Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spurning um vél ?
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.08.2006 at 20:02 #198316
AnonymousÞannig er að Land Cruiser 80 týpan verður um fyrirsjánlega framtíð í eign fjölskyldunnar, enda bíllinn ekki keyrður nema rúmlega 200 þúsund og í ákaflega fínu standi. Versta er að hann eyðir gríðarlegu af bensíni, en fram er komin hugmynd um að hreinlega að skipta um vél. Sem sagt að setja í hann original 4,0 lítra Land Cruiser vél. En þá er spurt ; er vit í því, fást svona vélar, eða væri hreinlega hægt að breyta bensínvélinni í diesel ??
Kveðja góð
Benedikt
e-meil: bens@kaupthing.com -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.08.2006 at 20:20 #557310
Ef trúinn getur flutt fjöll þá getur þú breitt bensínvél í diselvél og vatni í vín þá ertu búinn leisa stórann vanda
( stórt er spurt og lítið um svör NEI .)
kv,,,MHN
03.08.2006 at 20:24 #557312Ef hægt væri að finna orginal 4.2 24ventla vélina væri hún eflaust besti kosturinn, en líklega kostar hún marga peninga. Það er komið mikið af öflugum diesel vélum frá framleiðendum í evrópu, en flestar kosta mikið og rafmagnið er flókið. Asía og USA ættu að drífa sig á námskeið hjá Benz eða öðrum framleiðanda í evrópu og læra að smíða alvöru diesel vél, en ekki þetta löngu úrelta drasl sem verið að selja okkur í dag.
Góðar stundir
03.08.2006 at 21:34 #557314Veit að Láki hjá Japanskir Jeppar í Keflavík átti til diesel vél úr LC80. Hvort hún sé ennþá til veit ekki en ef svo er bæti borgað sig að taka sjálfskiptinguna með. Þær eru víst svipaðar en það gæti verið önnur túrbína´- torque converter. Þarf að skoðast aðeins betur. Hef aðeins verið að pæla í þessu í sambandi við díesel vél. Ef þú ætlar eitthvað að spá í þetta er þér velkomið að hafa samband.
Kveðja
Ágúst Thor.
03.08.2006 at 22:56 #557316Sæll Benedikt, það er þráður frá 2005 hér á netinu sem fjallar um V6 Toyotuvélar og hvernig hægt er að ná eyðslunni verulega niður.
Neðangreindur texti frá Grími er nokkuð góður og læt ég hann því hér í púkkið en meira síðar:
Frá Grími:
Ég er búinn að eiga svolítið við svona vél í heimilisbílnum (4runner á 31", 1:4.10 hlutföll).Fyrst þegar ég fékk bílinn var hann í 25 – 35 lítrum.
Það sem ég gerði:
Setti ný kerti; Það breytti heilmiklu.
Setti nýjan O2 sensor (fyrir framan hvarfakút), veit ekki hvort hinn var alveg ónýtur, en þeir geta farið að sýna vitleysu eftir langa notkun, sem er ekki gott.
Hreinsaði innan úr hvarfakútnum.
(Ath. að það verður að þétta pústið 100% fyrir framan kútinn svo að súrefni geti ekki lekið inn á pústkerfið undir neinum kringumstæðum.
Setti nýjan hitasensor á kælivatnið, en komst svo að því að sá gamli var sennilega í lagi…breytti ekki neinu.
Stillti kveikjuna. 10° fyrir TDC er málið fyrir þennan bíl, hann var frekar seinn áður; breytti heilmiklu.
Setti nýja loftsíu, bara þessa venjulegu (auðvitað….)
Keypti undraefni hjá Toyota til að setja í bensínið sem á að hreinsa spíssana; er ekki frá því að það hafi verið til bóta.
Og svo AÐAL trixin sem virkilega gerðu eitthvað:
Reif ofan af milliheddinu til að komast að spíssunum, tók þá alla úr og hreinsaði allar þéttingar með þeim.
Fann 5 eða 6V spennubreyti og opnaði spíssana með því að hleypa aðeins á þá og sprauta spíssahreinsi í gegn með venjulegri einnota sprautu.
Bar lítillega af koppafeiti á þéttingarnar og setti saman aftur.(Betra hefði verið að setja nýjar, en þetta var skyndiákvörðun á sunnudegi…slapp til)
Greinilegt er að mótorinn var að draga falskt loft með spíssunum sem ruglar allt systemið. Þetta skilaði miklum árangri.
Stillingar:
Airflow-sensorinn er n.k. trekkspjald milli lofthreinsara og throttle-body. Á honum er kíttað lok sem hægt er að taka upp með því að skera í kíttið með dúkahníf og plokka upp með skrúfjárni.
(Ég er bara þannig að ég VERÐ að vita hvernig hlutirnir virka…)
Þarna undir er potentiometer (stilliviðnám) sem trekkspjaldið hreyfir. Fjöðrina sem heldur trekkspjaldinu á móti loftstraumnum er hægt að stilla, þ.e. forspennuna á fjöðrinni. Nokkurs konar pöll. Ef spennan á fjöðrinni er aukin, þá heldur innspýtingin að minna loft sé að koma inn á vélina >> blandan verður veikari >> minni eyðsla. Þetta breytir blöndunni yfir allt vinnslusviðið.
Ath. VARÚÐ: Of dauf blanda veldur ofhitnun í brunahólfi sem skemmir stimpla og útblástursventla á endanum + bíllinn verður hundleiðinlegur í akstri, svo stillið þetta mjög lítið í einu, kannski 1 – 2 pöll í senn.
Ef spennan á fjöðrinni er minnkuð gerist akkúrat öfugt >> bíllinn sýkist af bensínfíkn.
Ástæðan sem ég tel að sé fyrir því að þessi stilling er þörf (þó svo að maður eigi víst ekki að fikta í þessu) er sú að með árunum + notkun, þá slaknar á þessari fjöður >> það þarf að herða aðeins á henni.
OK, í dag er bíllinn að eyða á bilinu 13,5 – 16 á hundraðið eftir aksturslagi og aðstæðum í ,,venjulegum" akstri.
kv
Grímur R-3167
03.08.2006 at 23:44 #557318Stutta svarið er einfaldlega nei.
Að breyta svona bíl yfir í diesel er mikil vinna, það þarf að umbylta rafkerfinu (stór póstur), eldsneytiskerfinu, pústkerfinu, vafalaust þarf síðan að breyta eldsneytislögnum, jafnvel drifsköftum, mótorfestingum osfrv.. Kostnaður við svona breytingu er gróft skotið 1 milla m.v aðkeypta vinnu. M.v ýmislegt annað sýnist mér það varlega áætlað.
Bensínvélinni verður ekki breytt í diesel heldur, það er "ekki hægt".
Seldu frekar bílinn og keyptu þér dieselbíl, eða borgaðu bensínið brosandi. Það fer varla yfir 200 kallinn á þessu ári. 😉
04.08.2006 at 00:54 #557320Einu vélarnar sem hægt var að breyta úr bensín í diesel sem ég man eftir voru gömlu 4 cilendra vélarnar í Landrover seriu II og III. Minnir að olíuverkinu hafi verið stungið í kveikjugatið!!!
04.08.2006 at 06:41 #557322Slepptu því strax að hugsa um að breyta bensínvél í diesel. Þótt svo að e.t.v. væri hægt að nota blokkina, þarf að skipta um head, stimpla, stimpilstengur, sveifarás og hvað þetta nú allt heitir. Olíuverkið eitt og sér kostar áreiðanlega nógu mikið til að láta menn hætta að hugsa um þetta. Í sjálfu sér er ansi margt "hægt" þetta er oft spurning um kostnað, sem í svona tilviki yrði án efa miklu hærri en kaupa vél. Hefurðu prófað að tala við Japanskar vélar í Hafnarfirði? Skv. minni reynslu er þar um að ræða fólk sem hægt er að treysta og ég hef trú á að þar liggi fyrir vitneskja um hvort þessar vélar séu yfirleitt fáanlegar. En það er auðvitað hægt að skoða ýmsar vélar, sem myndu ráða við þennan bíl. Fyrst detta manni í hug amerísku sleggjurnar, en þær eru náttúrulega talsvert háværari og grófari í gangi. En ég gæti líka trúað að það séu til t.d. 5 cyl MBenz og VW vélar, sem réðu við þennan bíl og því ekki að skoða 3,2 l DID vélina frá Mitsubishi? Er það blasphemi að láta sér detta það í hug?
04.08.2006 at 08:38 #557324Sælir félagar
Ég var að setja flækjur í minn og eyðslan dettur niður en power og tork upp.
[img:3qgdq9w1]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4655/33178.jpg[/img:3qgdq9w1]
04.08.2006 at 11:12 #557326
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Borgar þetta sig?
Ef góð 24ra ventla 6 cyl. Diesel vél kostar millijón og niðursetningarkostnaður væri kr. 900.000 (efni/vinna). Vél og annað sem tekið er úr bílnum selt og dekki ófyrirséð útgjöld. Þá er hægt að gera ráð fyrir að það taki 16 ár að ná til baka kostnaðinum með sparnaði á eldsneytis útgjöldum.
Þá geri ég ráð fyrir að akstur sé 20000 Km/ári, bensín vélin noti að jafnaði 21 líta/100Km en Diesel vélin 17 lítra/100Km og eldsneytis verð sé eins og "almennt verð" hjá Orkunni í dag.
ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.