This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ég fékk spurningu frá Plúsinum í morgun um jeppamál. Ég strandaði strax á fyrstu spurningu. Þar er spurt hver séu stærstu jeppadekkin og gefnir upp möguleikarnir:
38″
44″
48″Spurningin byggist á bókinni Ekið um óbyggðir (sem allir jeppamenn ættu að eiga).
Fyrir ekki löngu síðan hefði maður hakað við 44″. Nú sakna ég 49″ úr þessari flóru.
Ætli bókin hafi ekki verið komin út (eða komin of langt í framleiðsluferlinu) þegar 49″ fóru að koma til landsins til að þau hafi ratað þar inn.
Þannig að nú verð ég að velja á milli að svara vitlaust (en fá rétt) eða sleppa því að svara
Kv. JHG
You must be logged in to reply to this topic.