Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Steinolía vs. hráolía
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.04.2006 at 21:55 #197853
AnonymousMig langar að vita afhverju er ekki notað meira af steinolíu á bíla?
Fer steinolína illa með vélina?
Eða gengur vélinn alls ekki á steinolíu einni?
Hver er aðalmunurinn á steinolíu og hráolíu?
Er einhver aflmunur?
Smyr steinolía minna heldur er hráolía?
Hvað „má“ blanda mikilli steinolíu í hráolíu?
Kv. Bjarki Þ. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.04.2006 at 01:38 #551130
Kíktu á þennan þráð:
http://www.eng-tips.com/viewthread.cfm? … 584&page=3
Svarar einhverjum hluta af spurningunni, virðist þó tengjast íblöndunarefnum eitthvað.
26.04.2006 at 11:19 #551132Aðal munurinn liggur að manni er sagt í tvennu. Annað er orkuinnihald pr. rúmmálseiningu, sem mun vera hærra í diesel olíu, og hitt er spurning um smurhæfni, sem skiptir máli varðandi eldsneytiskerfið, en það er eingöngu smurt frá eldsneytinu sjálfu. Nú, svo er manni líka sagt að þessar elektronisku stillingar og skynjarar á nýjustu eldsneytiskerfum séu mjög viðkvæmar fyrir breyttri efnasamsetningu eldsneytisins. Sel þetta jafn dýrt og ég keypti sjálfur!
26.04.2006 at 15:41 #551134Steinolían er með meira af kornum svo síurnar stíflast mun fyrr. En ef kornin komast í spíssana hjá þér eru þeir fljótir að fara. Einnig er einhver munur á seigju svo þú gætir þurft að vera með forhitara ef þú ert í miklum kulda. (veit ekki hvað miklum).
26.04.2006 at 22:34 #551136Steinolían er kraft minni og setur maður tvígengis olíu með.
Hilsen
Kalli
26.04.2006 at 23:55 #551138sælir
Steinolía er eldfimnari en hráolía og var og er notuð tildæmis á dísilvélar til að þær væru auðveldari í gang í kuldum og til að hindra vaxmyndun og held að hún hafi verið blönduð upp í 50% myndi samt bara nota ísvara
hún er notuð tildæmis á hitamastara því hún mengar minna og er eldfimari
er bara betur hreinsuð en hráolía
27.04.2006 at 10:54 #551140Vita menn hvort það sé verið að lita steinolíuna eða hvort það standi til. Einnig væri gaman að heyra frá þeim sem eiga einhvern "vin" sem er að keyra á steinolíu, hvaða blöndunar hlutföll steinolíu / tvígengisolíu hann er að nota til þess að halda eldsneytiskerfinu í lagi.
kv.
27.04.2006 at 11:49 #551142Til eru mælieiningar um eginleika eldsneytisolíu.
Blossamark/flash point= Hitastig sem gasuppgufun verður næg til að loga í stuttan tíma.
Brunamark/fire point= hitastig sem uppgufun er næg til að viðhalda loga.
Sjálkveikimark/spontaneousignition point=hitastig sem sjálkveiking verður við.
Kveikihæfni/zetantala= kveikihæfni olíu við þjöppun í ákveiðinni vél.(fylgir gjarnan blossamarki, hlutfallstala)
Flókamark/Móðumark/flock point= hitastig sem vax fer að skiljast út.
Storknunarmark/poir point= hitastig sem olían hættir að vera fljótandi.
Stíflumark/cold filter plugging point = hitastig sem veldur stíflun við [url=http://www.octel-starreon.com/Fuel_Analysis_Low_Temperature.htm:sfo74b73]ákveðnar[/url:sfo74b73] aðstæður.
Dælumark = hitastig sem ákveðin dæla hættir að geta dælt oíunni,
Varmagildi/calorific value= orkuinnihald kcal/kg, eða KJ/kg.
Blossamark er lægra í léttara eldsneyti (bensín- steinolía), en orkuinnihaldið er einnig minna bæði eru færri kg í hverjum lítra og einnig minni orka á hvert kg á móti díseloliu, en vaxið í díselolíunni hefur hæðsta orkuinnihaldið kcal/kg, en einnig hæðsta storknunarmarkið°C.
Einnig eru til mun [url=http://www.swri.edu/4org/d08/petprod/fees.htm:sfo74b73]fleiri[/url:sfo74b73] mæliaðferðir
Kveðja Dagur
27.04.2006 at 13:47 #551144
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er nýbyrjaður að blanda steinolíu við hráolíu, er núna með hlutfallið 1/3 steinolía vs. 2/3 hráolíu, og er að verða búinn með tankinn og ekki tekið eftir neinu varðandi gang eða annað. Ætla að blanda næst 50:50 án íblöndunarefna (tvígengisolíu) og prófa það, gamall reynslubolti sagði að ætti að vera í lagi (N.B. er með 91 árg af 2.4 diesl, býst við að nýju vélarnar þoli þetta ekki eins vel)
Kv. Bjarki Þ.
27.04.2006 at 14:01 #551146Á [url=http://www.chevron.com/products/prodserv/fuels/bulletin/diesel/L1_toc_rf.htm:2enqlmyh]þessari síðu[/url:2enqlmyh] er mikill fróðleikur um eldsneyti fyrir díselvélar.
-Einar
27.04.2006 at 14:07 #551148Í þessari [url=http://www.swri.edu/4org/d02/Abstracts/ir323abstract.pdf:2maoeg4u]skýrslu[/url:2maoeg4u] er mælt með að nota [url=http://www.primrose.com/wtds/402%20Lubri-Power%20WTDS.pdf:2maoeg4u]Bætiefni[/url:2maoeg4u] í olíuna ef hún er blönduð með steinolíu(Jet1).
28.04.2006 at 19:30 #551150Ég fór að leita að steinolíu um daginn (er á Akureyri) og fann einn stað þar sem hún er seld á dælu, en þar var búið að læsa dæluni með stórum hengilás, þannig að ég fór inn og spurði hvað væri í gangi, og þá var mér bennt á 5 lítra brúsa af steinolíu uppi í hillu sem kostaði 800kall, þ.e. dýrari en bensín! Hvernig er það er steinolían ennþá seld á dælu fyrir sunnan? Hvað kostar líterinn þar?
Spyr sá sem ekki veit.
28.04.2006 at 19:40 #551152Hvar var þetta.
Kveðja
Elli
28.04.2006 at 19:46 #551154Steinolía er seld á dælu hjá Shell í Árbænum. Líterinn kostaði þar 126kr um daginn, umtalsvert ódýrari en lítersbrúsinn sem ég sá á annari bensínstöð sama dag og kostaði 300kr!!!
28.04.2006 at 20:16 #551156Þetta var á Esso stöðinni þarna rétt hjá þar sem bílanaust er núna,
Jeppakveðja,
Bragi
29.04.2006 at 00:46 #551158Keypti steinolíu af dælu á Esso Ártúnsholti fyrir nokkrum dögum. Verðið var 73 kr / l.
kv.
29.04.2006 at 18:23 #551160Þessi fróðleikur kemur frá Skeljungi
Frostþol Díselolíu.Frostþol díselolíu sem Skeljungur hf er að selja á bensínstöðvum sínum yfir vetrarmánuðina (nóv – mars) er um -18 til -25ºC *¹.
Hægt er að auka frostþol díselolíu með því að blanda steinolíu saman við díselolíuna. Við hver 10 % af steinolíu sem er blandað saman við díselolíuna eykst frostþolið um c.a. -2ºC.
Ef blandan er meira en 30 % steinolíu saman við díselolíuna, þarf að blanda tvígengissmurolíu (t.d. Vélsleðaolíu eða Advance VSX 2) saman við blönduna til að tryggja smureiginleika díselolíunnar, sjá töflu hér að neðan.
Steinolía % *² Tvígengisolía C.a. frostþol í ºC
0 0 -18 til -25
20 0 -20 til -27
30 0 -22 til -29
40 0,5 -24 til -31
50 0,75 -26 til -33*² Steinolía 40 % þýðir að blandan inniheldur 40 % steinolíu og 60 % díselolíu
Ath! Ef notuð er tvígengisolía er mikilvægt að olían blandist vel saman við blönduna. Bestur árangur næst ef tvígengisolíunni er blandað saman við c.a. 20ºC heita steinolíu.
Ef raki er í tanki bílsins eða eldsneytissían er orðin óhrein, má búast við lægra frosþoli.
Með frostþoli er átt við það hitastig sem hægt er að ræsa vélina í og aka án vandræða
*¹ Þegar við gefum upp frostþol -18ºC til -25ºC þá er stíflumark (CFPP) -25ºC, en lágmarks frostþol samkvæmt viðmiðun Shell er -18ºC.
Stíflumark (CFPP), er það hitastig sem díselolía er við þegar vax í henni kristallast að því marki að síur stíflast. CFPP er lægsta hitastig sem sem hún er nothæf við en sumir bílar eru viðkvæmari og þola minna frost og þessvegna hefur Shell skilgreint frostþol díselolíu hærra en stíflumark.
Allar nánari upplýsingar veitir eldsneytis- og smurolíudeild
Skeljungs hf. í síma: 560-3800
29.04.2006 at 18:36 #551162miðað við 100 lítra tank seturðu 30-40 lítra af steinolíu
sem kostar.. 73 krónur líterinn. og svo smá lögg af tvígengisolíu. Þá sparast amk 1500-2000 kr við hverja fyllingu ekki rétt. Miðað við 320 lítra tanka eins og eru í alvöru bílum er þetta ágætis sparnaður fyrir eina ferð á
stöðina eða ca 6000- 7000 kr.Skítsæmilegt það.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.