This topic contains 63 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.05.2006 at 12:54 #197982
Þá er komið að spurningu dagsins
Hvenar var fyrst ekið á bíl alla leið inn í Landmannalaugar og hverjir gerðu það ?
Góðar stundir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.05.2006 at 13:04 #552872
er ekki betra að fara út að leika
skari jeppalausi
20.05.2006 at 13:15 #552874já, erfitt að sega, enn mig minnir þó að það hafi verið gulur Bronco árg ’74 sem fyrstur jeppa ók í Laugarnar á 38" dekkjum, reyndar var með honum willys sem einnig var á 38" þetta voru fyrstu bílarnir sem óku um á svo stórum dekkjum.
Líklega svarar þetta ekki spurningu dagsins enn samt fróðleikur.
Lúther
20.05.2006 at 13:39 #552876Það var ekki búið að finna upp stór dekk þegar fyrst var ekið í Landmannalaugar.
20.05.2006 at 13:45 #552878Minnsta ferðafélagið og það hafi verið milli 1948-1950. sá hópur er allavega líklegur.
20.05.2006 at 13:53 #552880Þið eruð ekki að vita neitt.
20.05.2006 at 14:01 #552882Nyðri Fjallabaksleið var fyrst ekin á jeppum sumarið 1948, en ekki kemur fram hvort komið hafi verið við í Landmannalaugum. En sennilega hefur leiðin verið ekinn áður á Víbonum.
Allavega komu jeppar í Landmannalaugar 27 ágúst 1948. Verður maður bara ekki að hringja í Pál Ara og spyrja. Nema hann vilji ekki viður kenna að Guðmundur Jónasson hafi verið fyrstur.
20.05.2006 at 14:05 #552884En giska samt enn og þá á Vatna-Brand, hann var lang flottastur
20.05.2006 at 14:12 #552886Nyðri Fjallabaksleið var ekki farin í fyrsta skipti 1948. Syðri leiðin var farin þá í fyrsta skipti á bílum, af Minnsta ferðafélaginu.
Góðar stundir
20.05.2006 at 14:18 #552888hún var ekinn fyrst á jeppum 1948, en greinilega hafa Víkverjar verið á annarskonar farartækjum, sem komu á undan.
20.05.2006 at 16:03 #552890Var það ekki í sambandi við ferðina yfir Sprengisand sem fyrst var farið á bílum í Laugarnar um 27-31,finnst eitthvern vegin ég hafa lesið það eitthverstaðar,eða hvort það var fyrir þann tíma.
Klakinn
20.05.2006 at 16:19 #552892Fyrstur á bíl í Landmannalaugar var Kristján (Stjáni Hvellur) þetta var um 1940. Kristján starfaði hjá Bifreiðastöð Steindórs á þessum árum og seinna í Sundlhöll Reykjavíkur.
Hef þessar upplýsingar eftir föður mínum Páli Arasyni.
Björn Pálsson
20.05.2006 at 16:54 #552894Þetta er ekki rétt svar. Svona til að skilgreina þetta aðeins betur fóru þeir yfir Frostastaðaháls, yfir Jökulgilkvíslina og stoppuðu fyrir neðan gangnamannakofan. Þetta var í fyrsta sinn sem bílar komu þangað. (Þetta er mjög góðar heimildir sem ég er með) Sömu menn voru líka þeir fyrstu til að aka nyrðri fjallabaksleið, en það var ekki gert í sömu ferð.
Góðar stundir
20.05.2006 at 17:06 #552896Sælir . Fyrst var ekið í Landmannalaugar 16.júní 1946 og þar var á ferð Guðmundur , lallaður Mummi frá Feðgum í V- Skaftafellssýslu og voru þeir á Dodge Caiol . Í ágúst um sumarið var hringnum lokað þegar Klausturbræður og fleiri fóru aystanfrá á 2 Víbonum. Meira seinna Kv. Olgeir
20.05.2006 at 17:31 #552898loks eitthvað skemmtilegt á spjallinu. Ég veit svosem ekki hvernig þú ætlar að klóra þig út úr þessu, fyrst þú rengir ókrýndann konung fjallanna Pál Arason og svo reynir þú væntanlega að rengja Herra Landmannaafrétt hann Olgeir. Ja men Hlynur nú ert þú búin að skjóta þig í báða fætur og ef ekki rassgatið líka. Kv háls og beinbrot
20.05.2006 at 17:47 #552900Olgeir var með svarið, enda ekki við öðru að búast. Þessir sömu félagar fóru svo áfram nyrðri leiðina í ágúst 1946, en þá komu líka á móti þeim tveir bílar, og var sótt að fjallabaki úr báðum áttum. Á milli ferða hafði minnsta ferðafélagið laumað sér innúr og hafði hugsað sér að vera á undan yfir fjallabak, en komust ekki upp úr Illagili. Höfðu þeir Guðmundur og félagar orð á því að þar hefðu verið menn á ferð sem ætluðu að "taka frá þeim glæpinn".
Góðar stundir
ps: um þetta ferðalag má lesa í Dynskógar 6, sem er rit frá sögufélagi vestur skaftfellinga. Þess má líka geta, að til þess að spurning verði skemmtilega, má ekki vera hægt að "googla" svarið.
21.05.2006 at 16:26 #552902Nú væri gaman að fá að vita frá vísum mönnum meira um fyrstu bílaferðir og/eða jeppaferðir um hinar ýmsu leiðir, a.m.k. hinar þekktari. Ekki er langt síðan ágæt grein var í Lesbók Mogga um fyrstu bílferð yfir Sprengisand, og heimildarmenn úr hópnum sjálfum. Einhvernveginn minnir mig að til séu á prenti í bókarformi frásagnir Páls Arasonar, vona allavega að það sé rétt hjá mér. Páll er enn á lífi hygg ég og vonandi einhverjir sem eiga aðgang að honum ef því hefur ekki verið komið í verk að skrá frásagnir hans. Héðan úr Skagafirði fóru fjórir félagar á Buick-fólksbifreið á fjórða áratugnum Kjalveg allan, þ.e.a.s. gömlu hestaleiðina, frá Mælifelli um Mælifellsdal, suður Eyvindarstaðaheiði, yfir Blöndu og áfram suður. Veit satt að segja ekki hvort þetta var fyrsta bílferð þessa leið, en ég hef fyrir satt að ferðasagan sé til skráð eftir þeim félögum. Eiginlega er komið þarna tilvalið efni í bók, ef einhver nennir að skrifa hana og fær útgefanda að verkinu. Meðal annarra orða, eru einhverjir innan klúbbsins fróðir um hernaðarútgáfur 4×4 bíla úr styrjöldinni 1939 til 1945? Þetta eru heilmikil vísindi víða um heim og heimildir víða að finna núna á þessum google-tímum. Mig langaði til að vita hvort það væri rétt, að Dodge WC (Weapons Carrier) og við höfum kallað vípón hér á Skerinu, og Dodge CA (Carry-All) sem við köllum flest "karíol" að þetta væru hvorttveggja útfærslur á M-37 ? Svipað og hinar fjöldamörgu útfærslur sem til eru af sambærilegu tæki í nútímanum, M1113, HMMWV (Humvee) sem hefur til skamms tíma verið framleiddur í civilian-útfærslu sem Hummer H1, en er víst að kveðja. Læt þessar fyrirspurnir duga í bili! kv úr hríðinni fyrir norðan!
21.05.2006 at 21:09 #552904Ólsarinn spyr:
Mig langaði til að vita hvort það væri rétt, að Dodge WC (Weapons Carrier) og við höfum kallað vípón hér á Skerinu, og Dodge CA (Carry-All) sem við köllum flest "karíol" að þetta væru hvorttveggja útfærslur á M-37Ég er nú ekki sérfróður um þessa gömlu höfðinga en er þetta ekki Carry-All eða sá sem var kallaður karíol:
[img:1jty9c3n]http://www.olive-drab.com/images/id_wc53_full.jpg[/img:1jty9c3n]
Þessi Dodge hefur tegundaheitið WC-53 og er þá úr WC seríu af þessum Dodge trukkum, en ekki M línunni eins og Víponinn. En best að halda áfram með spurningar, var eitthvað af þessum karíol bílum hér í notkun að ráði og er til eitthvað eintak ennþá?
Kv – Skúli
21.05.2006 at 23:07 #552906Ekki gat ég fundið neinar myndir hjá mér sem ég þori að fullyrða að séu af Karíól en nokkrar átti ég af Dodge bílum sem ég sá að Ystafelli fyrir norðan síðasta sumar. Ætla að reyna að setja þær inn í albúmið mitt. Það eru þrír staðir sem væri möguleiki á að finna Karíól, an það er á Ystafelli í Kinn(ef mín landafræði er rétt), Samgöngusafnið á Skógum, og svo er eitt að Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði.
Kv
Siggi tæknó
22.05.2006 at 13:58 #552908Bölvaður sauðarhaus getur maður verið endrum og sinnum. Auðvitað þarf ég að hitta Gunnar Þórðarson frá Stóragerði, sem starfar venjulega sem húsvörður Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Safnið þeirra feðga í Stóragerði í Óslandshlíð er nefnilega að verða ansi gott, snyrtilegt og aðgengilegt í alla staði. Maður á nú ekki að þurfa að láta segja sér svona hluti, en einhversstaðar verður það víst að koma fram að maður er orðinn gamall og nærri senile!
22.05.2006 at 14:10 #552910Þú hefur komist í safnið á Yzta-Felli Sigurður sé ég er. En á myndunum í safninu þínu sjást vissulega margir, gamlir bílar. Engan Dodge sá ég þar samt, en hinsvegar a.m.k. 3 af gerðinni Studebaker-Reo, líklega af árgerðunum 1952 – 1954 eða um það bil og svo sést líka í nefið á einum sem gæti verið 1942 árgerð af Chevrolet eða GMC herbíl. Sé reyndar ekki hvort hann er á einni eða tveimur hásingum að aftan. Björn Sverrisson, fv. brunaeftirlitsmaður á Sauðárkróki er tiltölulega nýbúinn að gera upp einn Chevrolet hertrukk frá 1942 á einni hásingu að aftan. Viðgerðin er hreint listaverk eins og allt sem Björn gerir. Hann er nú oftast að gera upp bíla fyrir aðra, en hann gerði upp einn Ford T fyrir sjálfan sig, sem er hér á Minjasafninu á Sauðárkróki og svo á hann einn alveg original jeppa með original blæjum og öllu dótinu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.