This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 16 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Eftir baðið um síðustu helgi er bíllinn minn eitthvað móðgaður út í mig og neitar að starta.
Eftir sólarhring undir hitablásara þá skipti ég um allar olíur, þurkaði forhitaratölvuna og einhvern OK-monitor (staðsett fyrir framan framhurðirnar), og lét taka upp startarann. Vatnið náði ekki upp í mælaborðið á bílnum.
Núna kveikir hann bara hleðsluljósið þegar svissað er á og ekkert gerist ef reynt að starta (nema forhitunarsystemið virðist virka eðlilega).
Get startað honum með því að tengja framhjá (skjóta straum af rafgeymi beint á startpunginn), og þá virkar hann bara fínt, hleður og allt.
Start relayið virðist einnig virka eðlilega (klikkar í því ef maður gefur því straum).
Einhverjar vísbendingar væru vel þegnar.
You must be logged in to reply to this topic.