Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stærri legur í Hilux/4Runner
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 13 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.04.2011 at 14:22 #218747
Hæ.
Hefur einhver reynslu af því að skipta út ytri-legunni í Hilux/4Runner og setja í staðinn standart 45/75×20 legu í staðin?
45/75×20 Lega frá SKF á að bera um 5800kg. enn mér sýnist svona fljótt á litið að m.v. 600kg. álag á hvert hjól, þá sé álagið á ytri-legu um 1000kg.Það er spruning hvað org.legan er gefið upp fyrir mikin burð?
Veita að hún er 45,24/73,42x??kv. Atli E.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.04.2011 at 20:20 #728903
uhhh, til hvers?
26.04.2011 at 21:51 #728905[b:1m3o7min]"Það er spruning hvað org.legan er gefið upp fyrir mikin burð?
Veita að hún er 45,24/73,42x??"[/b:1m3o7min]Hvaðan hefur þú þessi mál af original legunni, er ekki númer á henni ? Ef þú finnur númerið get ég kannski hjálpað…
Ef ég man rétt er ekki mikið pláss til að setja hvorki breiðari legu né legu með stærra þvermáli í Toyota nöfin.Kv. Steinmar
27.04.2011 at 00:30 #728907Uhhh Rúnar, afhverju sverar maður upp? Lúkkið?
Steinmar:
Legurnar að framan eru í tommum, svo skrítið sem það er.
SKF legurnar eru:
Númer: LM 102949/910/Q
d: 45,242mm
D: 73,431mm
T: 19,558mm
F: 53,9kNÞað er mögulegt að fara með hana í T=25mm og D=80mm
Lega sem heitir LM 603049/011/Q mundi passa mjög vel, enn hún hefur bara sama burð og orginal, þannig að það er lítill ávinningur af því.
Kv. Atli E.
27.04.2011 at 06:11 #728909Ég á satt best að segja svolítið erfitt með að kyngja þessu með tommumálið, í Toyota, en hvað veit ég ? Legan með þetta númer: LM 102949/910/Q, er í tommum því verður ekki neitað.
Hér eru upplýsingar um leguna, hún er burðarminni en 32009 legan: http://www.skf.com/skf/productcatalogue … 1320000066
Ef þú vilt fara í T= 25 og D= 80 er bara einn möguleiki; 33109/Q. Sú lega er með nálega tvöfalt burðarþol (dynamic).
Málin eru: 45/80/26
Þá stendur eftir sú spurning hvernig þú færð þessa legu til að passa á legustútinn, hann þyrfti að renna/slípa í rétt mál og á IFS bíll er þetta ansi dýr uppsetning á öllu liðhúsinu, en kannski betra að rennismiðir svari því.Svo kemur að nafinu; ef þú rennir út legusætið ertu þá ekki farinn að nálgast boltagötin fyrir driflokurnar ? Þó svo að það sé "bara" 5mm aukning á ytra þvermáli finnst sneitt glannalega nærri boltagötunum. Breiddin, eða aukningin á breidd, getur líka skapað plássvandræði; er ekki hætta á að lásrærnar fari að rekast í lokið/driflokuna ? Þetta er jú breiddaraukning upp á 6mm og allt út á við, ekki nema að sökkva legunni aðeins í nafið, en þá lendir maður í meiri vinnu með legustútinn….
Ef vandamálið er að legurnar eru að hrynja í tíma og ótíma, myndi ég kannski skoða aðeins viðhald/uppherslu/smurningu og svo framvegis á legunum. Ef nafið er ekki þétt; raki kemst inn í nafið minnkar lítími leganna mjög hratt. Það er nauðsynlegt að smyrja nýjar legur almennilega fyrir ísetningu; pressa feitinni inn í leguna, það þarf að gæta þess að pakkdósin fyrir innan innri leguna sé í lagi og nauðsynlegt er að smyrja vörina á dósinni fyrir ísetningu, til að koma í veg fyrir að dósin snúist þurr um sætið.
Herslan á legunum er mikið atriði að sé rétt; of laus, þá er slag í legusettinu og innri hluti legunnar (kónninn) slæst til í ytri hlutanum (slífinni) og náttúrulega skemmir hratt út frá sér.
Ef legan er hert of fast, er hitamyndun og stífleiki leganna sem gerir að verkum að feitin lekur af og legan steikist. En svo er spurningin; hvað er passleg hersla ? Því get ég ekki svarað, því það er eitthvað sem maður hefur tilfinningu fyrir, en er tiltölulega auðvelt að átta sig á með verklegri leiðsögn.Vonandi hjálpar þetta eitthvað, ekki hika við að spyrja ef það er eitthvað fleira sem ég gæti kannski hjálpað með.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 08:57 #728911Sæll aftur.
Ég er rennismiðurinn, þannig að það er auðvelt að hafa samband við hann.
Ég er reyndar með IFS-nafstút sem er búið að renna niður til annara nota.
Ytra-legusætið nær nánast inn að því innra, því er það ekki vandamál.
Það er mjög takmarkað sem hægt er að færa leguna utar, nema með einhverjum sértækum æfingum, kannski 1-2mm.
Það er hinsvega hægt að sökkva legunni inn um 4-5mm með góðu.það hefði verið mjög gott að finna legu sem er með sama innan mál (d-mál) og orginal, þannig að það sé nóg að breyta bara nafinu sjálfu.
Varðandi utanmálið á legunni, þá er hægt að fara í 81,5, án þess að fara í boltana í nafinu sem halda lokunni. Geri mér vissulega grein fyrir því að það er veiking, enn það er kannski verið að taka af þar sem nægur styrkur er fyrir. Amk. hef ég aldrei rifið út bolta eða skekkt liðhús að utanverðu. (bara að innanverðu)
Kv. Atli E.
27.04.2011 at 09:28 #728913Smá skýringarmynd:
[img:qslkbcnk]http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/230052_104249759663747_100002361694665_39056_5379775_n.jpg[/img:qslkbcnk]
[img:qslkbcnk]http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/222428_104251899663533_100002361694665_39073_7920267_n.jpg[/img:qslkbcnk]
Sorry, kann ekki að snúa myndinni 😉
Kv.
27.04.2011 at 10:17 #728915[b:ka0a6mg9]"Ég er rennismiðurinn, þannig að það er auðvelt að hafa samband við hann."[/b:ka0a6mg9]
Það er gott að vita það, þá þarf ég ekki að fara í grafgötur með tæknilega bakgrunninn, ég sé það líka á teikningunum og útreikningunum.
En, svo við snúum okkur að viðfangsefninu; við að minnka bilið á milli leganna, þó svo að maður breikki aðra þeirra, þá minnkar maður vogaraflið á ytri leguna nánast ekki neitt. Til að minnka álagið þarf maður að auka bilið á milli leganna. Maður getur reiknað sig fram til að maður græði á inn-færslunni og breiðari legu, en mér finnst það ansi mikil vinna fyrir nánast ekki neitt. En svo þar fyrir utan er alltaf gaman að gera prufanir í raunveruleikanum, ekki bara í Excel-skjali.
Er einhver leið til auka bilið ? Er hægt að læsa legurónni á einhvern annann hátt en með annarri ró ? Kannski væri nóg ef væri hægt að færa original leguna utar, en hvernig ?
Ef það væri möguleiki að fara í legu 25580, en hún er með minna innanmál; 44,450 og utanmál; 82,931, breiddin er svo aftur á móti 23,812 og C-load er 80,9 kN, sem er umtalsvert meira en á LM 102949; 53,9 kN. Þá lendir maður í að ytra þvermál er farið að fara í boltagötin fyrir flansinn. Kannski væri hægt að festa flansinn/lokuna öðruvísi ? Á sínum tíma þegar ég sleit þessa pinbolta (í sérsmíðaðri afturhásingu) eins og lakkrís var ég búinn að hugsa margar lausnir en það náði aldrei svo langt að ég gerði neitt í því.Þetta er svona það sem ég kem auga á í augnablikinu, en hvort það er nothæft veit ég ekki.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 13:54 #728917Það er hægt að halda ytri legunni nánast á sama álagspunkt (miði lega á sama stað og miðlega á þeirri gömlu).
Því er málið að skoða hvað er í boði sem getur mögulega verið burðar meira – og þar af leiðandi viðhaldsminna.
Það mundir muna helling að fara úr 56kN í 80kN, eða 5,9t í 8,2t
Innri-legan er eins og áður kom fram, með margfaldan burð m.v. að ekið sé á 16" felgum. Því þarf ekki að hafa áhyggjur af henni.Þó svo að reikningar sýna að það sé ekki "nema" 1226kg, þá þarf ekki annað enn að beygja, þá er álagði komið upp í nærri 3t, því vogarpunkturinn færist yst á felguna.
Svo þegar það er keyrt niður Kambana á 90, þá stendur bíllinn nánast allur í 1 hjól, og þá er komið langt yfir leyfilegt load.
27.04.2011 at 15:16 #728919Það munar vissulega miklu á 56kN og 80kN. Mér vitanlega hefur aldrei verið vandamál með innri leguna, hvorki á Toyota eða öðrum gerðum.
Ef við förum að reikna álag á öðrum ásum (x,y,z) en lóðréttum erum við komnir ansi langt útí (inn í) verkfræðilegan útreikning á burðarþoli. Þó svo að ég sé vel kunnugur burðarþolsútreikningum, væri það ofar minni getu að reikna á því plani, þó svo að ég skilji fræðin.Ef við skoðum aðeins álagið við beina keyrslu, þá er það að mestu bara að bera þungan sem hvílir lóðrétt ofan á hjólinu. Reyndar er málið aðeins flóknara, en við miðum bara við einfaldan útreikning.
Um leið og stefna hjólsins breytist erum við farnir að bæta við hluta af heildarþunga bílsins, skriðþunga bílsins og einfalt er að bæta fleiri þáttum við eins og til dæmis hröðun, en þetta er fljótt að verða flókið. Um leið og aðrir kraftar fara að virka á leguna breytast einnig stefur kraftanna og þar af leiðandi getur stærð kraftanna sveiflast ansi mikið við Kamba-beygjurnar.
Við framleiðslu/sölu á legum fáum við uppgefin ákveðin hámörk á burðargetu, en við vitum hinsvegar að efri mörkin liggja ofar vegna þess að framleiðandinn notast við einhver öryggismörk, en við verðum að miða okkar útreikninga við að vera neðan við þau mörk og helst ekki yfir C og Co mörkunum.Ef vel ætti að vera þyrfti að vera hægt að mæla þá krafta sem virka á nafið/legurnar við hinar ýmsu aðstæður. Með þær niðurstöður í farteskinu er maður með þann grunn sem þarf til að geta sagt til um hvaða styrk legurnar þurfa að hafa svo þær haldi. Mér segir svo hugur að þær tölur fengju mann til að hugsa sig tvisvar um áður en maður færi að troða breiðari felgum undir bílinn. Ástæðan fyrir því að þessi búnaður "þolir" stór dekk og breiðar felgur, er sá að öryggismörkin liggja hærra en álagið sem legurnar verða fyrir, svona næstum því alltaf.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 15:17 #728921"Leyfilegt load" er væntanlega skilgreint sem max-constant load. Beygja í kömbunum telst vart til þess.
Annars skil ég ekki hvaða viðhald þú ætlar að minnka. Allavega myndi svona breyting ekki minnka neitt viðhald hjá mér, þar sem ekki er hægt að minnka eitthvað sem ekkert er.
Það sem drepur þessar legur er þegar vatn kemmst inn í þær (nú eða sjór eftir að bíllinn fær á sig brotsjóRúnar.
En þetta eru verulega skemmtilegar pælingar
27.04.2011 at 15:39 #728923hehe….
Þetta bilaði heldur aldrei hjá mér þegar ég notaði ekki bílinn.Ég er ekki að tala um að þetta sé alltaf í rusli, heldur er ég að tala um að ef hægt hefði verið með góðu að stækka legurnar upp, þá hefði þetta orðið nánast viðhalds-frítt, tala nú ekki um ef maður getur græjað á þetta smurkopp.
Hef reyndar aðeins rekið mig á það að það er ekki sama leyfða álag á legum eftir framleiðendum?!?
Þannig að ef ég ætla að kaupa legur annarstaðar enn hjá SKF, þá er ekki sjálfgefið að þær séu jafns sterkar annarsstaðar, samt "sömu" legur.Kv. Atli E.
27.04.2011 at 15:39 #728925Það er nauðsynlegt að "nördast" svolítið, og bara gaman að ræða hluti sem eru ekki alltaf uppi á borðum. Ég persónulega hef ekki mikla trú á því að hægt sé að minnka viðahaldið að neinu marki, en svona pælingar eru nausynlegar til að gera sér betur grein fyrir því hvaða álag við erum að leggja á þessa hluti og hvernig sé (kannski) hægt að bregðast við með fyrirbyggjandi viðhaldi eða breytingum.
Minn síðasti breytti jeppi var Trooper og hann var þeim ósköpum búinn að vera framleiddur með alónýtar afturhjólalegur, þeas. þær þoldu illa 38" dekk og harða notkun. Það vandamál var leyst með annarri gerð af legum, breytingu á pakkdósum og betri smurningu á legunum. Eftir þessar breytingar var aldrei vesen með afturhjólalegur.
Original var bíllinn með einfaldar kúlulegur en þeim var skipt út fyrir tvöfaldar keflalegur, sem reyndar voru 3mm mjórri en kúlulegurnar, það var leyst með millihring fyrir innan leguna. Hluti af vörinni á pakkdósinni var klipptur burtu svo gírolían af drifinu ætti greiðan aðgang út fyrir pakkdósina til að smyrja leguna. Neðsti hluti pakkdósarinnar var látinn vera svo olían héldist á sínum stað og gerði sitt gagn við að smyrja leguna.
Mig minnir að ég hafi komið niður á þessa lausn með samtali við afgreiðslumann í Fálkanum, en hann hafði selt einhverjum svona keflalegur i Toyotu.
Það er við þessar aðstæður, vandræði og bilanir, sem lausnirnar verða til. Menn leggajst undir feld eða spyrja mann og annan og allt í einu er fædd ný hugmynd til lausnar á vanadmálinu. Ef vandamálið er aldrei borið upp, verður það aldrei leyst.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 16:04 #728927Hvað kallar þú viðhaldsfrítt Atli eiginlega?
Held að ég sé á öðru eða þriðja legusettinu að framan, eftir ca 300.000 km á 12"-17" breiðum felgum. Það kalla ég ekki neitt til að nenna að spá í
Er á þriðja settinu að aftan, sem mér finnst eiginlega mun furðulegra…BTW, Freysi og co reiknuðu einhverntíman út líftíman á framhjólalegubúnaði í þessum bílum, miðað við 14" breiðar felgur, og uppgefna endingu frá einhverjum framleiðandanum. Minnir að hann hafi sagt að niðurstaðan hafi verið einhversstaðar í kringum 500.000 km !
kv
Rúnar.
27.04.2011 at 17:20 #728929
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Atli, áttu þetta módel á tölvutæku?
Væri gaman að velta þessu aðeins fyrir framan sig í SolidWorks…
27.04.2011 at 17:58 #728931[b:30k42c0g]"BTW, Freysi og co reiknuðu einhverntíman út líftíman á framhjólalegubúnaði í þessum bílum, miðað við 14" breiðar felgur, og uppgefna endingu frá einhverjum framleiðandanum. Minnir að hann hafi sagt að niðurstaðan hafi verið einhversstaðar í kringum 500.000 km !"[/b:30k42c0g]
Það er hægt að reikna sig fram til alls, líka þess sem maður trúir. Það er mín reynsla að framhjólalegur á til dæmis Trooper og Patrol á 14" felgum og 38" dekkjum geti enst allt að 170.000 kílómetra og er þá miðað við reglubundið viðhald; uppherslu, hreinsun og skipta um feiti. Þetta er sú ending sem ég hef verið að fá á framhjólalegum, en stundum hefur hún verið minni og þá er ekki hægt að kenna legunum um, heldur skorti á viðhaldi. Þess ber að geta að þetta eru reynslutölur af bílum notuðum í ferðaþjónustu allt árið um kring og eknir kílómetrar að jafnaði 55- 60 þúsund kílómetrar á ári.
Þegar maður reiknar út líftíma á legum eru margar breytur sem eru teknar inn í dæmið, en útkoman getur einungis orðið "leiðbeinandi", þeas. maður verður að gera ráð fyrir óvissu í útreikningunum sem stytta líftímann. Það er samt hægt að segja að eftir því sem notkun legunnar er meira "konstant" verður líftíminn lengri.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 21:19 #728933Grímur, ég á þetta á Inventor-formi og svo á ég eitthvað á Autocad.
Sendu bara póst á mig ef þig langar í stöff, og ég sendi til baka.kv.
Atli E.
27.04.2011 at 21:56 #728935Sýnist á öllu að það sé málið að prufa þetta
http://www.skf.com/skf/productcatalogue … 1300003109
Gamla ytri (org.)
d: 45,242mm
D: 73,431mm
T: 19,558mm
F: 53,9kNí staðinn kemur
Nýja ytri
d: 45mm
D: 80mm
T: 26mm
F: 96,5kNEins og sést, þá er burður umtalsvert meiri.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna nafið með sverari ytrilegum:
[img:3w0iins4]http://a6.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/226755_104463179642405_100002361694665_41501_3962000_n.jpg[/img:3w0iins4]
[img:3w0iins4]http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/225979_104463199642403_100002361694665_41502_290615_n.jpg[/img:3w0iins4]
kv. Atli E.
27.04.2011 at 23:09 #728937Sorry, kom í tvíriti
28.04.2011 at 06:16 #728939Þetta lítur út fyrir að geta virkað. Það eina sem ég hefði áhyggjur af eru boltagötin, en það er svosem ekkert nema að prófa og annahvort virkar þetta eða ekki.
Atli, værir þú til í að senda mér nafið komplett sem step-file ? Mig langar til að skoða þetta betur í nærmynd. Netfangið er: steinmarg@hotmail.com
Kv. Steinmar
28.04.2011 at 08:41 #728941þetta er rökrétt og tiltölulega einfalt.
Ending á þessum legum er hinsvegar mikið háð stífni stútsins ekki síður en stærð legunnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.