This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 16 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Við í fjarskiptanefnd viljum gera tilraun til að safna saman á einn stað upplýsingum um staði þar sem er:
1. Ekkert GSM/Tetra samband.
2. Gott GSM/Tetra samband.Staðarlýsing getur verið staður. t.d skáli, leið eða leiðarhluti, hóll/fjall eða dalur.
Svona upplýsingar geta hjálpað okkur að láta vita af ferðum okkar þegar við erum stödd á stöðum með gott GSM áður en við förum inn á skuggasvæði. Á sama hátt getum við farið á staði sem skráðir hafa verið með gott samband ef þörf er á að hringja. Upplýsingar um GSM samband í skálum eða í nágrenni við skála eru sérstaklega forvitnilegar.
Hafið staðarlýsingar skilmerkilegar til að forðast rugling, örnefni og landshluti ásamt hnitum ef við á. Vegnúmer getur líka verið gott. Einnig taka fram hvort um er að ræða Vodafone, Símann eða Tetra.
Að öllu jöfnu skulum við gera ráð fyrir venjulegum handsíma, ef samband næst með aukaloftneti eða bíltæki en ekki handtæki, þarf það að koma fram.Á þessum þræði skulum við ekki koma með fyrirspurnir, yfirlýsingar eða pælingar, eingöngu upptalningar.
Upplýsingum má líka koma til okkar á netfangið fjarskiptanefnd@f4x4.is
Snorri
You must be logged in to reply to this topic.