This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Eins og komið hefur fram hér einhvers staðar römbuðum við á sprungur á okkar leið yfir Hofsjökul um helgina austurlandsdeildin. Það var út af fyrir sig bara fínt því annars hefði verið frá litlu að segja af þeim legg. A.m.k. tvær sprungur ókum við yfir, önnur virkaði lítil en nokkuð kröpp, hin er alvarlegri, á að giska 10-15m á breidd. Sú virðist vera fyllt snjó en ætti samt að vera sæmilega áberandi úr því maður finnur hana í blindunni sem var á jökli. Neðri jaðarinn á henni er sérstaklega varasamur því þar virtist snjóhulan þunn og takmarkað hald. Stutt er á milli þessara sprungna, nokkrir tugir eða hundruðm og liggja þær nærri punkti TJK03 eða TJK04 sem kynntir voru fyrir Hofsjökulferð 2005, þar sem brattinn er hvað mestur. Það var lítið skyggni og því ekki tækifæri til að skoða málið nánar að svo komnu en grun hef ég um að einhverjir hafi jafnvel farið þessa leið í betra veðri á heimleiðinni frá Akureyri og hafa þá kannski nákvæmari staðsetningu. Leiðin er hins vegar fín og útsýnið stórbrotið þegar komið var út úr blindunni þar efst.
Annars gekk okkar ferð nokkuð vel og lítið um bilanir, eiginlega bara einhver grindarbrot, úrbræðsla og sitthvað smálegt. Mikil blinda var á leið okkar um Grímsfjall og nágrenni, niður Köldukvíslarjökul á suðurleiðinni og lukum við svo nokkrir bílar hringnum með óbyggðaakstri um Búrfellsheiði, Heljardalsfjöll og Smjörvatnsheiði í toppveðri.
You must be logged in to reply to this topic.