FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sprunga á Hofsjökli

by Rúnar Ingi Hjartarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Sprunga á Hofsjökli

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 20 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.03.2005 at 16:51 #195626
    Profile photo of Rúnar Ingi Hjartarsson
    Rúnar Ingi Hjartarsson
    Member

    Eins og komið hefur fram hér einhvers staðar römbuðum við á sprungur á okkar leið yfir Hofsjökul um helgina austurlandsdeildin. Það var út af fyrir sig bara fínt því annars hefði verið frá litlu að segja af þeim legg. A.m.k. tvær sprungur ókum við yfir, önnur virkaði lítil en nokkuð kröpp, hin er alvarlegri, á að giska 10-15m á breidd. Sú virðist vera fyllt snjó en ætti samt að vera sæmilega áberandi úr því maður finnur hana í blindunni sem var á jökli. Neðri jaðarinn á henni er sérstaklega varasamur því þar virtist snjóhulan þunn og takmarkað hald. Stutt er á milli þessara sprungna, nokkrir tugir eða hundruðm og liggja þær nærri punkti TJK03 eða TJK04 sem kynntir voru fyrir Hofsjökulferð 2005, þar sem brattinn er hvað mestur. Það var lítið skyggni og því ekki tækifæri til að skoða málið nánar að svo komnu en grun hef ég um að einhverjir hafi jafnvel farið þessa leið í betra veðri á heimleiðinni frá Akureyri og hafa þá kannski nákvæmari staðsetningu. Leiðin er hins vegar fín og útsýnið stórbrotið þegar komið var út úr blindunni þar efst.

    Annars gekk okkar ferð nokkuð vel og lítið um bilanir, eiginlega bara einhver grindarbrot, úrbræðsla og sitthvað smálegt. Mikil blinda var á leið okkar um Grímsfjall og nágrenni, niður Köldukvíslarjökul á suðurleiðinni og lukum við svo nokkrir bílar hringnum með óbyggðaakstri um Búrfellsheiði, Heljardalsfjöll og Smjörvatnsheiði í toppveðri.

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 08.03.2005 at 17:16 #518430
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Kára/gutta hópurinn fór upp Þjórsárjökul í frábæru veðri og skyggni á sunnudaginn. Við fórum ekki að sprungunum sem Austfirðingarnir lentu í en sáum svæðið tilsýndar frá Hásteinum. Ég hef bætt inn punkti í [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.gps:g57tj0pn]leiðaskrána.[/url:g57tj0pn]. Eftir breytinguna er fjórir efstu punktarnir svona:

    6448.545 N 01852.106 W Hábunga
    6447.705 N 01850.510 W
    6447.008 N 01849.074 W Við Hásteina
    6447.406 N 01847.727 W Varúð, sprungusvæði

    Punkturinn sem ég bætti við er tæðan km frá Hásteinum. Með þessar breytingu er brattinn á leiðinni mun minni en ella.

    Upprunalega útgáfan af leiðinni er stórhættuleg og ætti alls ekki að fara eftir henni. Á leiðinni eftir breytingu sjást merki um sprungur sem ég býst við opnist á sumrin.
    [url=http://sigurjon.ok.is/scan/hofsjokull-mars-2005:g57tj0pn]Hér eru nokkrar myndir.[/url:g57tj0pn]

    -Einar





    08.03.2005 at 20:58 #518432
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég setti inn feril frá sunnudeginum af okkar leið úr Bárðardal, yfir Hofsjökul og inn í Kerlingafjöll. Þar sést að við fórum u.þ.b. 200 m sunnan við punkt TJK03. Skráin heitir Bardard_Hofsj.txt og er ferill á NobelTec sniði. Setti líka inn ferilinn okkar frá laugardeginum, nafn skráarinnar er Hofsj_Goddalur.txt og sama snið.

    Kv – Skúli





    09.03.2005 at 00:10 #518434
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Sprungurnar sem Austfirðingarnir lentu í eru á milli TJK02 og TJK03. Ef farið er að nýjapunktinum við Hásteina, þá er aldrei ekið nær en c.a. km frá sprungunum sem Austfirðingarnir lentu í. Þegar ég segi að TJK03 sé á sprungusvæði á við að þar sé líklegt að sprungur opnist á sumrin, þar voru hvorki sprungur nú eða 1 apríl 2000 þegar við Þrándur fórum þarna.

    Ég held að ferillinn sem Skúli setti og leiðin með Hásteina punktinum, sem fylgir ferlinum frá 2000, séu báðar öruggar á þessum árstíma en þarna má búast við sprungum á sumrin.

    -Einar





    09.03.2005 at 15:07 #518436
    Profile photo of Rúnar Ingi Hjartarsson
    Rúnar Ingi Hjartarsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 86

    Eins og áður sagði sá ég ekki mikið meira en 2-3m frá mér á þessu svæði en svona mv. að þreifa á sjálfum mér og rýna í kort kæmi mér ekki á óvart að enn tryggara væri að flytja punkta 2 og 3 í þessari leið norðar um ca. 800-1200m. Könnuðið þið þann möguleika eitthvað? Samkv. hæðarlínum í jöklinum lítur það alltént út fyrir að vera nokkuð jafn og til þess að gera lítill halli á því svæði. Ef ég hefði ekki asnast til að trúa þessum ferli í blindni (og blindu) hefði ég sennilega flutt mig þangað.





    09.03.2005 at 16:09 #518438
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Því miður er afskaplega lítið að marka kortin á þessum slóðum.

    Ég hef farið þessa leið tvisvar, í sitthvoar áttina, í fullkomnu skyggni í bæði skiptin, niðurstaðan er að það sé best að fara langleiðina suður að (Syðri) Hásteinum. Það er allt í lagi með punkta 2 og 3, það er leiðin á milli þeirra sem er ekki í lagi.
    Feillinn sem ég gerði þegar ég bjó til leiðina var einmitt að taka mark á kortinu og halda að það væri í lagi að sleppa króknum suður að Hásteinum.

    Ég mæli ekki með því að fara norðar, brattinn vex til norðurs. Ferillinn sem Skuli bendir á hér að ofan fer aðeins sunnan við punkta 2 og 3, það er allt í lagi en óþarfi.

    -Einar





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.