Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › steinolía spáum aðeins í þessu
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.02.2009 at 23:28 #203718
sælir.
ég hef verið að spá í þessum hlutum frá ýmsum sjónarhornum.
og svona … ég var að spöglera…
hvað er heilbrigt að setja litla tvígengis olíu í steinolíuna?vegna þess. að ég var aðeins að reikna.
og samhvæmt þessu hérna verðskrá skeljungs
kostar
bensín 144.4
diesel 167.8
steinolia 114.4
svo er tvigengis olia ef merkingin í hillunni á select er rétt, kostar 1840 kr/l.
steinolia + 1/30 = 175,7 l
ll
1/70 = 140,6 l
svo ef maður keirir a steinoliu og blandar 1l út í tankinn er maður að græða 1900 kall á tankinum.
en hvað verður um eiðsluna?
.
.
.
.
svo eftir því sem ég best skil þá er ekki ólöglegt að keira á steinoliu. en ef maður fer að þinna dieselinn með steinoliu er það ólöglegt sem er svoldið kjánalegt þar sem það gefur verið gert í mörg ár til að auka drostþolið
.
.
.
en jæja kommentð -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.02.2009 at 08:10 #639824
Manni er kennt að nýtísku olíukerfi, rafeindastýrð, þoli ekki steinolíublandað eldsneyti, þá fari allir skynjarar og hvað þetta dót heitir úr lagi. Hef þessvegna ekki þorað að blanda eldsneytið síðan maður hætti að vera með gamaldags olíuverk. En ég fylgdi reglu, sem var í leiðbeiningum með Scania í gamla daga, en hún var sú, að þegar frostið fer niður fyrir -7°C, þá er sett 10% af steinolíu í dieselolíuna og svo 1 lítri af tvígengisolíu á móti 10 lítrum af steinolíu. Steinolían minnkaði smurhæfni eldsneytisins með því að "mýkja" paraffínið eða leysa það upp að hluta til, og því þurfti eitthvert smurefni í staðinn. Til þess var tvígengisolían, sem er ætluð til að brenna með eldsneyti og myndar ekki steinefnaútfellingar. Allir hlutar olíuverksins þurftu á smurningu frá eldsneytinu að halda, en sérstaklega "dýsurnar", en eins og þeir vita sem þekkja hvernig þær vinna, þá er álagið á hreyfihluta þeirra gríðarlegt. Þetta svarar kannski ekki nema að hluta til spurningunni um steinolíuna "kerosene", en smurhæfni hennar er náttúrulega ekki mikil, þótt hún henti vel á t.d. þotuhreyfla.
03.02.2009 at 08:51 #639826Keyra bara á 100% steinolíu og taka þriðja hvern tank á dísel.
03.02.2009 at 12:26 #639828einhverstaðar sá ég að menn eru bara að setja venjulega mótorolíu í steinolíuna, finnst samt eðlilegra að nota 2-stroke þar sem hún er jú gerð til að ganga í gegnum brunaferli.
en 1-2% af 2 stroke ætti að vera í lagi.
.
svo má fá hana töööööluvert ódýrari en 1840 líterinn.
03.02.2009 at 16:33 #639830Hefur einhver sett þetta á 120 cruser ?
Ef svo hvernig blandað ?
Kv Eyþór
03.02.2009 at 17:00 #639832lc 90
set 60% stein og 40% dísel eða minnaskari
03.02.2009 at 17:27 #639834það svaraði einginn spurningunni sem ég setti á þráðinn um suðurskautsfarana í gær sem var einmitt um steinolíu. við vorum nokrir félgar að ræða um þetta og einn fullyrti að þeir keyrðu
hi-luxana á hreinni steinolíu, er eithvað til í því?
Og einsog ólsarinn segir þolir þetta nýja rafeindadót td common rail að keyra á steinolíu?
er annars ekki svoleiðis í þessum hi-luxumStefán.
03.02.2009 at 17:56 #639836Þeir settu jet-olíu frá ’73 sem þeir fundu á Hiluxana, þeir komust allavegna á áfanga stað, en hversu holt það er skal ég ekki segja.
Mercedes Taxarnir eru að keyra á steinolíu, veit ekki hvort þau commonrail kerfi séu frábrugðin öðrum.
Áður en farið var að selja tvígengisolía´ hér á landi, var sett mótorolía í benzínið fyrir tvígengisvélar.
03.02.2009 at 18:19 #639838og keyrðu Kanada fordarnir ekki meira og minna á steionolíu alla leiðina? skilst að það sé ekkert annað eldsneyti til á svona norðarlegum slóðum…
03.02.2009 at 19:18 #639840Er Common Rail kerfið ekki í raun uppbyggt eins og venjuleg innspýting. Nema keyrir á umtalsverðum meiri þrýsting. Í Common Rail er bara eldsneitisdæla og forðagrein og spíssar útfrá greininni og beint í brunahólf. Hvað þarf þessi búnaður mikla smurningu?? En ég hef heyrt á mönnum með Ford 350 að ef þeir aulast til að setja bensín á bílanna þá sé eina hættan á að eyðileggja hvarfakútinn,, og hann er víst ekkert gefins í Fordinn. Annars hef ég ekkert kynnt mér þetta Common Rail kerfi en ég er nokkuð viss um að steinolía hafi ekki áhrif á búnaðinn sjálfann.
03.02.2009 at 21:09 #639842Hiluxarnir á suðurskautinu eru víst á steinoliu,og hefur steinolían víst lítil áhrif á vinnslu og annað,jafnvel minni áhrif en á hefðbundin olíuverk-smá lykt en hvað er það í spanaði!
03.02.2009 at 22:13 #639844Er semsagt hægt að keyra 120 cruser bara á steinolíu og hvað þarf þá mikið af tvígengisolíu tankurinn tekur 80 lítra ?
Kv Eyþór
03.02.2009 at 22:36 #639846ég á terrano og ég prufaði að taka bara steinolíu á hann en þá vildi hann koka þegar maður gaf inn en ekkert mikið en svo hef ég verið að setja steinolíu fyrir 8000 og svo disel fyrir 2-3 þúsund og það virðist vera mjög góð blanda, finn ekkert mun á krafti (sem er svosem ekki mikill fyrir) og allt virkar eins og bara disell væri á tanknum
03.02.2009 at 22:51 #639848Ég keyri Fordinn hjá mér á ca 50/50 blöndu af steinolíu og dísil. Set ca 1 l af ódýrri mótorolíu í 100 l af eldsneyti.
Hef líka keyrt 120 cruserinn minn á svona blöndu.
Veit um fullt af mönnum á allskonar bílum sem keyra á allt að 100 % steinolíu, vandræðalaust.
En ég geri þetta ekki til að spara – enda nánast enginn sparnaður í þessi eins og Bassi bendir á. Ég geri þetta til að auka frostþolið.
Finn engan mun á afli né eyðslu – hvorki á Ford né Cruiser.
Benni
04.02.2009 at 00:48 #639850Eru þeir ekki hættir að selja þetta á dælum? er þá bara tunna?
04.02.2009 at 01:14 #639852ég kaupi steinolíu á dælu á shell hraunbæ (árbænum) og hún fékkst lika af dælu á n1 ártúnshöfðu en að sjálfsögðu verslum við við shell og notum afsláttarkortið:)
annars eru allar upplýsingar um hvar þettafæst á http://www.shell.is
http://www.n1.is
04.02.2009 at 08:21 #639854Þeir bílar sem eru ekki með olíuverk ganga betur á steinolíu heldur en hinir hvað
varðar Common rail þar er skinjarar sem getað verið að truflað fyrir. Allar gamlar
Vélar sem eru með beinainnspitingu þola steinolíu að nota tvígeingis eða sjálfskiftingu
vökva geri sam gag: ( Hvað common rail varðar á ég eftir að fá meiri upplsingar um
og mun setja það hér á vefinn þegar ég hef þær )kv,,,, MHN
04.02.2009 at 12:45 #639856Skeljungur hf.
Verðlisti nr. 2
Gildir frá 22. janúar 2009
[url=http://www.skeljungur.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1357:3jyncacp][b:3jyncacp]SHELL[/b:3jyncacp][/url:3jyncacp]
04.02.2009 at 13:34 #639858Ég keyrði vandræðalaust eina 15-20þús km á steinolíu með slurk af QMI eða tvígengisolíu. Mér fannst ég finna aðeins mun á afli og eyðslan fór úr 6,4 í 6,7 á hundraðið að meðaltali. Bíllinn var keyrður nálægt 200þús þegar hann fór frá mér. Ef steinolían væri hættuleg common rail vélum þá hefði þessi átt að gefa upp öndina.
04.02.2009 at 13:45 #639860Hverju blanda eldsneytisbirgjar í díselolíuna í dag til að frostverja hana? Það var alltaf steinolía hérna "back in the days…"
.
Hverskonar díselvélar eru það sem eru ekki með common rail og ekki með olíuverki?
.
Eftir því sem ég best veit, þá fer þetta ekki vel með gamaldagsolíuverk, og styttir líftíma þeirra, að hafa sagst keyrt um á steinolíu í 5mánuði án þess að nokkuð hafi komið uppá er eins og að kalla toyotur ódrepandi afþví að þær entust fínt fyrstu 20.000km í akstri… Þetta styttir líftímann yfir lengri tíma litið, hef engar áhyggjur af öðru, en það fer líka svolítið eftir því hve sparsamur maður er á tvígengisolíuna. Flest öll mótorolía brennur ágætlega, þannig að það er kannske ekki vandamál heldur.
.
Með common rail kerfin, það sem ég held að sé vandamál, eru einhverjir fjárans skynjarar. Sem ég reyndar átta mig ekki alveg á afhverju ættu að ruglast við þetta en ég leyfi þeim að njóta vafans.
Hitt er svo annað að ég held að spíssarnir/dísurnar í common rail slitni bara margfalt hraðar ef þeir/þær tapa smurningu, þannig að í sjálfu sér er það ekki endilega víst að CR kerfi þoli þetta verr…
.
kkv, Úlfr
04.02.2009 at 13:52 #639862Hvað með að blanda matarolíu ("biodiesel") saman við steinolíuna, það ætti að smyrja vel. Er lítrinn af matarolíu ekki í kringum 100 kall í flestum stórmörkuðum?
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
