Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sprengja dekk á felgu
This topic contains 49 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.03.2007 at 18:11 #199992
Svona gera þeir þetta á Austurlandi,sjá hér .
Kv,JÞJ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.03.2007 at 00:02 #585976
Ég ætlaði ekki að særa neinn en ég held samt að minna sprey hefði dugað svo ekki halda að ég hafi ætlað að dissa austlendinga því að mörgu leyti held ég að þið séuð klárari en við sunnanmenn í snjóbrasi vegna ykkar öðruvísi snjóalaga (púðyrfæris) en ekki setja alla undir sama hatt.(pípuhatt).
kv:Kalli ekkidissari
26.03.2007 at 01:44 #585978Alltaf gaman af því þegar sófariddararnir koma fram…..allt of mikið sprey notað???….þó maðurinn hafi verið lengi með brúsann við dekkið hafið þið þá hugmynd um það hvort hann var að spreyja allan tímann????? Ef það hefði verið of mikið sprey og allt í fári….hefði þetta þá gengið svona smurt?? væl væl væl….. Kommon…. treysti þeim austfirðingum betur en flestum til að meta aðstæður og gera það sem réttast er í stöðunni á hverjum tíma..
26.03.2007 at 11:15 #585980Ég var ekki að segja að þeir kynnu ekki til verka þessir snillingar, heldur aðeins að velta fyrir mér magninu sem að virtist dælt í dekkið og var í gríni að vísa til sögu sem ég heyrði einhvern tíma af Fjalla þar sem að hann dældi og dældi og sprengdi svo nánast af sér peruna þegar að hann kveikti í.
Það er hins vegar kannski athugavert við þetta myndband að þarna eru menn merktir Slysavarnarfélaginu og myndbandið er gert opinbert.
Eruð þið á því að þetta sé góð leið til að kenna nýliðum? Er það ekki einmitt með þessum kennslu aðferðum sem að við sköpum okkur skaðaábyrgð?
Bara vangaveltur.
26.03.2007 at 11:37 #585982Ég gat ekki skoðað þetta video heima einhverra hluta vegna.
Og núna loksins þegar ég sé þetta… Það er ekki nokkur skapaður hlutur að þessu. Maðurinn á videoinu vissi greinilega nokkuð vel hvað hann er að gera. Hannn var sennilega ekki með sprayið í gangi allan tíman.
Þetta var bara passlegt magn af spreyinu. Það fer alveg eftir því hvaða spay menn nota hvað þarf mikið og hef ég alltaf tekið bara rólegan hring 2-4 sek. fyrst 1 prófa. svo 2 og svo framvegis.
það fer líka eftir því hvort spayið er nýtt eða gamall brúsi…Það sem mér fynnst flottast við þetta er að hann setur loft slöngu uppá ventilinn. með kúluloka. rétt áður en loftið fer að draga dekkið saman opna þeir fyrir lokan þannig að vacumið sem myndast í dekkinu sígur loft en ekki dekkið saman. Það er það flottasta við þetta og eiga þessir menn bara hrós skilið.
26.03.2007 at 13:19 #585984Nákvæmlega svona sem á að gera þetta ef allt annað klikkar.
–
Austanmenn rúllsss Kv Ísak Fannar
26.03.2007 at 18:49 #585986er þetta ekki spurning um að þessir sem hæst göluðu hér að ofan setji símanúmerin hjá sér hérna svo að maður geti haft samband við þá ef maður lendir í vandræðum með að koma dekki á felgu??
26.03.2007 at 20:11 #585988það er sennilega rétt hjá þér hafliði og eins erum við nú oft að reyna að fá kynningar og þannig hingað austur, það væri gaman að fá bara námskeið, við gætum skaffað dekk, felgu og viðeigandi persónuhlífar.
Endilega að ath það ef menn eru tilbúnir til að beyja útaf margkeyrða plottinu sem þeir eiga uppí Hrauneyjar.
Eins held ég að þeir sem komast ekki eina ferð án þess að þurfa að fá senda varhluti úr byggð eða láta flytja bílin heim á vélavagni ættu bara að halda sig til hlés þar til úr rætist hjá þeim.
Kv sásemerþreytturákjaftæðinu
26.03.2007 at 20:25 #585990Flottir þarna fyrir austan, þeir gera þarna bara það sem þarf að gera. Það er greinileg að margir hafa ekki nota startspray hérna í henni Reykjarvík
26.03.2007 at 21:16 #585992Ég er nú hálf hissa að þeir hafi þurft að sprengja dekkið á felguna. Tel mig hafa borið kennsl á eins og eitt stykki Þingeying þarna, og eins og allir vita eru Þingeyingar alveg troðfullir af lofti og öðru bulli. Best hefði verið að tenga Þingeyingin við dekkið og tappa svo loftinu af honum í dekkið. Það hefði eflaust virkað alveg rosalega.
Með SAS kveðju.
Góðar stundir
26.03.2007 at 21:41 #585994Eitt sinn í skúrnum gekk mér ferlega ílla að koma dekki á felgu, kl orðin 1 um nóttu og ég farinn að dansa stríðsdans í kríngum dekkið, þá fékk ég þessa snildar hugmind í kollinn að nota gas og súr:o) fór varlega í það, þetta virkaði svo rosalega að allir í hverfinu komu út í glugga og ég svaf ekkert um nóttina útaf íííííííííííli í eyronum.
26.03.2007 at 21:58 #585996Það sem er verst við þetta er hvernig er kveikt er í startspreinu. Og ef men finst þetta í lagi verða men að skoða myndbandið betur, og símin hjá mér er 6642977 og endilega hringja ef þið eruð í vandræðum.
Kveðja Magnús.
26.03.2007 at 22:05 #585998Hlynur og RofustoppuRobbi fá A+ fyrir sín comment hehe
26.03.2007 at 22:53 #586000þeir kveikja í sprayinu með gas (propan) Brennara eða hvað á að kalla þetta. Og spreyjar maðurinn örlitlu spreyi í áttina að brennaranum til að hann þurfi ekki að fara of nálægt með þetta.
Þið verðið að athuga að þetta er 18" breið felga. hvað er dekkið???? 15" ? þið finnið ekki dekkjaverkstæði hérna í bænum sem getur hermt þetta eftir.stend fastur á þessu Þeir gera þetta mjög vel og eiga bara hrós skilið.
27.03.2007 at 12:11 #586002Ef maður er með lélagan brúsa (sem er ekki með góðri og kröftugri bunu) þá kveikir maður ekki í bununi, það gætu orðið læti ef brúsin mundi springa í höndunum á spreyaranum og jafnvel fara meira en bara neglurnar.
Eins það að þarna varð eftir ítrekaðar tilraunir að flytja sig inn og sprengja þetta á inni og ég held að þarna innandyra sé þessi blossi sem kemur frá sprenginguna bara alveg nóg þú maður sleppi því að "breyta startspreybrúsanum í eldvörpu" eins og nefnt er hér að undan, það mundi ég kalla að gera þetta uppá showið.
27.03.2007 at 13:43 #586004Það mætti reyna ef annað bregst að grafa hringlaga holu í snjóinn jafnbreiða að þvermáli og felgan – næstum eins djúpa. Leggja plast yfir og í holuna sem væri stærra en dekkið. Leggja dekkið yfir miðja holu og þrýsta felgunni niður í holuna á þá um leið á ytri kantinn á dekkinu. Loka og loftþétta miðjuna á felgunni með einhverju dóti t.d. með því að skera hringlaga lok úr stórum brúsa – pappakassa – krossviðsplötu eða einhverju sem til fellur (helst einhverju heimatilbúnu áður en lagt er að stað sem fellur vel að felgunni). Ef dælt er skart í dekkið lyftir það sér sjálfkrafa og þá felgan með að innri kantinum. Gerði þetta svona fyrir nokkuð mörgum árum með fjögur ný 36" dekk sem ég var í vandræðum með að koma upp á felgu. Að vísu við kjöraðstæður með stóra verkstæðis loftpressu. Tók enga stund með öll dekkin þegar búið var að græja áhöldin. Veit svo sem ekki hvort þetta virkar upp á fjöllum með minni loftdælur eða hvort þetta sé yfir höfuð eitthvað nýtt.
27.03.2007 at 14:02 #586006Ég hef séð þá hér fyrir norðan á einu verkstæði setja hring ofan á dekkið (yfir felgu) og blása það upp svoleiðis, á hringnum eru göt. Þetta er eflaust notað á fleiri verkstæðum en spurningin er sú hvort þetta gæti ekki virkað hjá okkur líka sér í lagi ef settir eru 2 ventlar á þetta og tala nú ekki um ef óvart eru með í hópnum 2 kútar sem skila góðu "bústi" væri jafnvel hækt að setja fleiri en 2 ventla á þetta svo fleiri gætu lagt til loft.
27.03.2007 at 15:12 #586008Villi skrifar:
‘Við hérna fyrir austan teljum okkur nú líka alveg kunna að setja dekk á felgu’
Bull og vitleysa Villi, þið kunnið ekkert á þetta, hér er fjöldi sérfræðinga sem kann þetta allt miklu betur. Munið bara ef þið þurfið að gera þetta að það er munstraða hliðin út.
Annars var ég nú á ferð í þínu lénsveldi um helgina eins og þú reyndar vissir (helv. VHF kemur alltaf upp um mann) og þurfti þá umfelgun. Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að játa það hér, en ég fékk Austfirðing í djobbið og verð eiginlega líka að játa það að ég fékk frábæra þjónustu á sunndagskvöldi hjá Kristdóri í Dekkjahöllinni á Egilsstöðum. Þeim sem starfa á dekkjaverkstæðum þarna fyrir austan er óneitanlega nokkur vorkun að þurfa að setja dekk á þessar metersbreiðu tunnur sem þið kallið felgur. Sennilega hefur það bara verið afslöppun fyrir hann að setja dekk á mínar 12 tommur.
.
Ella, þú ert liðhlaupi, þú átt að standa með sunnanmönnum. Það er landshlutastríð í gangi hérna og sýnist mér því miður að mínir menn séu eitthvað að draga í land.
Kv – Skúli
27.03.2007 at 15:48 #586010Ætli að sunnan menn séu jafngóðir í að sprengja dekk á felgu og að keyra í hálku? snjóaði 1mm í nótt, og höfuðborgarsvæðið var eins og vigvöllur um 8 í morgun, bílar þvers og kruss og uppá umferðareyjum og inní runnum,
en samt þurfa þeir ekki nagladekk af því að þeir eru langbestir í öllu hahahaha.Strákar verið þið bara heima í sofanum þá lendið þið ekki í vesini.
kv. norðlendingurinn
27.03.2007 at 15:51 #586012Ég vona að þetta komi ekki frá mönnum sem þurfa göng upp á fleiri milljónir til að bregða sér á næsta bæ.
Og uppbyggða vegi.Kv. stef. ;->
p.s. Kaupum Kjalveg.
27.03.2007 at 15:56 #586014Ég er ekki liðhlaupi og stend klárlega með mínum mönnum 😉
kv.
Ella
U-313 he he he….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.