This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 13 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Tekið af mbl.is
Innlent | mbl | 16.4.2011 | 16:11Stálu stórum jeppa úr bílskúr
Þetta er bíllinn sem stolið var í nótt.
Þjófar brutust inn í bílskúr í Garðabæ í nótt og stálu þaðan stórum fjallajeppa, dekkjum, mótorhjólagöllum, verkfærum og fleiru. Þjófarnir brutu upp hurð á skúrnum.
Brynjar Ævar Guðlaugsson, eigandi bílsins, segir að um sé að ræða tjón upp á milljónir króna. Hann segist hafa fengið þau svör frá lögreglu, sem tók skýrslu í morgun, að málið verði skoðað betur eftir. Brynjar segir að nánast ekkert bensín hefði verið á bílnum og því hefðu þjófarnir þurft að fara fljótlega á bensínstöð til að taka bensín. Hann segir að lögreglan hafi sagt að ekki væri hægt að skoða upptökur úr myndavélum í dag, en það sé slæmt því mikilvægt sé að stöðva þjófana strax. Brynjar segir að þetta viti þeir sem stundi þjófnað og því sé algengt að þjófar láti til skarar skríða á föstudögum og laugardögum.
Bíllinn er af gerðinni Toyota Tacoma 38′ (hvítur)’. Þetta er eini bíllinn af þessari gerð á landinu. Númer hans er KJ-520.
You must be logged in to reply to this topic.