Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stafrænn loftþrýstimælir
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2009 at 12:56 #203640
Ég hef verið að leita að mæli sem getur mælt nokkuð nákvæmlega loftþrýsting á bilinu 0 – 15 psi. Ég er að leita að stafrænum mæli sem gefur einhver millivolt eða ákveðið viðnám við ákveðin þrýsting. Hefur einhver fundið svona eða er þetta til einhverstaðar hér heima? Þetta er að sjálfsögðu ætlað í úrhleypingabúnað!
Kveðja:
Erlingur Harðar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.01.2009 at 15:47 #638886
Sæll.
talaðu við þá í SAMRÁS útá nesi, þeir hljóta að eiga svona handa þér. (smá villa í titli)
ég keypti digital ambient (leiðréttir eftir hæð) mæli hjá þeim sem mæir 0.1 – 100 psi og er með 0.1 psi nákvæmni í full scale.. get mælt allt kerfið mitt með einum mæli. mér þótti það mikið hagræði. hann var að vísu nokkuð dýr.
[url=http://ja.is/us?q=samr%C3%A1s:3beqnkg3][b:3beqnkg3]Samrás Verkfræðistofa[/b:3beqnkg3][/url:3beqnkg3]
25.01.2009 at 18:47 #638888Sæll, ég keypti af þeim þennan búnað 2001 og setti í Landcruiser, var með úrhleypibúnað. virkar þrælvel, gat td stillt á 18 pund og þá dældi búnaðurinn bara 18 í öll dekkinn.eða bara stillt á 5 pund og þá fóru öll í 5.. var svo með rofa til að skipta á milli dekkja til að lesa þrýstinginn æi hverju fyrir sig. tók nú reyndar meira en eina kvöldstund að koma þessu heim og saman:)
25.01.2009 at 19:32 #638890Ég gekk frá mælum frá guðlaugi í samrás fyrir úrhleypibúnað í landcruiser hjá félaga mínum. Settum 4 mæla, 1 fyrir hvert dekk og svo einn skífumæli fyrir kútinn, nákvæmnin er uppá +/- 0,1 psi.
Man ekki málin á þeim en á meðfyljandi mynd er skífumælirinn í 50 mm gati.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 3711/47355
Kveðja Dúddi
25.01.2009 at 21:31 #638892Takk fyrir þetta. Ég þarf að skoða hvað er til hjá þessum gæjum. Hvað með display, eru þið með þannig aflestur inni í bíl?
Kveðja:
Erlingur Harðar
25.01.2009 at 22:53 #638894Sæll
Ég myndi skoða síðuna hjá Dakota Digital.
þar eru til bæði skynjarar og mælar.
Ég keypti þar sjálfur skynjara,en mixaði svo mæli frá Íhlutum við þá.En þú getur fengið allan pakkan
hjá Dakota.. (margt sniðugt þarna)kv,Tommi
[url=http://www.dakotadigital.com/index.cfm/page/ptype=results/Category_ID=71/home_id=59/mode=cat/cat71.htm:gvbli0s0][b:gvbli0s0]linkur[/b:gvbli0s0][/url:gvbli0s0]
26.01.2009 at 00:29 #638896garmarnir í Kaupfélaginu getum alveg mælt með Dakoda Digital, við höfum tekið heilan haug á dóti frá þeim og þetta eru topp vörur frá þeim og mælarnir EGT og búst eru snild. Þekki ekki af eigin reinslu hvernig loft mælarnir frá þeim eru en það er allavega hækt að fá einn mælir (skjá) frá þeim, alger óþarfi að vera með 4 "skjái".
Kv.
Stjórinn
26.01.2009 at 14:26 #638898Sæll Benni frændi… Er ekki ráð hjá þér að flytja inn svona pakka, loftmæli sem hægt er að setja við hvert hjól (einhverstaðar undir húddinu). Síðan vantar skjá sem getur sýnt loftþrýsting á öllum mælunum og rofa til að stjórna þrýstingnum. Það er ómögulegt að vera að færa allar loftslöngur, mæla og loka inn í bíl.
Hvað kostar svona?Kveðja:
Erlingur Harðar
26.01.2009 at 14:55 #638900við tókum inn síðast mæla frá þeim fengum við 25% afslátt ef ég man rétt frá þeim verðum sem eru á netinu en til þess að geta verslað þetta eins og "dealer" þá þarf að taka lámark 10 stk af hverju þannig að ég held að það sé ekki í kortunum að taka inn mæla að svo stöddu enda ekki mikil efturspurn af þeim.
26.01.2009 at 15:38 #638902ég hafði samband við samrás, og fékk verð á nema og skjá = 25000.
26.01.2009 at 16:06 #638904Sæll Bazzi, takk fyrir þetta! 25þús, það er nú alveg viðunandi! Ég ætla að skoða þetta hjá þeim!
Benni, ég skil vel að það sé ekki sniðugt að flytja þetta frekar en annað inn um þessar mundir. Hver ætti svo sem að gefa þér "leyfi" þegar Dabbi verður látinn fjúka (út í buskann).Kveðja:
Erlingur Harðar
26.01.2009 at 16:30 #638906Góðan dag,
Hjá Bílabúð Benna fást þráðlausir nemar sem fara í dekkin. Þeir sýna loftþrýsting og hitastig og kosta að mig minnir c.a. 15.000kr.
Gallinn er sá að það þarf stundum að bíða lengi eftir því að þrýstingurinn dettur inn á mælinn og það þarf að fjarlægja "flautu" innan úr mælinum.
Ég er með þetta í bílnum mínum og virkar fínt fyrir utan þessa smá galla.
kv, Bjarni.
26.01.2009 at 17:16 #638908sko það er 25 kall á hjól. ég hringdi bara til að fá svona tilfinningu fyrir þessu, sá sem ég talaði við vildi ekki meina að hægt væri að hafa 4 nema og eitt display. en ef menn kaupa 4 stk þá gefa þeir einhvern afslátt og yrði þetta þá s.a 18 þús á dekk… s.s. 72000. en það er best að einhver annar en ég hafi samband við þá, vegna þess að ég
að ég hef verið að spá í að smíða svona frá grunni. hann sagðist líka vera að setja saman program þar sem hægt væri að setja inn ósk þrýsting og talvan (pc) myndi sjá um stýringuna.[img:2vebnqnk]http://uk.farnell.com/productimages/farnell/standard/GE8482A-30.jpg[/img:2vebnqnk]
þessi nemi kostar um 13 pund. og er þessi 25 kall kanski enginn stór peningur þegar maður er búinn að vera sveittur með lóðboltann og virkar svo kanski bara illa og svo framvegis…
en mig minnir líka að ég hafi séð eithvað hjá k2.
26.01.2009 at 21:49 #638910Sæll
sértu til í að eyða þessum pening (100.000 eða meira) skalltu tala við höfðingjana í Controlant.
þeir eru með helvíti öflugt system, það flottasta sem ég hef séð hingað til. verst að ég á ekki svona mikinn pening
[url=http://www.controlant.com/vorur_jeppakerfi.html:1cc2in2j][b:1cc2in2j]Controllant jeppakerfið[/b:1cc2in2j][/url:1cc2in2j]
26.01.2009 at 23:26 #638912Já þetta virðist vera flott kerfi. En 100þús… allt of dýrt, jafnvel þó að ég ætti fyrir þessu!
Kveðja:
Erlingur Harðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.