Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Staða NMT kerfisins á hálendinu
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.03.2007 at 12:33 #199890
Getur fjarskiptanefnd upplýst okkur um stöðu NMT kerfisins á hálendinu? Það hefur ítrekað komið fyrir undanfarið að ekki næst í NMT síma á hálendinu.
Er búið að leggja einhverja senda niður eða láta þá deyja, eða er allt í lagi með kerfið?
Fáum við upplýsingar hjá Símanum þegar slökkt er á sendum, þetta skiptir okkur talsverðu máli að vita stöðuna hverju sinni.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2007 at 00:08 #584112
Tek undir með Þorsteini.
Það er mikið öryggismál fyrir okkur að vita hvernig rekstur NMT kerfisins gengur. Fram hefur komið í fjölmiðlum að erfiðlega gengur að fá varahluti í NMT kerfið. Sem notendur kerfisins megum við borga fullt afnotagjald en fáum ekki að vita hvort það er allt í virkni. Ég endurtek því fyrri tillögu mína um að f4x4 fari formlega fram á það við Símann að þeir upplýsi notendur kerfisins um það ef sendar eru bilaðir eða virka ekki sem skyldi.
Svo tek ég eftir því að Síminn virðist hafa hækkað mánaðarverð á Iridium úr 1.930 kr/mán í 2.800 kr/mán á einu ári. Á sama tíma stendur USD ca í stað. Hvað er að gerast ? Ætlar Síminn nú að taka þá sem gefast upp á NMT kerfinu vegna lélegs sambands (sem Síminn rekur) í nefið þegar menn gefast upp og fá ser Iridium til að vera ekki alveg sambandslausir á fjöllum?
Er ekki kominn tími til að losa sig undan þessum símafyrirtækjum og taka upp almenna notkun á gömlu og góðu Gufunestalstöðvunum aftur ? þar er þó ekki hátt í 3.000 kr mánaðargjald (fljótlega 5.000 á mánuði ef símaverðbólgan heldur áfram) og frítt mínútugjald.
Snorri
TR16 og TF3IK
12.03.2007 at 13:40 #584114Sælir
Þetta er verkefni sem þarf að fara í – þ.e. að fá nákvæmlega upp frá Símanum hvað virkar og hvað ekki.
Nú um helgina varð ég var við að NMT síminn minn datt út á Mosfellsheiðinni (veginum) og var úti í töluverðan tíma þar sem hann hefur alltaf virkað áður. Ég var reyndar að halda að þetta eldingavesen um helgina hefði kannski skemmt eitthvað á Skálafelli
Benni
12.03.2007 at 16:13 #584116Flest sambönd sem fara gegnum Skálafellið duttu út aðfaranótt sunnudags vegna eldinga, þ.m.t. NMT.
Þessu var reddað til bráðabirgða í gær og fullnaðarviðgerð stendur yfir.
Varðandi NMT almennt á landinu, þá mun ég reyna að fá stöðuna á því og koma því til skila hér á spjallinu
12.03.2007 at 17:21 #584118Ég var að fyrirlestri hjá Strlu Böðvars um daginn og þar sagði hann að nmt kefrið yrði lagt niður á næsta ári. Þá á annað kerfi að taka við. Við meigum því ekki búast við mikklum enurbótum á nmt þetta árið þegar á að fara að hætta með það
kv
Þórður
12.03.2007 at 23:25 #584120Þó að slökkt verði á NMT innan skamms þá er þetta oft á tíðum eina innlenda fjarskiptatækið sem hægt er að nota til að ná til byggða. Alveg ótrúlegt að ástand neyðarfjarskiptmála skuli vera þannig á Íslandi árið 2007, en þannig er það.
Það er hægt að sýna því skilning að erfitt sé að halda úti rekstri á kerfi sem á að leggja niður og erfitt er að fá varahluti í. Hins vegar er mikið öryggisatriði fyrir okkur ferðamenn að vita ef kerfið er að hluta til illa starfhæft og því gott mál ef Kjartan miðlar til okkar upplýsingum um ástandið á NMT.
Snorri
R16
13.03.2007 at 11:06 #584122Gat Sturla eitthvað upplýst um það hversu stór hluti hálendisins yrði dekkaður með nýju kerfi og þá hvenær? Hver er framtíðin, er búið að ákveða hana, hef ég misst af einhverju í þessari umræðu?
13.03.2007 at 13:12 #584124Sturla fullyrti að nýja kerfið mynda dekka allt landið. Hann sýndi kort í því sambandi og það var einginn staður sem var dauður. En svo þarf að taka það með ða það er kominn kosnigarlikt af öllu sem ráðherrar og þingmenn segja svo ekki má taka fullt mark á öllu sem hann sagði.
13.03.2007 at 13:17 #584126Eitthvað var um að erfitt væri að nota NMT á Landmannalaugasvæðinu um helgina.
Ástæðan var bilun á sambandi milli Búrfells og Vatnsfells. NMT stöðin á Vatnsfelli var í lagi en línur frá henni voru bilaðar.
Þetta upplýsist hér svo menn séu ekki að kenna NMT kerfinu um þetta.
13.03.2007 at 15:39 #584128Sæll
Það er einmitt gott að heyra þetta, að Landmannalaugar eru ekki alveg dottnar út. Af 6 bílum náði samt einn sambandi, þannig að þetta skýrir ekki allt. Það eru jafnframt dauðir blettir annarsstaðar sem ég hélt að væru inni.
Meginmarkmiðið með spurningunni er að fá að vita hvort einhverjir sendar eru að detta/dottnir út sem voru inni áður.
Ég talaði við mann hjá samgönguráðuneytinu. Hann sagði að verið væri að bjóða út þessa 450 MHz tíðni og það ætti að skýrast í júní hvert framhaldið yrði. (Einhver hefur sennilega vitað þetta, bara ekki ég).
Ég er ánægður með að þú ert að afla upplýsinga um stöðu NMT og hvar hægt er að ná sambandi og hvar ekki, takk fyrir það.
Þorsteinn
13.03.2007 at 15:47 #584130Sambandið við Vatnsfell var að rofna öðru hverju vegna ísingar á loftneti á Vatnsfelli. Það getur skýrt það að illa gekk að hringja í NMT, stundum var samband og stundum ekki.
13.03.2007 at 20:28 #584132Manni þykir allt lykta af því að margir munu fara að grípa til millibylgjustöðva (Gufunesstöðva) sem víða eru til. Því vakna hjá manni spurningar um hvort í fyrsta lagi sé einhversstaðar hægt að fá varahluti í loftnetin, sem maður fékk greiðlega og á sanngjörnu verði hjá honum Sigga okkar Harðar, galdrameistara fjarskiptamála. Þá er ég að tala um allt sem til loftnetanna þarf, toppa, gorma, leggi, spólu o.s.frv. Þetta gengur úr sér vegna þess að mikil áraun er á þessi loftnet, m.a. vegna stærðar þeirra. Svo leikur manni forvitni á að vita hvernig loftnet eru notuð fyrir nýjustu og þróuðustu stöðvar fyrir þetta tíðnisvið, sem eru þá væntanlega CE-vottaðar, nokkuð sem vantar á gömlu Yaesu-stöðvarnar, vegna þess að CE-vottunar var ekki krafist á þeim tíma sem þær voru flestar fluttar hingað til lands. Vilja ekki Snorri Ingimars og Einar Kjartans segja okkur frá þessu?
13.03.2007 at 23:07 #584134Sælir félagar.
Ég er að bíða eftir svari frá fyrirtæki hér í borg með smíði á þessum loftnetiu, þ.e spólan ig leggurinn, gormurinn er fáanlegur og toppurinn líka að mér skilst úti í Svíþjóð. Sænski herinn er víst að nota svona loftnet við svipaðar stöðvar. Ætla að reyna að fá eitthvað útúr þeim á morgun. Læt ykkur vita af málum þegar ég veit eitthvað.
13.03.2007 at 23:46 #584136var að tala í NMT í fínu sambandi bæði úr NMT Storno bílasíma og NMT Maxon handsíma af Grímsfjalli um helgina, datt stundum alveg út sambandið en þar inn á milli voru skilyrðin eins og að tala í GSM, spurning hvort maður hafi ekki verið að tala í gegnum Vatnsfell og þessi ísing á loftnetinu verið að stríða manni af og til, annars bara flott…
13.03.2007 at 23:48 #584138Kíkið á þetta [url=http://www.sgcworld.com/230ProductPage.html:31otrk63][b:31otrk63]aðhæfingarbox SG-230[/b:31otrk63][/url:31otrk63]
og þetta
[url=http://www.sgcworld.com/whipantProductPage.html:31otrk63][b:31otrk63]loftnet, gerð SG303[/b:31otrk63][/url:31otrk63]Þetta er "bara að virka"
Eini vandinn er að SG-230 kostar 499 USD í USA og loftnetið kostar 450 USD í USA.
Ég er búinn að vera með SG-230 boxið með hefðbundinni Gufunesstöng undanfarið. Ég hef varla náð í nokkurn mann á 2,790 Mhz (Gufunestíðninni SSB) vegna þess að engin hlustun er til staðar og fáir eru með SSB stöðvar lengur. Þar sem ég er radíóamatör get ég notað t.d. 3,633 Mhz og ég einfaldlega næ alltaf í einhvern innlendan radíamatör með opið. Um daginn talaði t.d. ég í bæinn úr Kerlingarfjöllum og spjallaði líka við radíóamatör sem er undir Eyjafjöllum. Heyri líka oft spjall á máli sem mér virðist vera rússneska en skil ekkert.
Hefðbundið Gufunesloftnet er með spólu sem gerir það mjög gott á einni tíðni, t.d. 2.790 en ef ég skemmhleypi henni með vír þá kemst ég á hærri tíðnir með hjálp SG-230 boxins, allt uppí 30 Mhz, já það tekur líka CB bandið !.
Sendi kannski inn mynd af loftneti og aðhæfingarboxinu fljótlega.
Snorri
R16 og TF3IK
14.03.2007 at 08:38 #584140Eru einhversstaðar til kort af dreifingu NMT kerfisins og VHF út frá endurvörpum 4×4. Það væri gott að gera sér grein fyrir því hvar venjuleg drægni er og hvar eru steindauð svæði.
Gaman að heyra af tilraunum og prófunum hjá þér Snorri.
14.03.2007 at 10:01 #584142Var ég að fá póst um að allir hefðu staðist prófið í gærkvöldið (35 manns…) , þá er bara reglugerðin eftir og þá fer nú heldur betur að fjölda amatörum á fjöllum 😉
14.03.2007 at 12:14 #584144Já ég var í þessu prófi líka, held ég haf setið við hliðina á þér Tryggvi. Gaman að heyra að allir náðu. maður hafði varla trú á því miðað við hvernig spurt var í fyrstu tímunum, það er allavega ljóst að margir hafa bætt mjög miklu við sig rafmagns og radíótækni. á þessu námskeiði sem kostaði mjög litla peninga miðað við umgjörð og var á allan hátt til fyrirmyndar. En þetta reglupróf sem eftir er er bar tímaeyðsla þær virðast breytast jafn harðan og maður lærir þær þessar blesuð reglur sem altaf er verið að setja um ekki neit.
Guðmundur
14.03.2007 at 12:39 #584146Náttúrulega alltaf gott að kunna skil á reglunum, þó þær breytist. Það er nú eins og með verklega vs. bóklega ökuprófið. Reglur breytast en oft er "tilgangurinn" sá sami, þ.e. að skapa umhverfi sem allir geta notað (sbr radíóið og umferðarreglurnar). Þó smáatriðin og/eða útfærslan breytist þá er það bara eitthvað sem maður þarf að búa við.
15.03.2007 at 08:18 #584148Samkvæmt eftirfarandi, þá byggði bandaríkjaher upp HF fjarskiptakerfi í Írak með SG-230 og SG-303 loftnets búnaði. Kemur mér ekki á óvart, Írak er stórt og þeir þurfa væntanlega að vera í öruggu sambandi !
[url=http://www.chips.navy.mil/archives/06_Jan/PDF/Green_Zone.pdf:3vqqhyyd][b:3vqqhyyd]sjá hér[/b:3vqqhyyd][/url:3vqqhyyd]
Fyrir nýja radíóamatöra, þá er þetta góð bílststöð svona til að byrja á, ath fæst í Aukaraf:
[url=http://www.ic-7000.com/:3vqqhyyd][b:3vqqhyyd]ICOM IC-7000[/b:3vqqhyyd][/url:3vqqhyyd]
Hún með HF, VHF og UHF í einni stöð ásamt sjónvarpsmóttakara á VHF tíðnunum !
Snorri
R16 og TF3IK
15.03.2007 at 09:06 #584150Er [b:1j4220hn][u:1j4220hn][url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf/1857.html:1j4220hn]þessi[/url:1j4220hn][/u:1j4220hn][/b:1j4220hn] nokkuð síðri? Töluvert ódýrari (~$700 vs. ~1000pund)
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.