This topic contains 3 replies, has 2 voices, and was last updated by Björgvin Rúnar Leifsson 10 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið. Enn leita ég í þekkingarbrunn ykkar. Mig langar til að fá upplýsingar um þrjár leiðir, sem ég fer hugsanlega í sumar á litla fjallabílnum mínum, Suzuki GV á 30″ dekkjum.
1. Laugarvalladalur. Mér skilst á lýsingum Jóns G. Snælands að það sé ekkert mál að fara inn dalinn til suðurs og upp Hvannstóðsfjöll, er það rétt? Ég hef þegar farið hina leiðina meðfram Hafrahvammagljúfrum og veit af afleggjaranum þaðan niður í Laugarvalladal en langar frekar að aka allan dalinn.
2. Leiðir austan Heklu. Mér skilst að leiðin vestan Rauðufossafjalla sé á mörkunum fyrir svona bíl en leiðin um Langvíuhraun og Skjólkvíar sé mun betri. Er það rétt? Hvor er fallegri?
3. Leiðir upp á Sprengisand frá Búðarhálsi. Aftur skilst mér á lýsingum JGS að þessar leiðir séu þokkalega færar svona litlum fjallabílum
Ég hef hug á að fara Klifshagavallaleiðina upp að Kjalvötnum og svo áfram vestan Kjalvatna upp að Kvíslavatni. Aka síðan vestan Kvíslavatns norður fyrir það og svo út á hina hefðbundnu Sprengisandsleið (F26) annað hvort strax norðan þess eða leiðina, sem Páll Ásgeir kallar Stytting í sinni bók og kemur út á Sprengisandsleið rétt sunnan Nýjadals. Er eitthvað, sem ég þarf að varast á þessari leið? Hvort er betra að fara út á F26 strax norðan Kvíslavatns eða Styttingsleiðina?Mange tak
You must be logged in to reply to this topic.