Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spurning vikunnar
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Alfreðsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.10.2006 at 01:07 #198749
Góðir félagar.
Nýlega var ég á ferðinni og rakst á örnefni sem ég ekki kannaðist við. Var þar um að ræða á sem nefnist „Emsturá“, -og reyndar var það „Innri-Emsturá“.
Hvar er þessi á, vinsamlega staðfestið myndrænt eða með tilvísun til t.d. landakorts.Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.10.2006 at 09:34 #563736
á kortum LMÍ 1:250.000 er Krakatindur merktur en á kortunum 1:50.000 LMÍ er sama fjall merkt Hrauntindar og er fjallið tvískipt með tindunum merktum 907 og 998
18.10.2006 at 09:47 #563738Ég hef lesið að Tindfjöllin dragi nafn sitt af Tindinum sem stendur um 50 m. yfir umhverfið . Tindaskagi er austur af Þingvöllum og mig minnir að einhversstaðar séu Tindafjöll á landinu. Enn langar mig að heyra frá Hvolhreppingum um Hattafellsnafnið. Ég kann ekki enn að setja hér inn myndir en mynd af Tindinum tekin gegnum stjörnusjónauka að heiman er á síðunni minni undir Ýmsar myndir .Kveðja Olgeir.http://www.nefsholt.com/default.cfm?pag … %20&brid=0
18.10.2006 at 09:57 #563740Hef heyrt að Tindfjöll (ofan Fljótshlíðar) dragi nafn sitt af Tindinum þar (eintala). Og að hryggurinn austur af Langadal í Þórsmörk beri heitið Tindafjöll, eftir öllum tindunum þar (fleirtala).
Megi mér staðkunnari einstaklingar leiðrétta þetta.
kv
Rúnar.
18.10.2006 at 11:13 #563742Nei það eru bara til Tindfjöll hér á svæðinu og það fleiri en eitt og tvo. Þau eru ekki kennd við tind heldur tinda í fleirtölu. Tindurinn í tindfjöllum er ekki til. Hann svo best að ég veit hugarsmíð Guðmundar frá Miðdal eða Jóns Eyþórssonar. Hins vegar það sem hann nefndi tindinn heitir að réttu Einbúi. Þetta hef ég beint frá fólki sem bjó og var uppalið í Fljótsdal í Fljótshlíðinni þaðan sem Einbúi blasir við.
Hattfell myndi ég ætla að sé kennd við einn hatt sbr. Hattur á Goðalandi. Vil samt ekki fullyrða neitt best að fá að heyra í Hvolhreppingum og Fljótshlíðingum líka.Kv. Árni Alf.
18.10.2006 at 12:06 #563744Hattafell á Emstrum er með tveimur höttum þegar horft er á það það að austan eða norðaustan en aðeins einum ef horft frá veginum upp frá Mosum. Ég held að það sé óumdeilanlegt að það fell heitir Hattafell. Ég kannast ekki við Hattfell í goðalandi aðeins Hatt en það örnefni er að finna ansi víða.
Guðmundur
18.10.2006 at 12:52 #563746Ég man nú ekki betur en Hvolhreppingar noti Hattfell, Þetta var eða er þeirra afréttur. Við hér undir Eyjafjöllum höfum fjallið hins vegar daglega fyrir augum (ólíkt Hvolhreppingum) og heitir það Hattfell héðan og mun heita það áfram.
Kv. Árni Alf.
18.10.2006 at 14:52 #563748sá ágæti safnmeistari og fræðimaður skrifaði bók um Þórsmörk fyrir allnokkrum árum, hið ágætasta rit og stórfróðlegt. Þar fer hann nokkrum orðum um Tindafjöll og Tindfjöll. Ég skildi hann þannig, að fjöllin með jöklinum og því öllu saman hétu í raun Tindafjöll, en hin þessi minni Tindfjöll ef ég hef lesið og skilið rétt. Nú bið ég alla heimamenn forláts á að ég skuli blanda mér í þessa umræðu, tek skýrt fram að ég hef enga þekkingu til að segja eitt eða neitt um þetta, en mér þótti þetta athyglisvert í bókinni af því að þessi virti maður ritaði þetta.
18.10.2006 at 14:53 #563750Ég skal ekki fullyrða um hvað elstu menn á svæðinu segja en ég er uppalinn á Rangárvöllum og hef alltaf heyrt notað Hattfell. Má líka benda á að Árbók FÍ 1976 um Fjallabak notar Hattfell og nefnir þar hvergi Hattafell. Þessi árbók er skrifuð af Árna Böðvarssyni sem er borinn og barnfæddur rangvellingur og mér hefur reynst nokkuð gott að treysta örnefnanotkun þar. Er þó sennilegt að hún sé í samræmi við málvenju rangvellinga þar sem munur er milli hreppa. Þó hef ég séð víða hjá honum að hann tiltekur ef munur er á, t.d. varðandi Strútslaug sem vestan megin var nefnd Hólmsárbotnalaug eða einfaldlega laugin í Hólmsárbotnum en austan megin Strútslaug þó Strútur sé auðvitað nokkuð fjarri.
Kv – SkúliP.s Og að sjálfsögðu talar Árni Bö um Emstrur en ekki Emstur
18.10.2006 at 16:41 #563752.Jónas Hallgrímsson er með Tindafjöll í kvæði sínu Gunnarshólmi,.þar segir " En hinum megin föstum standa fótum blásvörtum feldi búin Tindafjöll" og vísar þarna öraugglega í fjöllin ofan við Fljótshlíð. Ekki það að ég hafi hugmund um hvort það sé rétt . Einbú er langt austur af því sem kallað er Tindurinn í Tindafjöllum ég er ekki að skilja hvernig heimamaður gæti hafa ruglast á honum og toppnum. Í sunnlensku er talað um að fara á tindinn en það er bara hæsti staður hvaða fjalls sem er. Af hverju tindurinn á Tindafjöllum er merktur á kortum er hálf skrítið svo ekki sé meira sagt.
Hattafell er örnefni sem ég held um að sé hið rétta, fyrir nokkrum árum las ég dómsmál um þjóðlendur , þar var talað um Hattafell og Hattafellsgil og þar séu fjárbyrgi og var þá verið að tala um kosti afréttarinnar Ég á bágt með að trúa að sveitastjórnin hafi látið það fara framhjá sér. Flest kort sem ég hef séð um dagana kalla þetta fell Hattafell. Ég hef fengið mjög misvísandi upplýsingar um nafnið á þessu ágæta felli frá hvolhreppingum og rangvellingum maður sem farið hefur á fjall á rangárvöllum í tuttugu ár sagði mér að hann kallaði það hattfell en það heitir örugglega Hattafell bætti hann við.? Ég veðja á að Hattafell sé hið rétta nafn og ef það kemur líka fram í göngum og réttum eins og Olgeir segir þá er ég alveg sannfærður um að það sé hið rétta nafn.
Guðmundur
18.10.2006 at 17:16 #563754Í sjálfu sér er ekki hægt að segja að Tindafjöll séu rangt. Ég hef alltaf heyrt að Árnesingar noti Tindafjöll. Hins vegar nota þeir sem búa þessum fjöllum næst örnefnið Tindfjöll. Ég vísa þar í þessa skrítnu málvenju (leti?) hér um slóðir að kippa síðasta sérhljóðanum af í sumum tilvikum. Ég heyri aldrei neinn tala um Tindafjallajökul. Bók Þórðar í Skógum um Þórsmörk er ágæt. Margt í henni er hins vegar umdeilt t.d. kannast heimamenn í Stóru-Mörk ekki við sum örnefni í þeirra eigin landi og önnur eru komin á flakk.
Sum kort eru virkilega illa unnin ekki síður nýleg kort og sjaldnast í samvinnu við heimamenn. Sömuleiðis sumar bækur. Gamalt kort Landmælinga sýnir t.d. Einbúa austur í Hitagilsbrúnum í Tindfjöllum. Ekki veit ég hvort þar er til Einbúi. Óþarfa nýnefninu Tindur er hins vegar búið að troða þar sem sannur Einbúi er. Enn einn Einbúi er settur á sama korti utan í Dagmálafjalli ofan Stóru-Merkur. Við þann Einbúa kannast engin heimamaður. Deilan um Einbúa eða Tindinn var einu sinni tekin fyrir hjá ÍSALP og var niðurstaðan að réttara væri að nota Einbúa nafnið.Kv. Árni Alf.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.