Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › SSB loftnet
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Löve 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.10.2006 at 14:05 #198784
Það brotnaði af bílnum hjá mér SSB loftnetið þannig að spólan og loftnetið skemmdust. Hvar er hægt að fá þessa varahluti í dag? eða á einhver þetta sem vill selja þetta?
kv Steini -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.10.2006 at 19:13 #564816
Þar sem enn eru framleiddar stöðvar fyrir þessar tíðnir er hægt að panta þetta dót af netinu. Yeasu eru held ég með svona loftnet til sölu, en það yrði þá að panta af netinu.
Gaman að vita samt að það eru fleiri furðufuglar en ég með gömlu gufuna á jeppunum.
kkv, Úlfr.
22.10.2006 at 17:50 #564818Einmitt spurning sem brennur á mér. Ég setti loftnetið frá SSB stöðinni minni á bátinn minn og fékk í hana samtalsrás bátanna, en fékk hinsvegar ekki að setja í hana neyðarbylgjuna 2182 vegna þess að stöðin er ekki CE-vottuð! Sem sagt, ef ég næ ekki í VHF rás 16, sem er nú ansi víða, þá get ég bara drepist ef einhversstaðar hefur skurðgrafa slitið ljósleiðara svo ekki sé samband við Siglufjörð þegar ég þarf mest á að halda. Nú, en millibilsstöngin, þ.e. milli gorms og spólu, er að ryðga í sundur, því það ryðgar allt sem ekki er úr rústfríu eða áli á blessuðum bátunum. Það þýðir að loftnetið er þar með gagnslítið. Ég hélt að fyrirtækið sem keypti af honum Sigurði okkar Harðarsyni, hefði keypt af honum þær vörur, sem hann hafði þróað í sambandi við fjarskipti. Nú má skilja að svo sé ekki. Þessi loftnet óttast ég að séu eitthvað, sem ekki er hægt að fá erlendis frá, allavega ekki þannig loftnet að þau hæfi þeim tíðnum, svo verið var að nota hér. Vonandi er sá ótti minn ástæðulaus!
22.10.2006 at 20:15 #564820Hægt er að finna ótal framleiðendur að "SSB" eða HF loftnetnum á netinu. Hins vegar vandast málið þegar kemur að því að velja úr allri flórunni og ekki er allt sem sýnist í þessum efnum.
Siggi Harðar þróaði mjög góð loftnet sem voru sérsmíðuð hér á landi. Þau eru sterk og henta vel á jeppana, helsti gallinn er stærðin á þeim. Þau henta líka best þeim sem eru eingöngu eða aðallega á einni tíðni eða á mjög þröngu tíðnisviði, t.d. bara á 2790.
Veit einhver hvar hægt er að nálgast efni í þessi loftnet?
Í sjálfu sér er einfalt að láta smíða þetta allt á rennsiverkstæði eftir eldri lofnetum en það er bara dýrt fyrir eitt stk.
Ef SSB er að ryðja sér til rúms á ný, þá ætti nú einhver að setja sig í startholurnar með raðsmíði, þ.e. ef enginn gefur sig fram með þetta tilbúið !
Á þessum tíðnum er stærra=betra þangað til loftnetin eru orðin allt að 30 metra há (kvartbylgja). Hisn vegar er spurning hvort hægt sé að komast af með minni loftnet, áhugavert væri að gera prófanir á því.
Hægt er að fá svokölluð "screwdriver" loftnet sem stilla sig sjálf á þá tíðni sem notðuð er hverju sinni. Dæmi um nett loftnet frá Ástralíu er hér:
[url=http://www.moonraker.com.au/:1au9klsn][b:1au9klsn]Moonraker[/b:1au9klsn][/url:1au9klsn]Veljið "antennas" (í menu til vinstri) , svo "land" (fyrir miðju) þá "hf mobile antenna system". Skoðið þar "AT230 Auto Tune System".
Spurning er bara hvernig þetta virkar hér í kuldanum og bleytunni.
Snorri.
R16 og TF3IK
P.S. nafnið screwdriver festist við þessag erð loftneta vegna þess að fyrsti radíóamatörinn sem prófaði þessa gerð notaði mótor úr rafmagnsskrúfjárni til að skeyra spólur fram og aftur til að stilla loftnetið eftir tíðninni sem noturð er hverju sinni.
22.10.2006 at 21:21 #564822Ofanritað skil ég þannig að ekki séu lengur smíðuð hér á landi svona loftnet eins og Siggi Harðar smíðaði á sínum tíma. En, sá mæti maður Sigurður er enn á meðal vor og mér sýnist að þess utan eigum við innan okkar raða fjölda fólks með tækniþekkingu, sem myndi duga til að gera verklýsingu fyrir smíði á svona loftneti. Er þá ekki næsta verkefni að tækninefndin okkar góða myndi standa fyrir gerð á slíkri verklýsingu og síðan yrði verkið bara boðið út. Fyrst myndi klúbburinn kannski safna "áskriftum" fyrir svona loftnet. Auðvitað er sá möguleiki fyrir hendi að búa til kvartbylgjunet úr vír, sem dreginn væri út á snjó eða jökul líkt og gert var á upphafsárum JÖRFÍ og Einar Kjartans var að lýsa hér á öðrum þræði. En flest held ég við myndum vilja hafa þetta notendavænna en það og mögulegt að nota þetta í venjulegum akstri. Ennfremur held ég, jafn ófróður og ég er um tæknimál, að það væri léttast að halda sig við tíðnina 2.790 kHz, því það er held ég talsvert mál að fá aðra tíðni samþykkta, því þetta er háð alþjóðlegum stofnunum um fjarskipti og tíðnirnar eru jú takmörkuð auðlind. Það skilst mér að þýði að það væri hægt að halda sig við upphaflega hönnun SH á þessum loftnetum. En hvað sem verður ofan á, þá verður líka að kíkja á erlend loftnet, t.d. þessi Moonraker frá Ástralíu, sem Snorri verkfr. bendir á. Manni hefur sýnst t.d. á sjónvarpsefni, að alþjóðlegar hjálparstofnanir séu með eitthvað ámóta á sínum farartækjum t.d. í löndum, þar sem fjarskiptanet eru ekki fyrir hendi, ellegar þegar þau hafa eyðilagst í náttúruhamförum. Það er sjálfsagt að nýta reynslu annarra þar sem hún getur komið að gagni.
22.10.2006 at 22:07 #564824Ég er nú búinn að vera mjög lengi með SSB stöð og sakna þess að heyra varla þar í nokkrum manni . Þangað til endurvarparnir komu á Torfajökulssvæðinu var SSB eina leiðin til að ná sambandi innan úr Jökulgili og einu sinni datt þar hestur með konu og varð að fá þyrlu . Þá var gott að geta kallað í Gufunes en þar var yfirleitt alltaf lipur og góð þjónusta . Einu sinni lenti skálavörður í Laugunum í því að biðja vaktmann í Gufunesi að bera á milli ástarkveðjur fyrir útlenda ferðamenn sem hittust í Laugunum en voru ekki í sama hóp. Svona hljóðaði samtalið í stórum dráttum : Gufunesradíó _Landmannalaugar I love yoy . og svarið kom :Landmannalaugar _Gufunes I love you too . Þeir gátu þetta varla vegna hláturs. Þó að oft væru truflanir sérstaklega á kvöldin var kerfið langdrægt og ekki mjög næmt fyrir fjalllendi .Ég kallaði einu sinni í Landmannalaugar frá Seyðisfirði og fékk gott samband og eins var um Nýjadal og eru þó há fjöll á milli . Ég heyrði einhverntíma að í Gufunesi væri hlustun á björgunarsveitarásum en veit ekki hvort það er rétt.Með von um að vel rætist úr með fjarskipti á hálendinu þegar NMT dettur út .Olgeir
22.10.2006 at 22:30 #564826Fært á réttan stað……
22.10.2006 at 22:47 #564828Er vhf framtíðin, og að fjölga endurvörpum kostar helling. ég sé ekki að það sé neitt kýr skýrt í þessu. Heldur finnst mér óvissuþáttunum bara fjölga. Allavega er ekki til neitt sem sem verður sannalega landsdekkandi enn sem komið er. Hvað samstarf Tetra og Símans varðar. Þá veist þú að Síminn er ehf og í bissnes og af hverju ætti hann að vera að eltast við örfáa jeppakalla sem vilja hringja heim. Ég held að þeir hafi ekki mikinn áhuga á því að reka fullt að endurvörpum sem þarf að reka með díselvélum 24 klukkustundir árið um kring
22.10.2006 at 23:13 #564830Síminn hugsar fyrst um sig og svo um kúnnan þei eru að
rega þetta til að græða okkur ekki í góðgerðmálum. OG
sérvisku klúbbur sem er 4×4 hefu lítið vægi hjá þeim .
kv,,,MHN
23.10.2006 at 01:00 #564832Má vera rétt hjá þér magnús en ekki gleima því að við þessi sértrúarhópur erum tæplaga 3000 stikki! og ef við baulum allir í einu þá ættum við nú að geta haft einhver smá áhrif ekki satt. Hvað heldur þú að það séu margir aðrir sem málið snertir einnig s.s ferðaiðnaður og fl. Jamm þetta er nefnilega ansi myndarlegur hópur ekki bara einhverjar örfáir ruglaðir jeppakarlar!
24.10.2006 at 16:29 #564834Sá aðili sem hafði samband við mig vegna spólu á loftnetið vinnsamlega hafðu samband aftur þar sem ég "týndi" heimilisfanginu :((
kv Steini
25.10.2006 at 18:17 #564836Eico við Skútuvog er með fibertoppa á SSB loftnet og ýmislegt fleira sem hentar okkur í loftnet og tengi. Ævar í Eico er líka gamalreyndur jeppamaður sem skilur þarfir okkar.
[url=http://eico.is:egvjcrf9][b:egvjcrf9]sjá hér[/b:egvjcrf9][/url:egvjcrf9]
Snorri
30.10.2006 at 15:14 #564838
Ef menn vilja gera tilraun með loftnet fyrir 2790 KHz, þá má benda á Comet HA-750B. Það loftnet er 1,23 m að lengd og fellanlegt, en er gert fyrir besta frammistöðu frá 7-54 MHz.
Til að nota það á 2790 KHz þarf að nota góðan loftnetstjúner (standbylgjan er ca 5:1); annars eyðileggst stöðin eða hún í besta falli dregur sjálfkrafa sendiaflið niður í næstum ekki neitt:
[img:2ao5ivqm]http://www.eham.net/data/reviews/images/6165.jpeg[/img:2ao5ivqm]
[Comet HA-750B]
Þótt undarlegt megi virðast er ekkert um þetta inni á vefnum hjá Comet, en þetta er til í nokkrum vefverslunum.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.