This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Jónas Hafsteinsson 21 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir utanfélagsmenn.
Ég hef tekið eftir því í gegnum not mín af þessum vef, að þið eruð þó nokkrir sem ekki eru félagar í Ferðaklúbbnum 4×4, og er svolítið að velta fyrir mér ástæðunni.
Ég sjálfur er búinn að vera félagi síðan ?88, reyndar með smá hléi. Í klúbbnum hef ég kynnst stórum hópi frábærs fólks, og átt frábærar stundir, bæði í byggð og óbyggð. Reyndar var ég svo heppinn að kynnast mínum bestu vinum í gegnum klúbbstarfið.
Ég geri ráð fyrir að þið séuð meðvitaðir um þau störf sem unnin hafa verið á vegum klúbbsins, bæði í því að bæta ímynd okkar jeppamanna og ekki síst í baráttunni við að fá yfir höfuð að aka breyttum bílum, og ég er ekki í vafa um að þið vitið um ávinninginn af því að vera með félagsskírteini í vasanum ef maður þarf t.d. að versla í Bílanaust og víðar.
Því spyr ég, hvað er það sem heldur ykkur frá klúbbnum? Ég hef oft velt þessu fyrir mér, og vonast til að þið getið svolítið uppfrætt mig.
Ég er alls ekki að halda því fram að allir eigi að ganga í klúbbinn, þó mér þætti það æskilegt, því það er okkur í hag að vera sem flestir, því þá er vogarafl okkar meira.
Með kveðju,
Emil Borg
You must be logged in to reply to this topic.