This topic contains 63 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.05.2006 at 12:54 #197982
Þá er komið að spurningu dagsins
Hvenar var fyrst ekið á bíl alla leið inn í Landmannalaugar og hverjir gerðu það ?
Góðar stundir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.05.2006 at 14:26 #552912
Ekki veit ég nógu mikið um allar þessar undirtegundir af Dodge herbílunum en í Neskaupstað er maður sem veit nánast allt um gamla herbíla og á 1942 Víbon og fl. Hann heitir Þóroddur og er með síma 4771618. Fyrir 50 árum var á Hellu rafvirkjabíll sem var Karíol og líktist hann mikið bílnum á myndinni hjá Skúla en þó minnir mig að húddið hafi hallað aðeins meira fram og Karíolinn var á 7.50×16 dekkjum og hærra drifi en Víboninn. Ég á kamb og pinjón úr Karíol og minnir að tennurnar séu 9 á móti 43 eða 4,77. Orginal drif í Víbon er 6 á móti 35 það er 5,83. Fyrsti Víboninn minn var með svokölluðu sjúkrabíladrifi 10 á móti 44 og fartaði meira og mílan var 2,1 km. Mér sýnist bíllinn á myndinni vera alveg eins og bíllinn Ólína sem Páll Arason átti og á þessum virðast vera framdrifslokur. Hinn bíllinn sem Páll átti lengi minnir mig að hafi verið nefndur offiserabíll og var hann fjögurra dyra með blæju. Hvet ég menn að skoða minningabók Páls Arasonar sem út kom hjá Erni og Örlygi 1983. Þar er margt fróðlegt að finna. Það er með ólíkindum hvernig þeim tókst að komast á Gamla Ford upp úr Eyjafirði Vatnahjallaveg 1944. Gaman af svona pælingum Kv. Olgeir
22.05.2006 at 14:48 #552914Á heimasíðunni http://www.ystafell.is er að finna lestur og mynd af þessum
[url=http://www.ystafell.is/cars&machines.htm:2jsw5c0i][b:2jsw5c0i]carry all dodge [/b:2jsw5c0i][/url:2jsw5c0i] þetta hlítur að vera bíll sem þeir eiga á staðnum
22.05.2006 at 15:08 #552916Meira um þenna bíl [url=http://www.ystafell.is/bilaogtaekjaskra.htm:1kgjokh0][b:1kgjokh0]hér[/b:1kgjokh0][/url:1kgjokh0]
Skv. þessu voru þessir ekki með hátt og lágt drif, gæti verið að þar skilji á milli ættar Carry-all og Carry Weapon eða milli WC og M???
Þarna er líka fyrsti snjóbíllinn hans Guðm. Jónassonar, ekki vissi ég að hann væri þarna. Maður þarf nú eiginlega að gefa sér tíma til að skoða þetta safn við tækifæri.
Kv – Skúli
22.05.2006 at 16:03 #552918Þessi WC 53 er bara seinna módel af Carry All eins og þeim sem er á Ystafelli. Held að fyrra módelið sé til 1940 til 1942 og WC 53 bara 1942. Sá fyrri er 1/2 ton en seinni 3/4 ton. Svo voru líka til svona bílar með íslenskri yfirbyggingu sem er svipuð og á WC 53 nema með stærri hliðargluggum, allavega sá ég einhversstaðar mynd af svoleiðis.
22.05.2006 at 18:40 #552920Gott er að lesa í pósti Olgeirs að þetta er ekki misminni að minningar þess merka ferðafrömuðar Páls Arasonar voru skráðar. Þá spyr maður í beinu framhaldi; Var einhverntíma eitthvað skráð eftir Guðmundi heitnum Jónassyni? Ég man eftir að Ómar Ragnarsson gerði eitt sinn ferðaþætti fyrir sjónvarpið, þar sem Guðmundur kom við sögu sem fróðleiks- og kunnáttumaður um hálendið og hálendisferðir. Einhver sagði mér að þessi þáttur væri ekki lengur til í "arkívum" Sjónvarpsins, hefði verið eytt ásamt mörgu fleiru. Ljótt er ef satt er. En nú sýnist mér komið tilefni til að eitthvert klókt forlag ráði t.d. Jón "Ofsa" Snæland eða ámóta ritfæran mann með nægilega þekkingu á hálendinu til að skrifa læsilega bók um frumkvöðlana í hálendisferðunum. Mér finnst líka full ástæða til að koma honum Olgeiri félaga okkar líka á prent, því eftir að hafa notið þeirra forréttinda að ferðast með honum sem leiðsögumanni um Fjallabaksleið í ferð með fyrstu hálendisnefndinni fyrir allmörgum árum, þykist ég vita að brýnt sé að skrá eitthvað af þeim gríðarlega fróðleik, sem hann býr yfir. Og hananú.
22.05.2006 at 19:07 #552922[img:1dexn538]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4540/32079.jpg[/img:1dexn538]
22.05.2006 at 20:29 #552924Það hefur ekki nægjanlega mikið verið skráð af sögum frumkvöðlana í bílaferðalögum yfir hálendið. Samt er töluvert til af efni, en mikil vinna að grafa þetta allt upp. Hálendið heillar er líklega ein besta bókin sem fjallar um þessi mál.
Núna er best að koma með eina létta spurningu. Í denn var vörðuð leið frá Galtalæk í Landssveit að Svartanúpi í Skaftártungum. Hvað voru þetta margar vörður ???
Hlynur
22.05.2006 at 21:59 #552926Ekki veit ég svarið við spurningunni og ekki ætla ég að reyna. En ég verð að viðurkenna ða þó ég hafið mikinn áhuga á bílum þá er ég ekki nógu gamall til að vera nægilega vel að mér í þessum herbílum. Því miður, þó ég glaður vildi. Þó getur verið að ég eigi aðra mynd af þessum bíl sem gundur setti mynd af hér að ofan. Þarf að skoða myndirnar mínar betur.
22.05.2006 at 22:07 #552928Við nánari skoðuná mínum myndum er gundur með mynd af sama bílnum og er á mynd nr 2 hjá mér, þeim við hliðina á ýtunni, bara frá hinni hliðinni
22.05.2006 at 23:26 #552930Er ekki neinn að telja vörður ???
Þessi trukkur á myndinni er REO að ég held.
Góðar stundir
22.05.2006 at 23:49 #552932Er þetta ekki bara gemsi?
kv
Rúnar.
22.05.2006 at 23:51 #552934Sæll Hlynur.Ég er sama sem að telja vörður. Var að tala við mann sem á skrifað um vörðurnar. Afar hans hlóðu þær frá Svartanúpi að Landmannahelli en Guðmundur Árnason í Múla á Landi sá um að hlaða frá Galtalæk inn að Helli. Þetta var víst 1907. Pálmi Hannesson rektor segir í Árbók Ferðafélagsins 1933 að vörðurnar séu 800 en Sveinn á Galtalæk sem er að athuga þetta fyrir mig heldur að þær séu aðeins færri . Svara þessu betur þegar Sveinn kemur heim og finnur frásögnina . Mér finnst nauðsynlegt að láta ekki dragast mikið lengur að hressa við þær vörður sem eru hrundar. Ég fann fyrir nokkrum árum gamla spýtu með afar máðu númeri við heillega vörðu í Svalaskarði sunnan undir Sauðleysunum og fór ég með merkið til Þórðar í Skógum .Vörðurnar voru allar merktar með númerum frá austri til vesturs .Vonandi betra svar fljótlega með kveðju. Olgeir
23.05.2006 at 08:33 #552936Um Norðurveg 1858.Þá fóru bræðurnir Eyjólfur og Runólfur Runólfssynir frá Maríubakka á Síðu þann 24,10 með fjárrekstur "ofan fjalla um Norðurveg"(Fjallabaksleið)í banni sýslumans á Klaustri en með Amtleyfi fyrir rekstrinu og komu að Mörk á Landi 3 okt eftir mikinn barning í óveðri og byl.
Samkv þessari frásögn mun þetta hvorki vera fyrsta eða síðasta ferð um þessa leið,en hvernig sem ég leita hef ég ekki fundið neinar heimildir um það aðra en það að Eyjólfur mun hafa riðið þessa sömu leið á 3 dögum vorið eftir,í þessari frásögn er hvergi talað um vörður heldur notuðu þeir kennileiti sem virðast hafa verið vel þekkt,svo Spurningin er hver er hin eiginlega Fjallabaksleið,frá Síðu austan Klausturs eða Skaftártungum.???
Klakinn
Frásögnin er í Gráskinnu Þórbergs og Sigurðar Norðdal 1 bindi
23.05.2006 at 09:31 #552938þessari spurningu er ekki hægt að svara beint. Fjallabaksleið var bara samheiti fyrir leiðirnar um suðurland sem lágu norður fyrir jökla. Menn fóru síðan seinna að reyna afmarka fjallabaksleið við einhverja ákveðna slóð en það endaði eins og kunnugt er með tveimur fjallabaksleiðum Niðri og Syðri en það eru nýyrði. Ég tel, eftir að hafa rætti við mér eldri og fróðari menn um þetta að það sé einfaldlega afbökun á sannleikanum að afmarka fjallabaksleiðirnar við eina slóð. það fer bara eftir því frá hvaða bæ maður er á Suðurlandi hvaða leið er best að fara um Fjallabak
guðmundur
23.05.2006 at 09:49 #552940Minn skilningur hefur verið að sú syðri (eða þær slóðir) sé hin eiginlega Fjallabaksleið. Væntanlega hafa menn jafnan farið um Mælifellssand og yfir Markarfljótið við Krók. Þetta var ekki óalgengleið samgönguleið milli byggðalaga eins og sést á frásögnum af slysinu við Slysaöldu þó hugsanlega hafi dregið eitthvað úr ferðum þar eftir það.
Nyðri leiðin sem í frásögninni sem Klakinn er með kallast Norðurvegur var allavega vestan fjalla kölluð Landmannaleið. Það er væntanlega sú leið sem var vörðuð. Eins og Gummi segir er þetta tal um Syðri og Nyðri Fjallabaksleið seinna tíma fyrirbæri.
Kv – Skúli
23.05.2006 at 13:05 #552942Þetta stefnir nú í að verða einhver fróðlegasti þráður sem hér hefur orðið til lengi. Nú situr maður við og les og punktar hjá sér það sem manni finnst maður þurfi að muna. Í sambandi við þetta síðasta, sem þið hafið verið að skrifa um Fjallabaksleið/leiðir, þá er eitthvað minnst á þetta svæði sem samgönguleið í Njálu er það ekki? Langt síðan ég las "Brennu-Njáls sögu" síðast svo ég bara man þetta ekki. Ef þetta er rétt hjá mér, er þetta búið að vera kostur í samgöngumálum býsna lengi. En varðandi trukkinn á Yzta-Felli, sem hér er mynd af að ofan, þ.e.a.s. þessi með vörubílspallinum, þá held ég að þetta sé nokkuð áreiðanlega Chevrolet eða GMC. Ég hitti reyndar hér á hlaupum Gunnar Þórðarson, bílasafnara í Stóragerði, og ef ég hef ekki misskilið hann, þá voru ýmsar fabrikkur vestra að framleiða nánast sömu hönnunina af herbílum fyrir bandarísku alríkisstjórnina og átti það reyndar við um allskonar hergögn. Enda voru víst verksmiðjur bæði Willy’s – Overland og Ford Motor Co. að framleiða herjeppann, svo dæmi sé tekið. En það eru frumkvöðlaferðirnar, sem ég fyrir mína parta er spenntastur fyrir. Hér í Skagafirði er einn af þeim búsettur, Sigurþór Hjörleifsson í Messuholti, hann er að vísu hættur akstri vegna sjóndepru, en óbilaður að minni og frásagnargáfu. Hann var nú reyndar líka einn af þeim sem voru fyrstir í hálendisferðum á vélsleðum og hann hefur áreiðanlega frá mörgu að segja fyrir þann sem kann að skrá.
kv. ólsarinn.
23.05.2006 at 13:16 #552944Ef ég man rétt, voru Dodge – herbílarnir frá í stríðinu með einföldum millikassa, þ.e. ekki með lágu drifi, og fjögurra gíra aðalkassa. Tveggja hraða millikassi kom svo í bílum af árgerðum eftir 1950 – Ég vísa í Olgeir um hvort þetta sé ekki rétt hjá mér, en ég þykist vera nokkuð viss um þetta, maður er nógu gamall til að hafa ekið allmörgum þessum bílum. Trukkarnir eins og sá með pallinum hér á myndinni fyrir ofan voru með Chevrolet/GMC 6 cyl. línumótor, toppventlavél en ekki flat-head eins og Dodge bílarnir. "Gemsarnir" voru svo með tveggja hraða millikassa og margir með aflúrtaki fyrir spil. Hér á Íslandi voru auk þess oft mixaðir við þá sturtugírar. Aðalkassinn í þeim var fimm gíra og svolítið sérkennilegt mynstur á niðurröðun gíranna, eins og þeir muna sem óku þeim.
23.05.2006 at 15:06 #552946Það kann að vera að skilningur margra Sunnlendinga hafi verið sá að leiðin um Mælifellsand sé hin eina Fjallabaksleið en Landmenn Holtamenn Gnúpverjar og Skeiðamenn og sjálfsagt fleiri tala líka um Fjallabaksleið til aðgreiningar frá strandleiðinni en þeir fóru norður fyrir Torfajökul (Landmannaleið)og komu hvergi nærri Mælifelli. Þetta er augljóslega ástæðan fyrir nafngiftunum Fjallabaksleið nyrðri og syðri. Í mínum huga er samt bara ein leið til sem heitir Fjallabaksleið og hún liggur um suðurland norður fyrir Mýrdalsjökul, norðurleiðinn liggur norðan Torfajökuls en suðurleiðin sunnan við Torfajökul. þessar nafngiftir eru til komnar úr rökréttu töluðu máli frá fyrri tíð og alveg óþarfi að vera að oftúlka þær. Þegar talað var um að fara fjallabak til forna var í raun verið að tala um að forðast sandinn og fljótin á Mýrdalssandi og Markarfljót. Samkvæmt þessu er því hægt að tala um að fara Fjallabaksleið frá Fljótsdal, efsta bæ í Fljótsdalnum, yfir að Hrífunesi um Mælifellssand niður með Öldufelli, og líka Frá Búlandi í Skaftártungum yfir að Galtalæk á Landi um Eldjá og Jökuldali. Það er hinsvegar ekki hægt að fara Fjallabaksleið frá Keldum á Rangárvöllum og niður í Fljótsdal. (Þó eru merkingar vegagerðarinnar á þá leið að menn hafa ekið þessa leið og talið sig hafa farið Fjallabaksleið syðri.) Landmannaleið er á Fjallabaki en er ekki Fjallabaksleið. Mælifellsandur er líka á Fjallabaki en er ekki Fjallabaksleið, ekki frekar en Sógshraunið.
guðmundur
23.05.2006 at 16:40 #552948Örugglega allt satt og rétt hjá Guðmundi og vandamálið oft að málvenjur eru mismunandi þó það sé ekki nema ein á eða hreppamörk sem skilja á milli. Sennilega er ég smitaður af því að dvelja lengi á Rangárvöllum, en einnig af Árbók FÍ 1976 sem reyndar heitir Fjallabaksleið syðri, en þá bók hef ég drukkið í mig nokkrum sinnum. Þar segir Árni Böðvarsson í upphafi: ‘Við … ætlum að skoða okkur um á Fjallabaksleið, sem lengi var svo nefnd en nú er oft kölluð Fjallabaksleið syðri til aðgreiningar frá Landmannaleið sem þá er nefnd Fjallabaksleið nyrðri’. Þetta rímar einhvern vegin í mínum kolli miðað við það sem ég hef heyrt og jafnframt hef ég einhvers staðar séð á prenti þá fullyrðingu að rangt sé að tala um Landmannaleið aðeins að Landmannalaugum eins og gjarnan er gert í dag. Spurning hvort þetta sé úr þessari sömu Árbók eða hvar þetta var. Á hinn bóginn er þetta mjög lógískt hjá Guðmundi og örugglega jafnrétt og annað í þessu, rétt og rangt í svona hlutum ræðst alltaf af því hvar þú ert.
Kv – Skúli
23.05.2006 at 17:11 #552950Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur fór í september 1793 frá Hlíðarenda í Fljótshlíð Fjallabaksveg sem Skaftfellingar kalla Norðurveg eins og hann segir orðrétt í Ferðabók sinni .Hann fór inn Fljótshlíð og yfir Hvítmögu á Króknum og yfir Markarfljót einhversstaðar þar fyrir ofan og nefnir áningarstað í Grashaga . Síðan er haldið um Hvanngil og Mælifellssand og þeir rákust á götur austan Hólmsár og komu til bæja í Hemru . Ferðamenn sem komu austan Síðuheiðar fóru gjarnan inná hálendisleiðina nálægt bæjunum Búlandsseli eða Svartanúp sem báðir fóru í eyði 1933 . Björn Gunnlaugsson fór Landmannaleið 1839 og gerði uppdrátt af henni en hún hefur örugglega verið þekkt lengi og til dæmis ráku skaftfellingar sláturfé til Reykjavíkur enda lítið um erfið vatnsföll og víða hagar á leiðinni . Það er svo í seinni tíð sem farið er að kalla þessar leiðir Fjallabaksleiðir og ég er hræddur um að erfitt verði að vinda ofan af þessu héðan af en skýrara gæti verið að nota nafnið Landmannaleið yfir nyrðri leiðina og Fjallabaksveg yfir syðri leiðina . Ferðafélagsbókin 1976 er um" Fjallabakssleið syðri ". Varðandi Víbona er það rétt að þeir elstu voru með millikassa án lága drifs og ég held að 1953 hafi nýja gerðin komið með lága drifið og þá breyttist líka afturhásingin og drifkúlan var aðeins hægra megin en í gömlu bílunum voru jafnlangir öxlar. Milil breyting varð í sambandi við stýrisganginn og lausa fjaðrahengslið sem var að framan færðist og varð að aftan.Húddið opnaðist frá báðum hliðum á eldri bílunum en opnaðist framanfrá eftir breytinguna og margt fleira breyttist sem of langt er að telja upp. Kv. Olgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.