Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Steinolía
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Már Sigþórsson 16 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
18.03.2008 at 20:47 #202133
Hvernig er það eruð þið eitthvað að keyra á steinolíu?
Hvernig virkar það?
hvað eru menn að blanda þetta mikið?
virkar þetta á allar díselvélar?
hvað kostar líterinn?
er eitthvað olíugjald af þessu?
kv mannij -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.03.2008 at 23:50 #618052
bara bendi á það að með því að ræða þessi mál hérna eins opinskátt og menn gera að þá eru menn hreinlega að biðja um að löggæslan sitji fyrir þeim á bensínstöðvum þar sem seld er steinolía þannig að það væri kannski bara best að hætta að ræða þetta á opnum þræði. haldið þið í alvöru að það lesi þetta spjall engir aðrir en jeppanördar eins og við…
19.03.2008 at 23:54 #618054Hvurslags paranoia er þetta …… ertu með eitthvað slæmt á samviskunni Muffin ?
20.03.2008 at 00:19 #618056Þetta með steinolíuna er ekki nýtt, og yfirvöld vita alveg að steinolíusala hefur margfaldast undanfarna mánuði. Það besta er, að það er ekki neitt ólöglegt við að keyra á steinolíu, frekar en gamalli djúpsteikingarfeiti. Á meðan þetta er löglegt er um að gera að nýta þetta, fyrir þá sem þora að keyra á steinolíu vélarlega séð, því á endanum verður lokað fyrir þetta.
Góðar stundir
ps: Tek undir að betra væri að ræða þetta á lokuðum þræði.
20.03.2008 at 00:30 #618058Já og lalli, muffin, sævar, Þorbjörn og hlynur og allir hinir sem hafa tjáð sig hér eru asnar…. (er þetta nóg til að loka þræðinum?)
20.03.2008 at 00:41 #618060Einsog Hlynur segir hér í svari sínu þá er ekkert ólöglegt við að keyra á steinolíu….. þá ætti nú ekkert að þurfa læsa þessum þræði ? viljum við að það sé verið að fela einhverjar vangaveltur eða hugmyndir um hvernig sé hægt að brjóta lög ?
Kv Þorbjörn R-3466
ps. þið sem eruð að farast úr stressi þá lesa líka löggæslu menn innanfélagsmálin….
16.10.2008 at 14:02 #618062Einhverjar reynslu sögur eftir sumarið???
Hafa menn verið að prufa þetta eitthvað af ráði?
16.10.2008 at 15:06 #618064Blessaður Hagalín….
ég er búinn að vera á steinolíu í góðan tíma,
blanda líter af tvígengis við 100 lítra af steinolíu og minn bíll er nokkuð fínn… pínu máttlausari en annars hresss…
svo set ég alltaf smá dísel á hann öðru hvoru.ég veit að margir margir trukkarar setja þetta á trukkana og svo hef ég séð að rútu kallarnir eru komnir í þetta líka…
kv Binni
16.10.2008 at 15:09 #618066….. ég er búin að vera að keyra á steininum meira og minna í allt sumar, hef blandað 1% tvígengisolíu út í og það hefur ekki verið neitt vesen með þetta hjá mér, lítið eitt kraftminni en samt ekkert til að tala um, er á "98 árg af musso.
Kveðja
Addikr
R-1435
16.10.2008 at 15:27 #618068Hafa einhverjir verið að nota þetta á patrol 2.8???
16.10.2008 at 15:33 #618070Hafa einhverjir verið að nota þetta á patrol 2.8???
16.10.2008 at 19:35 #618072já ég á patrol 2.8 93 árgerð og hann er fínn á steinoliunni hef blandað þetta 1.L á móti 100 L og allt gengið vel
kv snorri u300
16.10.2008 at 20:23 #618074Hefuru notað einhverja ákveðna tvígengisolíu á þetta??
Þú setur bara steinolíu og tvígengisolíu á bílinn, blandar ekkert saman við venjulegann dísel???
16.10.2008 at 20:41 #618076Tvígengisolía er dýr
Verum umhverfisvæn og notum matarolíu, hún gerir svipað gagn og tvígengisglundrið, líterinn kostaði innan við 200 kr í bónus, en það var reyndar í þá gömlu góðu daga áður en við eignuðumst bankana.
16.10.2008 at 22:05 #618078Ég er búinn að keyra minn á "dry" steinolíu og blanda með tvígengis olíu sem ég átti fyrir vélsleðann. Hef bara skelt einum brúsa í tankinn og ekki orð um það meir. Gengur flott og fýnt. EN þetta er nýlega orðið ólöglegt, einsog að keyra á litðari olíu. Það var tekið á þessu núna snemma í haust ef ég man rétt, og lögin eru nokkuð skýr um þetta.
16.10.2008 at 22:45 #618080Veistu hvernig þeir áttu að hafa tekið á þessu???
Og breytt lögunum eða reglugerðunum???
16.10.2008 at 23:53 #618082.
17.10.2008 at 14:01 #618084Svona af því að menn eru komnir í þær pælingar þá lenti ég á athyglisverðu spjalli við mann frá Vegagerðinni fyrir nokkrum dögum.
Sá sagði mér að innan Vegagerðarinnar séu menn að halda að um 40% jeppamanna séu á litaðri olíu. Mér fannst sárt að heyra þessar tölur og mótmælti honum hástöfum.
Það væri hins vegar spennandi að gera könnun meðal félagsmanna um hvort þetta er ekki örugglega rangt.
kv.
Barbara Ósk
17.10.2008 at 14:40 #618086Er þá ekki málið að skella upp smá könnun á forsíðuna og komast að þessu???
17.10.2008 at 16:24 #618088Ég vinn á bensínstöð og menn eru ekki að taka litaða olíu okkur er upp á lagt að stoppa það ef men eru að misnota hanna, nema þeir sem meiga það. Það eru myndavélar sem
taka allt upp svo það er auðvelt að stoppa svona þegar það á við .Kv,,, MHN
17.10.2008 at 16:33 #618090Ég er búinn að keyra BMW 320d yfir 10.000km á steinolíu. Blandaði fyrst QMI útí, en skipti svo yfir í hálfsynthetíska tvígengisolíu (hún er rauðleit, hin er græn). Eyðsla jókst um 0,3l/100km kraftur er hugsanlega eitthvað minni en það munar ekki það miklu að það finnist í venjulegum akstri.
Það borgar sig engan veginn að nota litaða olíu það er svo hrikalega dýrt ef maður er nappaður.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.