FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Start vesen

by Rúnar Sigurjónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Start vesen

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Rúnar Sigurjónsson Rúnar Sigurjónsson 17 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.03.2008 at 13:00 #202044
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant

    Eftir baðið um síðustu helgi er bíllinn minn eitthvað móðgaður út í mig og neitar að starta.
    Eftir sólarhring undir hitablásara þá skipti ég um allar olíur, þurkaði forhitaratölvuna og einhvern OK-monitor (staðsett fyrir framan framhurðirnar), og lét taka upp startarann. Vatnið náði ekki upp í mælaborðið á bílnum.
    Núna kveikir hann bara hleðsluljósið þegar svissað er á og ekkert gerist ef reynt að starta (nema forhitunarsystemið virðist virka eðlilega).
    Get startað honum með því að tengja framhjá (skjóta straum af rafgeymi beint á startpunginn), og þá virkar hann bara fínt, hleður og allt.
    Start relayið virðist einnig virka eðlilega (klikkar í því ef maður gefur því straum).
    Einhverjar vísbendingar væru vel þegnar.

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 07.03.2008 at 13:10 #616848
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Skellti inn mynd af pollinum:
    [img:26kfb3m0]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4795/49263.jpg[/img:26kfb3m0]

    Þarna má sjá hvar pitturinn var, og er ennþá. Fyrir þá sem eru á leið inn í Laugar þá mæli ég með að menn keyri svona ca eins og rauðu línurnar liggja. Þar var fínt að keyra um síðustu helgi (fylgja gönguleiðinni svokölluðu). Þessi pittur myndast alltaf þarna í leysingum og það á maður víst að vita.. :)

    Hvergi vottaði af bleytu annarsstaðar á svæðinu og jafn mikin snjó hefur maður ekki séð í Laugum á þessari öld.





    07.03.2008 at 13:41 #616850
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Mér sýnist þetta vera mælivinna. Þú segir að það klikki í Start relay þegar þú svissar á. Það þýðir ekki endilega það hleypi spennu áfram. Mæla það. En svissinn ætti þá allavega að vera í lagi. Kostar þetta relay nokkuð mikið, kannski skipta bara um það. Kemur spenna að því. Mæla það. Síðan ath hvort spennan skili sér áfram að startpung á startara osfrv. Best að fá einhvern "vírus" í þetta ef þú þekkir einhvern svoleiðis. Helv hart að lenda í svona. Takk fyrir upplýsingarnar um hvar þetta gerðist. Þar verður sett in hauskúpumerki.





    07.03.2008 at 13:59 #616852
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sæll Rúnar.
    Ertu eitthvað hissa á því að bíllinn sé fúll útí þig? Þú sem skildir hann eftir í köldu baði heila nótt.

    En að startinu. Ég tek undir það sem Ágúst segir. það bendir allt á start relayið sjálft. Þau hafa nú átt það til að klikka af minna tilefni. Man ég það ekki rétt að hægt sé að taka það í sundur? Þá sérðu snerturnar í því. Annars er trúlega auðveldast að fá annað til að prófa. Dugi það ekki, er það bara útilokonar aðferðin. Reka sig til baka frá startaranum og þar til þú finnur hvar sambandið rofnar.

    Kv.
    Emil





    07.03.2008 at 14:11 #616854
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Ég var þarna á ferð fyrir nokkrum árum og þá var Toyota eins og þín föst á nákvæmlega sama stað. Hún var á bólakafi, ef ég man rétt þá tók það fullt af köllum alla nóttina að ná henni upp með keðjusögum og tilheyrandi.





    07.03.2008 at 18:14 #616856
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég er hættur að nota venjulega prufulampa þegar ég er að rekja rafmagnsbilanir. Það borgar sig að nota framljósaperu fyrir prufulampa, og ef það kemur ljós á hana er straumurinn OK. Maður er alltaf að fá týrur á prufulampa sem geta verið falskar og ruglað mann.

    Við vorum ekki nema rétt tvo tíma að ná bílnum upp þegar við byrjuðum. Þurrbúningar og bensínsagir eru möst í svona verkefni. Þegar dekkin eru komin niður fyrir ísskörina þíðir ekki neitt annað en saga þá lausa, aðrar aðferðir hafa oft eyðilegat eða stórskemt bíla.

    Góðar stundir





    08.03.2008 at 05:25 #616858
    Profile photo of Atli Þorsteinsson
    Atli Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 260

    það borgar sig ekkert að vera að veseinast með einhverjar perur í rafmagnsbilunum (nema kannski í neyð uppi á fjalli) ég meina, það er hægt að fá þessa fínu AVO-mæla í hvaða búð þar á meðal í europris og kosta lítið sem ekkert (í kringum 1000 kr) mæli miklu frekar með þeim frekar en að vera asnast eitthvað í blindu með ljósaperu !
    kv. Atli
    p.s. gangi þér vel með þessa bilun rúnar og láttu ljós þitt endirlega skína hérna þegar þú hefur fundið út úr þessu, gæti sparað mörgum félagsmönnum mikla fyrirhöfn. (ef þeir lenda í þessu)





    08.03.2008 at 08:40 #616860
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Já en málið með AVO mæla er að þú þarft að kunna á þá og rafmagnsvesen og mælingar er ekki fyrir hvern sem er, mæli eindregið með því að hringja í einhvern rafvirkjafélaga sinn og fá hann í málið, getur sparað mikla vinnu.





    08.03.2008 at 09:46 #616862
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Er nú alltaf með rafmagnsmæli með mér. Var eitthvað að reyna nota hann núna í vikunni, en eitthvað hvar hann orðinn hvumpinn. Sýndi 15.4.3.2 volt á rafgeyminum…. Sennilega ekki jafn vatnsheldur og síminn minn. :)





    10.03.2008 at 11:34 #616864
    Profile photo of Magnús Dan Bárðarson
    Magnús Dan Bárðarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 62

    Lenti í jaðri Vosbúða í janúar í fyrra sjá hér : http://www.123.is/album/display.aspx?fn … aid=496326





    10.03.2008 at 17:58 #616866
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    það er ekkert óeðlilegt að mælar sýni 14.8 og yfir við geymi þegar bíllinn er í gangi.

    Kv. Kalli





    10.03.2008 at 20:15 #616868
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Að nota framljósaperu sem prufulampa eins og Hlynur talar um getur verið varasamt, ef peran er 55-60 Wött tekur hún um 5A. Ekki er víst að allt þoli svo mikið álag, útgangar af stýringum eins og t.d. forhitunarstýringunni gætu farið og eflaust er fleira sem þolir þetta ekki. Rúnar ef þetta er enn basl hjá þér gæti ég kannski kíkt á þetta með þér, ég hef ekkert sérstakt vit Toyotu rafmagni en ef þú átt teikningar af þessu gætum við kannski klórað okkur fram úr þessu.

    Kristjón





    14.03.2008 at 09:03 #616870
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þá er bíllinn kominn í gang. Reynist vera hönnunargalli í dagljósabúnaðinum á þessum bílum, hann tæmir sig ekki sjálfkrafa ef hann fyllist af vatni :)
    Skipti um hann og einnig 60 ampera aðalöryggi í húddinu og allt virkar bara fínt núna. Boraði einnig göt á nýja dagljósabúnaðinn svo svona gerist ekki aftur :)

    Þá er bara eftir að yfirfara legurnar, læsingarmótorinn og skrúfa innréttinguna í aftur.

    ps. Á einhver sæmilegt teppi í svona double cab?

    kv
    Rúnar.





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.