This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 13 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.05.2011 at 22:12 #218965
Þið megið ráða hver spurningin er.
[youtube:2i2sz3f3]http://www.youtube.com/watch?v=WaUkMSV98ig[/youtube:2i2sz3f3]
Njótið tónlistarinnar.
Kv. Atli E.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.05.2011 at 22:38 #729947
Er hann ekki með vinstri rasskinn á kafi í krapavatni? Það gæti útskýrt svipinn á honum.
Annars þarf að fara að kenna Birki grundvallarreglurnar tvær um snjóinn.
1) Ekki keyra á bláa snjónum
2) Ekki borða gula snjóinnBjarni G.
10.05.2011 at 23:00 #729949Allveg er þetta ótrúlegt hvað kallinn stendur alltaf undir nafni "FASTUR"
Alltaf flottir
Kv Bjarki
10.05.2011 at 23:59 #729951Nú var ég vissulega ekki á staðnum og því ekki með aðstæður á hreinu en ég er með eina spurningu: Af hverju var ekki mokað frá vinstri hliðinni og einnig framan við bílinn til að losa um hann og minnka skemmdir og draga úr átökunum við að ná honum upp, jafnvel að moka líka undan hægri hliðinni til að minnka hallann (að því gefnu að hann hafi ekki verið á ís og vatn undir)?
Annars er þetta mjög skemmtilegt video, takk fyrir mig:-)
Freyr
11.05.2011 at 00:25 #729953Iss það eru bara tvær tegundir jeppamanna til og það eru faramenn og fastir/UR, eða þeir sem Fara og Gera og svo þeir sem eru alltaf fyrir aftan í förum og bíða og gagnrýna eiginlega hálfgerðir sófariddarar á fjöllum. Þið eruð bara flottir félagar og ferðist eins og á að gera og hafið húmorinn á hreinu Áfram Fastur og félagar ég bíð spenntur eftir næsta ævintýri ykkar JEPPAMANNA og KVENNA kv Gísli JEPPAkarl
11.05.2011 at 01:28 #729955Sæll Gísli, hér eru myndir úr nokkrum minna ferða, flestar skipulagðar af mér og mér leiðist í förum………. Fer líka stundum einbíla á fjöll á veturna, t.d. í vetur í Dalakofa/Krakatind, að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og hringinn kringum Mýrdalsjökul.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … temId=6746
http://www.facebook.com/photos.php?id=100000570254985
Mætti svosem bæta við að ég vann við Vatnamælingar eitt sumar, var mjög virkur í björgunarsveit í nokkur ár og keyri túrista einstaka sinnum.
Sjáumst hressir á fjöllum, kveðja Freyr (sem var á Langjökli þarsíðustu helgi, fer á Eyjafjallajökul á fimmtudag og ef fer sem horfir verður farið á Mýrdalsjökul-Torfajökul um helgina).
11.05.2011 at 09:00 #729957[quote="freyr":3rjeukyh]ég er með eina spurningu: Af hverju var ekki mokað frá vinstri hliðinni og einnig framan við bílinn til að losa um hann og minnka skemmdir og draga úr átökunum við að ná honum upp, jafnvel að moka líka undan hægri hliðinni til að minnka hallann (að því gefnu að hann hafi ekki verið á ís og vatn undir)?Freyr[/quote:3rjeukyh]
Það var ekkert vinstramegin nema fljótandi krapi og þar fyrir neðan um 2m djúpt vatn. ef við hefðum brotið ís undan bílnum, þá hefði hann farið ofan í, á bóla kaf og lílega á hliðina eða toppinn.
Enda var gatið á ísnum akkurat passlegt fyrir 1stk Overland.Ástæðan fyrir því að þetta gerist er sú að á fimmtudegi fyrir páska þá er einmitt hvíti snjóbíllinn (sem dregur Overland upp síðar) á leið inn í Laugar.
Hann keyrir út á ísinn og fer niður. Bjsv. menn ná snjóbílinum upp með sínu dóti og mannskap.Þegar við förum innúr, þá lítur þetta ekkert ílla út, þannig lagað.
Ég er t.d. nokkuð viss um að ég hafi bara ekið yfir þetta á stóru-ferðinni á leiðinni innúr, enda leit þetta bara út eins og smá krapi á miðjum vegi.
Linda sagðist líka vera nánast 100% viss um að gamli Wrangler hefði farið þarna yfir líka.Enn Birkir tekst með einstökum dugnaði að setja Overland á hlið þarna ofan í.
Þá höfum við sem vorum á undan, líklega ferið búin að brjóta þetta upp aftur þannig að enginn burður var í ísnum.Þegar við vorum búin að brasa þarna innfrá í nokkrar mínútur, þá kemur einmitt hvíti snjóbíllinn að, og út úr honum stekkur vasklegur drengur og segist vera réttur til að aðstoða okkur, því hann hefa búið til gatið á fimmtudag.
Þegar búið var að spenna snjóbílinn framan við Overland, og 4Runner´anna þvert á til að halda overland á réttum kili, þá gekk þetta bara furðu vel, Sérstaklega þegar búið var að tjakka hann upp og reka planka undir.
Bílstjórinn á snjóbílnum og annar félagi hann voru ótrúlega vaskir að hjálpa, nærgætnir við bíl og menn.
Það er engin spurning, að án þeirra þá hefði þetta verið stór mál að ná bílnum upp, því aðstæður voru mun verri enn þær líta út fyrir að vera á mynd.Kv. Atli E.
11.05.2011 at 09:54 #729959
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir Fastir.
Ég tók mér það Bessaleyfi að setja þetta frábæra myndband inn á Myndir/myndskeið.
Menn mega vera duglegri að setja þar inn svona myndbandsbrot .Það á að vera auðvelt og fljótlegt fyrir alla.
KV. SBS.
11.05.2011 at 09:59 #729961Sammála því.
Væri líka til í að henda fleiri myndum inn á albúmið okkar.
Enn því miður þá hefur það bara alls ekki gengið nóg og vel.
Virðist alltaf taka óratíma að græja það, á meðna það tekur bara 1-2 mín að græja það á FBkv. Atli E.
11.05.2011 at 10:41 #729963
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Atli.
Vefnefnd er að vinna baki brotnu í nýrri vefsíðu. Hún þarf að vera betri eða jafngóð og Facebook að því leiti sem okkur hentar. Það er eina leiðin til að vinna mannskapin hingað aftur. Eg veit að góðir menn eins og Fastir félagar standa með okkur í þeirri viðleitni.
Kv. SBS.
11.05.2011 at 11:58 #729965[quote="Atli":2uk5aoty][quote="freyr":2uk5aoty]ég er með eina spurningu: Af hverju var ekki mokað frá vinstri hliðinni og einnig framan við bílinn til að losa um hann og minnka skemmdir og draga úr átökunum við að ná honum upp, jafnvel að moka líka undan hægri hliðinni til að minnka hallann (að því gefnu að hann hafi ekki verið á ís og vatn undir)?Freyr[/quote:2uk5aoty]
Það var ekkert vinstramegin nema fljótandi krapi og þar fyrir neðan um 2m djúpt vatn. ef við hefðum brotið ís undan bílnum, þá hefði hann farið ofan í, á bóla kaf og lílega á hliðina eða toppinn.
Enda var gatið á ísnum akkurat passlegt fyrir 1stk Overland.Ástæðan fyrir því að þetta gerist er sú að á fimmtudegi fyrir páska þá er einmitt hvíti snjóbíllinn (sem dregur Overland upp síðar) á leið inn í Laugar.
Hann keyrir út á ísinn og fer niður. Bjsv. menn ná snjóbílinum upp með sínu dóti og mannskap.Þegar við förum innúr, þá lítur þetta ekkert ílla út, þannig lagað.
Ég er t.d. nokkuð viss um að ég hafi bara ekið yfir þetta á stóru-ferðinni á leiðinni innúr, enda leit þetta bara út eins og smá krapi á miðjum vegi.
Linda sagðist líka vera nánast 100% viss um að gamli Wrangler hefði farið þarna yfir líka.Enn Birkir tekst með einstökum dugnaði að setja Overland á hlið þarna ofan í.
Þá höfum við sem vorum á undan, líklega ferið búin að brjóta þetta upp aftur þannig að enginn burður var í ísnum.Þegar við vorum búin að brasa þarna innfrá í nokkrar mínútur, þá kemur einmitt hvíti snjóbíllinn að, og út úr honum stekkur vasklegur drengur og segist vera réttur til að aðstoða okkur, því hann hefa búið til gatið á fimmtudag.
Þegar búið var að spenna snjóbílinn framan við Overland, og 4Runner´anna þvert á til að halda overland á réttum kili, þá gekk þetta bara furðu vel, Sérstaklega þegar búið var að tjakka hann upp og reka planka undir.
Bílstjórinn á snjóbílnum og annar félagi hann voru ótrúlega vaskir að hjálpa, nærgætnir við bíl og menn.
Það er engin spurning, að án þeirra þá hefði þetta verið stór mál að ná bílnum upp, því aðstæður voru mun verri enn þær líta út fyrir að vera á mynd.Kv. Atli E.[/quote:2uk5aoty]
Þakka þér fyrir flott svar Atli. Hvernig er Overlandinn eftir volkið???
11.05.2011 at 12:58 #729967Það er kannski betra að Birkir svari því, enn eftir því sem ég kemst næst þá er hann í topplagi – fyrir utan skemmd í brettakannt.
Eins og allir sannir jeppakallar vita, þá er óbrotinn brettakanntur bara fyrir homma og grænmetisætur – táknmynd þess að menn hafi aldrei á fjöll komist.kv.
26.05.2011 at 15:05 #729969[quote="Atli":3ku5k4oa]Það er kannski betra að Birkir svari því, enn eftir því sem ég kemst næst þá er hann í topplagi – fyrir utan skemmd í brettakannt.
Eins og allir sannir jeppakallar vita, þá er óbrotinn brettakanntur bara fyrir homma og grænmetisætur – táknmynd þess að menn hafi aldrei á fjöll komist.
kv.[/quote:3ku5k4oa]Brotinn stuðari líka. Einangrunin undir teppinu neitar að þorna. Einhvað smá rafmagsbögg. Titringur kominn í hann eftir þetta.
26.05.2011 at 15:18 #729971Þá kemur sér vel að eiga gamlan Wrangler sem hægt er að halla höfði að þegar mest á reynir 😉
26.05.2011 at 15:31 #729973[quote="Atli":py7n1gb4]Þá kemur sér vel að eiga gamlan Wrangler sem hægt er að halla höfði að þegar mest á reynir ;-)[/quote:py7n1gb4]
Já það gerir það.Viltu kaupa?
26.05.2011 at 15:36 #729975En takk gegt fyrir frábært myndband og aðstoð við að ná upp súbbanum.
27.05.2011 at 20:18 #729977getið þið sagt mér með hverjum tónlistin úr myndbandinu er
27.05.2011 at 21:20 #729979
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hljómsveitin er Fræbblarnir.
Þeir áttu sögulegt innslag í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, sem fyrir löngu er orðin klassík og dásamleg heimild um tónlistarlífið á gullöld íslenska pönksins
kv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.