This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Það er mikill misskilningur hjá mönnum að þessar stöðvar séu úreltar enda notaðar í öllum skipum og flugvélum sem þvælast eitthvað frá landinu. VHF talstöðvar geta ALDREI komið í stað SSB stöðvanna hvað langdrægni og öryggi varðar nema setja upp endurvarpa á hvern einasta fjallstind. Það sem „úrelti“ notkun þessara stöðva var að fjarskiptastöðin í Gufunesi hætti hlustun á 2790 kHz (rás 1) þegar Landsíminn HF tók við af Pósti og síma. Fjarskiptastöðin sér hinsvegar um öll fjarskipti við skip og flugvélar í farflugi svo að ég óskaði eftir því við Póst og Fjarskiptastofnun að fá leyfi til að nota tíðnina 2311 kHz í neyðartilfellum, en það er upkallstíðni skipa við Strandstövarnar. Þetta var auðsótt mál og fékk ég útgefið nýtt leyfisbréf þar sem þessu hafði verið bætt við með skilyrðum. Ég var fljótur að bæta þessu í stöðina og er núna í sambandi allstaðar.
Skilyrðin eru þau að 2311 kHz má ekki nota nema til að ná sambandi við strandstöðvarnar, (alls ekki milli bíla) svo að ég legg til að menn hlusti á 2790 eftir öðrum bílum en færi sig yfir á 2311 ef þeir þurfa að ná sambandi við strandstöð. Það skal tekið fram að tekið verður á misnotkun af fyllstu hörku svo að auðvelt er að eyðileggja þetta fyrir þeim sem ætla að vera í ALVÖRU fjarskiptasambandi í neyðartilfellum.
HRY
You must be logged in to reply to this topic.