FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Steinolían og Patrolinn

by Bjarni Kjartansson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Steinolían og Patrolinn

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristófer Ásmundsson Kristófer Ásmundsson 13 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.08.2011 at 19:17 #220102
    Profile photo of Bjarni Kjartansson
    Bjarni Kjartansson
    Participant

    Er með 2003 Patrol með olíuverki. Hefur einhver reynslu af steinolíu á þessa bíla? Einhver sagði mér að vélin þyldi steinolíuna alveg en maður gæti stútað olíuverkinu og það er víst dýrt dæmi. Eins og verðið er orðið á díselnum er maður orðið til í flest þannig að gott væri að heyra í einhverjum sem hefur reynslu af þessu, vonandi tjónláus.

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 22.08.2011 at 09:24 #735509
    Profile photo of Heiðar Steinn Broddason
    Heiðar Steinn Broddason
    Participant
    • Umræður: 113
    • Svör: 839

    Sæll ég held að þetta sé í lagi svo lengi sem þetta er ekki common rail kerfi

    kv Heiðar U-119





    22.08.2011 at 15:57 #735511
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Ég hef heyrt að þetta henti einmitt betur CommonRail kerfum, þar sem þau þurfa ekki smurningu eins og olíuverkin.
    Menn hafa notað aðallega steinolíuna frá N1, þar sem hún er víst olíubætt (Jet A fuel), annars hefur þurft að bæta td. tvígengisolíu við.

    Meira veit ég ekki enda nota ég bensín og nóg af því 😉





    23.08.2011 at 01:34 #735513
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Það að steinolía virki betur á common rail kerfi því þau þurfi ekki smurningu er ekki rétt. Háþrýstidælurnar, spíssarnir, fæðidæla (ef hún er til staðar), yfirþrýstiventlar í railinu sjálfu o.fl. þarf allt sína smurningu. Svo er það þannig að þegar eitthvað klikkar í common rail, t.d. háþrýstidæla skemmist þá myndast gjarnan svarf í kerfinu og þá er fjandinn laus. Það hefur þurft að skipta út heilu eldsneytirkerfunum vegna þess, skipta um spíssa, háþrýstidælu, tank, allar lagnir, síuhús, rail, háþrýstilagnir og jafnvel fleira. Þetta veit ég þar sem ég hef átt við svona tilfelli sjálfur þar sem ég vinn (er bifvélavirki). Ef ég ætti bíl með common rail vél þá myndi ég alls ekki þora að nota steinolíu á hann, tjónið getur orðið svo svakalegt.

    Svo er eitt sem ég skil ekki fyllilega og leita að svörum við:
    N1 gefur út að steinolían þeirra sé Jet A1 og margir tala um að hún smyrji svo vel, mig grunar að það eigi alltaf rætur að rekja til greinar sem LeóEmm skrifaði þar sem hann sagði að Jet A1 hefði góða smureiginleika vegna mikils brennisteinsinnihalds. Samt sem áður eru sumir díesel bílar ekki í boði hérna því það er of mikill brennisteinn í dieselolíunni til að framleiðendur vilji selja þá hér, þetta á t.d. við Toyota Auris með 170 hp. dieselvél. Það er eitthvað sem passar ekki við þetta og ég hallast að því að Toyota í Evrópu hafi frekar rétt fyrir sér heldur en Leó………..

    Kv. Freyr





    23.08.2011 at 01:49 #735515
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Það er spurning hvort Toyota vilji ekki selja hann hér útaf mengun, það er að segja að ef það er svona mikill brennisteinn í olíunni þá valdi það vandræðum í hvarfakútum og einhverju slíku? Bara hugdetta, þó þetta væri nú svo sem ekki í fyrsta skipti og ekki annað sem Leó hefði rangt fyrir sér.





    23.08.2011 at 15:26 #735517
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    [quote="Bragi":2x8dm4qh]Ég hef heyrt að þetta henti einmitt betur CommonRail kerfum, þar sem þau þurfa ekki smurningu eins og olíuverkin.
    Menn hafa notað aðallega steinolíuna frá N1, þar sem hún er víst olíubætt (Jet A fuel), annars hefur þurft að bæta td. tvígengisolíu við.[/quote:2x8dm4qh]

    Ég hef þetta frá manni sem talaði við Leó sjálfan og sel þetta því ekki dýrara en ég stal því …





    24.08.2011 at 23:41 #735519
    Profile photo of Sigurður Óli Bragason
    Sigurður Óli Bragason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 541

    mágur minn er með steinoliu 80% steinolia og 20% dísel á sínum 2001 bíl sem er með sömu vél -2004.hann finnur engan mun á bílnum og vinnslan minnkaði ekkert.bara nota allt sem hægt er að nota svo steingrímur græði minna á okkur vitleysingunum.og ef oliuverkið gefur sig getum við bent þér á síðu sem gerir við þetta fyrir einn þriðja af verði hér heima(með vaski og tollum)





    27.08.2011 at 13:33 #735521
    Profile photo of Kristófer Ásmundsson
    Kristófer Ásmundsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 40

    [quote="soli":197s5xd9]………..og ef oliuverkið gefur sig getum við bent þér á síðu sem gerir við þetta fyrir einn þriðja af verði hér heima(með vaski og tollum)[/quote:197s5xd9]
    Hvernig væri að splæsa þessarri síðu þó svo oíuverkið sé ekki farið. Þá geta menn haft hana til handargagns fari olíuverkið einhvern tímann.





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.