þá fékk ég á tilfinninguna að ég hafi stuðað ykkur með fyrri pósti og vona að ég hafi ekki móðgað neinn með óvarfærni í orðavali.Kveður
Elvar
09.01.2004 at 10:34 #483490Þegar bíll stekkur og sleppir hjólum þá keyrast hásingarnar niður af miklu afli, venjulegur dempari getur hreinlega slitnað við höggið þegar hann getur ekki farið lengra í sundur. Þess vegna eru sett bönd eða eitthvað annað til að stoppa sundurslagið áður en demparinn gerir það.
Kv.
Bjarni G.
09.01.2004 at 10:59 #483492Sælir strákar.
Er nokkur þörf á þessum böndum? Ég er ekki sannfærður um það. Hvað þarf hásing að vera lengi á lofti áður en hún fer það néðarlega að hætta sé á að gormur eða púði fari úr sínu sæti? Er það ekki hlutverk demparans að hægja svo á þessu ferli að dótið detti ekki í sundur? Demparinn er jú stífur sundur, ekki satt, og það þarf töluverð stökk til að bíllinn sé meira en ca. 2 sek. á lofti. það geta heldur varla verið skemmtileg högg sem koma þegar borðinn strekkist.
Ég er með loftpúða að aftan, og Racho 9000 dempara, og sé ekki að þetta sé vandamál. Eða er ég kansi bara að bulla?
Emil
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.