This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 13 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Staðan í Vatnajökulsgarðsmálinu.
Nú í síðustu viku var haldinn stór fundur hagsmunaraðila með þjóðgarðsfólki um samgöngumál þjóðgarðsins. Á fundinn mætti einn fulltrúi fyrir hvert félag og voru um 50 manns á fundinum að meðtöldum starfsmönnum þjóðgarðsins sem blönduðu sér inn í umræðuna, sem fór fram í litlum hópum. Í framhaldinu á þessum fundi, verður skipuð 9 manna nefnd sem mun fara ofaní saumana á því sem fram kom á 50 manna fundinum. Niðurstöður 9 manna nefndarinnar verða síðan sendar til þjóðgarðsráðs sem tekur ákvörðun um samgöngumálin. Í 9 manna nefndinni verða fulltrúar eftirtalinna aðila:
Fulltrúi þjóðgarðsins
Fulltrúi vélknúinna farartækja
Fulltrúi göngu- og hjólreiðamanna
Fulltrúi hestamanna
Fulltrúi ferðaþjónustunnar
Fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands
Fulltrúi umhverfisverndarsamtaka
Fulltrúi SAMÚT
Fulltrúi sveitarfélagaKv Jón G Snæland
You must be logged in to reply to this topic.