This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Þór Björgvinsson 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Góðan dag
Fórum á nokkrum bílum á Langjökul í gær og var nokkuð mikil umferð. Við fórum frá Jaka, fylgdum förum sem fylgdu trakki sem við vorum með inn í átt að Þursaborg. Um 4 km vestan við Þursaborg lentum við á sprungusvæði sem mig langar að vara við. Þarna voru yfirleitt frekar mjóar sprungur en þær opnuðu sig verulega inn á milli og 3 bílar í okkar hóp misstu hjól niður í sprungur. Þarna voru margir bílar búnir að keyra yfir og einskær heppni að ekki hafa fleiri bílar farið þarna niður. Ég reyni að sýna þetta á myndum í myndaalbúminu mínu. Að mínu mati borgar sig fyrir menn að nota trökk sem eru nokkuð sunnar, en það er nánast enginn snjór ofaná ísnum á jöklinum og því afar grunnt niður á sprungur.
Kv. Óli
You must be logged in to reply to this topic.