This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.01.2005 at 13:11 #195197
Góðan daginn
Ég var að skoða albúmið mitt og ætlaði að setja inn fleiri myndir,nema hvað að þá sé ég að það er búið að stækka það.
Vil ég því þakka fyrir það kærlega.Kveðja
Jóhannes
R-3257 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.01.2005 at 16:58 #513100
Góðann daginn
Er ég nógu góður til að fá stækkun líka?
Myndirnar hjá mér eru að hrannast upp:)
09.01.2005 at 17:27 #513102Sælir
Samkvæmt harabanar þá voru allir stækkaðir…
Hann skrifaði það sem efni á pósti sem hann sendi inn.Sjá nánar: https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4330
Kveðja
Izeman
09.01.2005 at 21:17 #513104Virðist ekki geta komist inní albúmið mitt var að bæta inn og kom bara nýtt albúm og virðist vera með 2 albúm semsagt
held að þetta hafi orðið svona við að stækka plássið hjá mér.
09.01.2005 at 21:25 #513106Líklega þarf maður að setja inn allar myndir aftur,því eins og ég sé þetta eru allar myndir fallnar út hjá mér líka.
En að fá stækkun á albúminu er alveg þess virði að minni hálfu.Snjókveðjur
Jóhannes
10.01.2005 at 13:57 #513108Myndirnar virðast ekki týnast en svo virðist sem að það verði til nýr notandi í myndalbúminu í hvert sinn sem bætt er við það. Þannig er [url=http://www.f4x4.is/notendur/notandi.asp?n=4710:1biniir7]birdie[/url:1biniir7] nú talinn upp þrisvar í notendalistum myndaalbúmsins.
-Einar
10.01.2005 at 14:39 #513110
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hafði ekki ætlað að tjá mig mikið um vefinn, flutning hans og endurnýjun en fæ hér ekki orða bundist.
Áður en skipt var um hýsingu á vefnum var öll virkni hans í 100% lagi. Innskráning, yndaalbúm, vefspjall og auglýsingar virkuðu eins og til var ætlast. Eftir að flutningurinn átti sér stað og ný forsíða var sett á vefinn fæ ég ekki betur séð en að vefurinn sé í mun verra ástandi en áður.
Myndaalbúmið virðist vera í molum; myndir eru ekki smækkaðar sjálfvirkt, merking vefsins birtist ekki lengur á myndum og myndaalbúm er ekki lengur hægt að stækka án þess að skipulagið fari allt í vaskinn. Ekki bætir úr skák að þar til fyrir stuttu síðan gat hver sem er breytt myndaalbúmum allra notenda.
Innskráningin virkar alls ekki með nýju forsíðunni. Ekki er lengur hægt að sjá á forsíðunni hvort maður sé skráður inn sem notandi. Eina leiðin til að fá þær upplýsingar er að [b:1zjyr3y9]laumast framhjá[/b:1zjyr3y9] nýju forsíðunni. Það sama gildir með stjórn myndaalbúmsins – aðeins möguleg með því að fara krókaleiðir yfir á gömlu síðuna.
Í vefspjallið vantaði þræði sem glötuðust við flutninginn (hef ekki kynnt mér hvort þeir þræðir hafi loks skilað sér).
Að þessu upptöldu er einnig ljóst að það er enginn sem er ábyrgur fyrir núverandi síðu. Castor menn (eða réttara sagt maður – mér sýnist Helgi Hrafn standa einn í þessu) fyrra sig ábyrgð og vilja einbeita sér að nýja vefnum.
Hjá mér og eflaust öðrum sem hafa reynslu af vefsíðum vakna ýmsar spurningar.
– Hver var ástæðan fyrir því að flytja vefinn þegar allt var í lagi?
– Hvers vegna var sett ný forsíða á vefinn þegar sú gamla virtist í lagi?
– [b:1zjyr3y9]Hvers vegna í ósköpunum[/b:1zjyr3y9] var flutti vefurinn settur í loftið án þess að prófað væri í þaula að hann virkaði rétt?Þar sem ég var einn af þeim sem bauð í hið upphaflega verk að endurbæta heimasíðuna finnst mér sem ég og aðrir er hlutu verkið ekki hafi verið blekktir. Ástæða þess að Castor varð fyrir valinu var sögð sú að þeir ættu kerfið tilbúið. Ennfremur var gert ráð fyrir því að nýja síðan yrði að vera tekin í notkun í árslok 2004. Mér sýnist þó að Castor bíði enn talsverð vinna við að smíða nýja síðu (eins og Helgi Hrafn segir sjálfur) og öllum ætti að vera ljóst að Castor gat ekki staðið við þær kröfur sem gerðar voru um afhendingartíma.
Í ljós hefur komið að Castor áttu (og eiga e.t.v. enn) í erfiðleikum með að aðlaga gögn heimasíðunnar að nýju kerfi. Þetta var án efa öllum þeim sem gerðu tilboð í endurnýjunina ljóst. Eftir að Castor höfðu samband við mig og óskuðu eftir upplýsingum um þessi gögn bauð ég þeim aðstoð mína sem þeir höfnuðu. Síðar þegar ég spurðist fyrir um ástæðu þess að þeir kusu að hafna þeirri aðstoð var gert gys að boði mínu. Castor ætti að vera vel ljóst að ég er hönnuður og smiður þeirra forrita sem eru á bak við innskráninguna, vefspjallið og myndaalbúmið en þeir hafa engu að síður hafnað öllu samstarfi og hjálp frá minni hendi.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að flestir félagar Ferðaklúbbsins eru langþreyttir á umræðunni um heimasíðuna og vilja ekkert frekar en að síðan komist í lag. Ég vildi þó koma þessu öllu á framfæri vegna þess að ég tel að hér hafi kötturinn verið keyptur í sekknum. Mig grunar að Castor menn hafi ekki sparað stóru orðin við tilboðsgerðina en þegar verkin þurfa að tala sé gripið í tómt. Mig grunar að vinnan við vefinn sé unnin í kvöld- og helgarvinnu þar sem Helgi Hrafn sé í skóla og að þar sé að finna helstu orsök þess að verkið gangi svo hægt. Samhliða þeim grun er ég undrandi, því eitt af skilyrðum í útboðinu var að vefsmíði væri aðalstarf þess sem verkið hlyti. Það er mitt álit að Castor hafi staðið ófagmannslega að þessu verki hingað til og að stjórnin hafi gert mistök í vali sínu á samstarfsaðila.
— Sigfús
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.