Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sprengjudekk
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Emil Borg 21 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.08.2003 at 16:09 #192764
Sælir spekingar
Ég má til með ad deila með ykkur því sem henti mig í gær.
þar sem ég sat í rólegheitum inni í stofu kvað við gríðarleg sprenging úti á plani. Hún var svo öflug að rúðurnar nötruðu í húsinu. þegar að var gáð hafði annað framdekkið á bílnum hjá mér sprungið. það er ca. hálfslitið 38″ Ground Hawg. Nú er tætt gat á dekkinu sem hægt er að stinga hnefa í gegnum.
það sem mér finnst óhugnarlegast við þetta er að það gerðist ca. 2. tímum eftir að ég kom á bílnum norðan úr landi. Ég var með ca. 30psi í dekkjunum, en venjulega keyri ég með 25psi. Þau eru gefin upp fyrir hámarksþrýsting 35psi.Nú er ég forvitinn að vita hvort einhver hafi lent í þessu. Ég hef aldrei heyrt um svona lagað áður, og viðurkenni að það skaut mér skelk í bringu.
Emil Borg
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.08.2003 at 16:16 #475224
Hef heyrt að það fari illa með Grand Hawk dekk að ekið sé mjög hægt. Gæti það hafa valdið þessu??
04.08.2003 at 16:56 #475226Ég hef heyrt að ef ekið er of hratt á grand hawk með of lítið loft í þannig að dekkin nái að hitna, losni um strigalagið. Við það kemst loft inn á milli laga og kúla myndast á dekkinu. Dekkið getur síðan hvellsprungið hvenar sem er. Ég hef heyrt áður um dekk sem hvellsprakk úti á bílastæði. Um páskana var Beggi kokkur á leið yfir Steingrímsfjarðarheiði með stífpumpuð dekk og þá hvellsprakk að framan hjá honum. Kúla var á dekkinu áður en hann lagði af stað. Hér má sjá
[url=http://this.is/rotta/album.php?p=2&flk=42:160ynfa4]myndir[/url:160ynfa4] af dekkinu.Kv.
KG
05.08.2003 at 08:57 #475228Þetta getur gerst á öllum dekkjum, á ekkert sérstaklega skilt við Ground Hawk frekar en Michelin 175/70, þó svo að eflaust geti einhverjar dekkjagerðir verið eitthvað viðkvæmari fyrir þessu en aðrar…
Ef ekið er "of hratt" á lágum þrýsingi þar sem ekki er nægjanleg kæling, þá geta strigalögin í dekkjunum skemmst, losnað um strigalögin, þau einfaldlega slitnað í sundur. Svo verður svona búmsarabúmm við tækifæri. Ef dekk hitnar eitthvað að ráði í akstri þá er líklega of lítið loft í því.
M.ö.o. þegar menn eru að keyra á malbikinu þá er best að hafa nóg af lofti í börðunum. Það þarf að fylgjast með þrýstingunum, því oft sígur úr þessum dekkjum loftið.
Svo geta myndast skemmdir í hliðum dekkja af öðrum orsökum, sem enda með búmsarabúmmi.
Kveðja
Rúnar.
05.08.2003 at 09:10 #475230…að eftir að við hentumst út af veginum þarna uppi á Steingrímsfjarðarheiði þá virtust allir hafa lent í því að það hvellsprakk hjá þeim. Það voru nokkuð margir sem þurftu að deila slíkri "hvellsögu" með okkur. Allir með tölu höfðu verið á Ground Hawg dekkjum. Tek það fram að dekkin hjá okkur voru rétt eins árs og ekkert óeðlilega slitin. Einnig höfum við haft ráð og ræðu á því að keyra ekki um á þeim hálfloftlausum enda eldsnögg að pumpa í eftir að ný loftdæla var sett í…nota bene um svipað leyti og við keyptum þessi dekk.
Stuttu áður en við lögðum á stað upp á heiði tók einn ferðafélaginn okkar eftir kúlu á dekkinu en hélt að við vissum af henni, en það gerðum við ekki, þannig að hún var greinilega nýmynduð enda höfðum við verið að pumpa í dekkin nokkrum kílómetrum áður. En það sýnir að aldrei er of varlega farið….dekkin eru skoðuð nokkuð vandlega af okkur áður en við leggjum í hann. Þrátt fyrir að flugferðir teljist einkennismerki hópsins okkar er svona flugferð frekar óskemmtileg….Það er nokkuð víst að ég kaupi ekki aftur þessi dekk….bara legg ekki í það….
með ferðakveðju,
Soffía
05.08.2003 at 09:31 #475232Hef séð þetta gerast á Ground Hawk, 38" Dick Cepek og Papa Jones dekkjum.
Hljómar eins og Ground Hawkinn sé viðkvæmari fyrir þessu, en þetta fyrirbæri (seperation of belts) er skillt öllum gúmidekkjum!
Einhvernvegin hef ég nú alltaf talið að Ground Hawkinn og Mudderinn séu með sama belginn (tæknilega séð sama dekkið), bara sitthvort mynstrið. Belgurinn á þeim báðum lítur allavega jafn illa út…
Kveðja
Rúnar.
05.08.2003 at 09:37 #475234Góðann daginn gott fólk!
Ég get sagt ykkur reynslusögur sem taka til Ground Hawk, Dick Cebeck og jú ég þekki einn sem hefur lent í þessu 2x með Mudder.
Þetta hefur ekkert að gera með tegund dekkjanna! (mér var reyndar sagt það einhverntímann að það væri sama strigalag "sami grunnur" í Ground og Mud.??
Þessi kýli myndast við notkunn þeirra eins og einhver sagði ekið of hratt með of lítinn þrýsting. Ég ók á malarvegi með 4-5pund í 20 mínútur. Dekkin fengu graftarbólur eitt af öðru á næstu 12 mánuðum "lítið slitinn DC"
Í árdögum jeppamensku voru menn einfaldlega duglegri við að fylgast með dekkjum sínum og voru ekki að aka jafn hratt á jafn loftlausu.
Ég blæs á kenningar um tegundir! Bara passa loftþrýstinginn betur og passa þau hitni ekki þ.e. að innan sem utan.
kv,
Viðar
05.08.2003 at 14:56 #475236Hvað segja þeir sem hafa lend í þessu. Hverning er að vera á ferð ef það springur svona á þessu. Er maður ekki kominn útaf einn tveir og þrír?? Ég hef ekki lent í þessu og langar ekki til þess. Ég hef reyndar lenti í því að missa dekkið undan að aftan á ferð, og það var í lagi. Ég held samt að ég hefði drepið mig ef það hefði verið framdekkikð.
kv,
heijo
06.08.2003 at 13:35 #475238
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig er það Emil, var þetta nokkuð kúludekkið sem þú hefur keyrt á í marga mánuði?
kv, GH
06.08.2003 at 20:21 #475240Sælir allir.
Nei Gunni, það er ekki sama dekkið.
En talandi um það þá hafði ég keyrt á dekki með stóra kúlu í tæpt ár án nokkurra vandamála. (afturdekk) Ég skipti því samt út að lokum þar sem ég treysti því ekki. En dekkið sem sprakk núna var kúlulaust eftir því sem ég best veit. Ég var nýbúinn að skoða þau öll. Ég er nokkuð viss um að á mínum dekkjum hefur ekki verið keyrt mikið með lítið loft. Bíllinn er mjög leiðinlegur þannig, og ég hef forðast þannig akstur.
Það virðsit vera að þetta gerist öðru hverju og á öllum gerðum dekkja, þó Ground Hawg séu trúlega verri með þetta en önnur dekk. Ég viðurkenni að hafa fengið lítilsháttar taugaáfall yfir þessu, því samkv. upphaflegri ferðaáætlun minni hefði ég verið enn á keyrslu þegar dekkið sprakk, og það gæti ekki hafa endað vel. Ég ætla þó ekki að hafa áhyggur af þessu í framtíðinni, því þetta er örugglega mjög sjaldgæft miðað við þann fjölda stórra dekkja sem er í umferð.
En á nokkur eitt dekk handa mér?
Kv.
Emil
07.08.2003 at 09:23 #475242Menn fljúga nú ekki alltaf útaf þegar hvellspringur á þessum börðum. Allavega af þeim skiptum sem ég veit um og hef orðið vitni af þá fóru menn allavega ekki útaf. Beggi og Soffía tóku þó eitthvað flug ef ég hef heyrt þá sögu rétt.
Rúnar.
07.08.2003 at 16:58 #475244
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Emil,
ég tók eftir því að þú ert að auglýse eftir notuðu nýju dekki i stað þess sem sprakk. Ertu búin að láta skoða þessi 3 sem eftir eru, að innan?
Það hvellsprakk að framan hjá mér á 100 km hraða fyrir 1 1/2 ári síðan og hitt framdekkið nokkru síðan þá kyrrstæður á bílastæði með háum hvelli. Ummerkin voru svipuð og á myninni hjá Begga hægt var að stinga haus inn um gatið.
Dekkin voru tæplega hálfslitin að utan en við skoðun að innan var afturdekkjunum hent vegna ummerkja sem ekki sjást að utan og af öryggisástæðum.
Ég passa mjög vel upp á loft í dekkjunum á vegum og malbiki en tel að ég hafi gleymt mér í snjóakstri og ekið með of lítið loft í og of lengi. Maður dregur allt of oft að bæta í lofti eftir að höft og erfiðar aðstæður eru að baki.
með ferðakveðju
EG
09.08.2003 at 22:37 #475246
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einu má ekki gleyma í þessu sambandi og það er að það getur varla verið heilsubótaratriði fyrir dekkin að keyra með allt niður í 2-3 pund í þeim, jafnvel þó ekið sé á snjó. Við erum að bjóða þeim meira en framleiðendur hafa hugmyndaflug til að láta sér detta í hug og raunar alveg merkilegt hvað þau þola þetta.
Það væri í sjálfu sér fróðlegt að sjá tölur með samanburði á tegundum. Ég hef heyrt svona sögur bæði af Mudder og GroundHawk og held að menn eigi að varast að draga of miklar ályktanir af einstökum atvikum og dæma einhverjar tegundir úr leik út frá því.
Kv – Skúli
10.08.2003 at 21:26 #475248Þessi flugferð sem ég lenti í var ekkert skemmtileg, hef oft fengið betri lendingar, en það að hafa ekkert vald á bílnum þessar 2 sekundur er ekki það sem ég óska neinum manni. Það hreinlega sprakk og (1 og 2 sek) bíllinn stopp og búin að þruma út fyrir allháan kannt og út í snjó sem betur fer . Ég er búinn að heyra allmargar sögur af hvellsprungnum dekkjum og öll tilvikin eru Ground H en ég er búinn að keyra flestar tegundir og aldrei lent í þessu fyrr. Það sem ég brýni fyrir mönnum og konum er að skoða dekkinn vel og ef það er kominn kúla að HENDA því, það er ekkert gamann að lenda úti í einhverjum flóanum eða skurði í besta falli.
10.08.2003 at 23:54 #475250Sælir allir.
Ég er ekki hissa á að þér hafi brugðið Beggi. Þetta getur ekki verið annað en skelfileg lífsreynsla að lenda í. Ég tek undir það að það er nauðsinlegt að yfirfara dekkin reglulega og leita að kúlum og þessháttar.
Ég hef verið að heyra undanfarið sögur af ýmsum gerðum dekkja sem hafa sprungið svona. Einn þekki ég sem lenti í þessu með DC. Það sprakk dekk sem var á felgu en ekki undir bíl. Þetta gerðist í bílskúr í fjölbýlishúsi, og það lá við að næstu íbúðir losnuðu vegna skindilegs fráfalls eigendanna. Þvílik var bomban.
Ég er svolítið hissa á vantrú margra á Ground Hawg dekkjum. Það virðist vera að menn hafi minni trú á þeim en öðrum, trúlega vegna þess að þau eru ódýrari. En svo hafa margir hér á vefnum talað um að dekkin séu í grunnin sömu dekki og Mudderinn. Ég veit ekki um það, en hef ekki nema góða reynslu af þessum dekkjum. Flestir mínir félagar hafa notað þau með góðum árangri og án áfalla. Því hika ég ekki við að nota þau áfram.
Emil
11.08.2003 at 00:46 #475252Ég er búinn að vera bæði á Mudder og Ground Hawg dekkjum, kann vel við báðar gerðir en gataði GH mikið meir en Mudder. Ég er ekki frá því að Mudder sé með sterkari hliðar en GH því það kom varla fyrir að maður gataði Mudder, en það má varla nudda sér við stein á GH til að gat á þau. Samt verslaði ég GH seinast en eitt eiga báðar gerðir sameyginlegt að veghljóðið er agalega mikið. Vonandi fara þessar túttur að koma frá AT svo maður getir prufað eitthvað nýtt í sumar aksturinn.
Hlynur
11.08.2003 at 07:49 #475254Voru ground hawkarnir þínir ekki bara ornir gamlir og fúnir?
Ég er á ground hawk dekkjum á veturnar núna, og verð að segja að þetta eru bestu snjódekk sem ég hef prófað, og hef nú prófað slatta af tegundum.
Rúnar.
11.08.2003 at 10:16 #475256Það er nú alltaf sama veghljhóðið í
þessum japönsku tíkum….þó að þú viljir ekki viðurkenna að þú eigir jeppa
heldur bara fjallahjól….seturðu ca vinina á böglaberanætli þú heyrir ekki bara veghljóðið þegar alvöru bílar
taka framúr þér á reiðhjólinu. ertu ekki örugglega með
hjálm þegar þú ert að hjóla.seldu nú reiðhjólið og fáðu þér alvöru GMC kagga!!!
kk
pæjinn
11.08.2003 at 10:25 #475258Ja, nú hefur einhver gleymt að taka lyfin sín í morgun.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.