Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sprengja dekk á felgu
This topic contains 49 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.03.2007 at 18:11 #199992
Svona gera þeir þetta á Austurlandi,sjá hér .
Kv,JÞJ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.03.2007 at 19:15 #585936
Er þetta eitthvað öðruvísi aðferð til að sprengja á felgu heldur en við sunnan vestan og norðanmenn notum???
ég gat ekki séð það.. nema jú við notum oftar kolsýrukút og loftdælur en ef í hart fer þá smellir maður sér á sprengingu!
Kv Davíð Sprengisjúki
24.03.2007 at 19:17 #585938Mér sýndist honum ekki takast alveg að klippa neglurnar í leiðinni.
24.03.2007 at 19:44 #585940Þarna er verið að sýna hvernig ekki eigi að gera þetta, þeir eru heppnir að slasa sig ekki þarna.
Kveðja Magnús.
24.03.2007 at 19:58 #585942Ég hélt að manngarmurinn ætlaði aldrei að hætta að spreyja. Hélt að þetta stefndi í eina ofsa "Fjalla" sprengingu.
24.03.2007 at 22:19 #585944Er það svona sem við viljum kenna ungliðum hvernig á að setja dekk á felgu, þeir vorum heppnir að slasa sig ekki. Þetta er gamladags aðferð og stór hættuleg enda er að sjá að brúsakallinn var heppinn að halda fingrunum. Í mörgum bílum eru loftkútar, ekki háþrýstikútar, sem hafa allt að 7. bara þrýsting. Sá þrýstingur dugir vel til að koma dekki á felgu og auðveldan hátt, einnig hafa flestir öflugar dælur (t.d. Fini) sem dugir vel til verksins.
Það getur vel verið að þessir gaurar kunni tilverka en þeir sem ekki kunna og reyna að herma eftir þessu myndbandi !!kv. vals.
24.03.2007 at 22:38 #585946Það sem sést á þessu myndbandi skal ekki vera gert nema í höndum reyndra manna!!! puttar fara auðveldlega af við svona verk og því skal vanur maður koma dekki á felgu og ákvarða hvaða leið sé best að nota!!!! að sprengja er síðasta úrræðið
og hana nú!!
Kv Davíð Skynsami:D
24.03.2007 at 22:41 #585948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vals talar um að þessir menn hafi KANNSKI kunnað til verka, ég er nú ekki svo viss
eins og bent hefur verið á þá var nú heldur mikklu úðað í dekkið, gæinn var soldið nálægt með puttana, báðir ventlar lokaðir þegar sprengt var á og svo var þetta gert innandyra í littlu andyri
allt þetta merki um að þeir hafi ekki verið alveg með á hreynu hvað þeir voru að gera
24.03.2007 at 22:53 #585950Sæl öll
Er þetta ekki bara spurning um mun á felgubreidd. Þótt það sé ekki hægt að alhæfa neitt þá hefur mér sýnst að við austanmenn séum gjarnari á að nota breiðari felgur en aðrir.
Ég er með 15" breiðar felgur með 38" mudderum á og það var smá bras að koma þessu á felguna á dekkjaverkstæðinu á sínum tíma.
Það þurfti að nota báða ventla en samt voru þeir með mjög mikið loftflæði þarna.
Ég hef ekki lent í því að affelga ennþá en hugsa að það þurfi ansi gott loftmagn til að koma þessu á sinn stað við bjagalegar aðstæður.
Við félagarnir tókum með 300 bara köfunarkút í ferð um daginn og ég hugsa að það verði staðalbúnaður í bílnum hjá mér upp á þetta að gera.Annaðhvort það eða að hafa með sér 13-14" dekkjaslöngu sem maður dælir í til að þétta milli dekkjar og felgu, svo bara dælt í dekkið þangað til slangan hoppar af (hef reyndar aldrei prufað þetta sjálfur).
Ég hef aldrei sprengt dekk á felgu þannig að ég ætla ekki að dæma hvort þetta hafi verið rétt eða rangt sem gert var á myndbandinu.
Kveðja
Arnór
24.03.2007 at 23:11 #585952Þetta hlýtur að eiga vera kennslumyndband í því hvernig á ekki að gera þetta…..
Ég hef sett dekk frá 35" og upp í 44" á felgu með fini dælu – vandræðalaust og án þess að leggja mig og aðra nærstadda í stórhættu. (38" á 13, 14 og 15" felgu og 44" á 16" og 18")
Og svo sé ég ekki betur en að þarna séu menn að gera þetta inni í anddyri á Grímsfjalli – og í búningum frá Slysavarnafélagi – það var lítið um slysavarnir í þessari aðgerð……
Ég vona að menn fari að hætta að nota svona úreltar og hættulegar aðferðir við þetta og beyti smá skynsemi…
En þetta er flott ef menn eru mikið fyrir showið…
Benni
24.03.2007 at 23:35 #585954Sælir félagar.
Ég hef prufað þetta og mín reynsla er sú að 38" dekk þarf 5-8 sek. af startspray. Fer eftir því hvað felgurnar eru breiðar .(fer líka eftir hæð yfir sjávarmáli) en ég er sammála því að þetta er neyðarúrræði og mjög varasamt, menn hafa sprengt dekkin útaf felgunum og stórslasast.
Kv. Halli.
Ps. ef menn nota meira startspray en þarf er hætta á því að skemma dekkið þó að það sjáist ekki utaná því en dekkið fer að hoppa.
25.03.2007 at 00:58 #585956Er þetta ekki orðið alveg ágætt? Til upplýsingar er rétt að fram komi að þarna voru menn að koma 38" dekki (nýju) á 18" breiða felgu. Og einnig að sá sem í hlut á er maður með reynslu, líkalega meiri en þeir samanlagt sem hér hafa tjáð sig. En Benedikt á reyndar réttu orðin yfir þetta á öðrum þræði, í sínum níuhundruðfertugastaogfyrsta pósti – "Það eina sem virkar er reynslan…". Hún var einmitt notuð í þetta sinnið.
Siggi G.
R-318.
25.03.2007 at 01:08 #585958Að setja 38" upp á 18" er bara ekki gert með Fini og mjög ólíklegt að það dugi 1 kútur á það heldur. Þeir sem halda því fram vita ekkert hvað þeir eru að tala um.
Þetta er rétt gert hjá þeim sem þarna voru að verki hinsvegar voru þeir svolítið glannalegir. Og það á að vera opið fyrir báða ventla þegar þetta er gert.
25.03.2007 at 01:10 #585960Mér fannst þetta bara reyndar flott hvernig þeir gerðu þetta,en að öllu gríni slepptu,þá dettur mér varla í hug að þeir hefðu gert þetta nema að hafa góða reynslu af þessari aðferð.
25.03.2007 at 09:09 #585962Það sem er gert vitlaust þarna er það að það er altof mikið spreyjað og það sem er verst að maðurinn sem kveikir í gefur maninum sem spreyjaði ekki tíma til að fara frá, og er heppin að klema sig líka. Það er alltaf betra að nota startsprei brúsann sem eldvörpu og standa sirka 1 m frá dekkinu og einig skal gera þetta utdyra. Þessi aðferð er alger neiðar aðferð.
Kveðja Magnús
25.03.2007 at 11:07 #585964Voru ekki bara fyrstu mistökin að setja 38" dekk á 18" breiða felgu?
Ég trúi því bara ekki að menn séu að setja svona lítil dekk á svona breiðar felgur.
LG
25.03.2007 at 11:11 #585966Nákvæmlega ég veit um 49" jeppa sem er á 18" breiðum felgum
Sæmi
25.03.2007 at 12:35 #585968ég verð að segja nokkur orð.
Það er talað um að hafa báða ventla opna, það er í fyrsta lagi bara einn ventill (sem þeir sem allt vita ættu nú að sjá) og það er krani í felguni sem auljóslega sést þegar litli drengurinn með eldfærin skrúfar fyrir hann þegar allt er um garð gengið.
Ég er fullkomlega sammála því að þetta á að framkvæma utandyra en í þessu tilfelli var það ekki hægt því úti var hífandi rok og ofankoma,
Ekki ætti að reyna að halda því fram að þetta hafi verið gert uppá sjóið því að allt og þá meina ég ALLT var reynt áður en þetta var gert.
Þetta með magnið er líka ekki alveg hægt að dæma því startsprey er misjafnt eins og brúsarnir eru margir og þarna voru menn búnir að prófa sig áfram.
Hinsvegar ættu dekkjaverkstæðin að venja sig á að nota bara sápu til að þvo sér um hendurnar en ekki á dekkin því það er ávísun á vandamál.
Og að lokum þá var felgan 16,5 tommur ekki 18 og dekkið alveg nýtt.
25.03.2007 at 19:31 #585970allt of mikið af spreyi! þegar að ég hef notað þessa aðferð þá hef ég notað svona ca. 5% af því magni sem þessir nota og ég var alveg viss um eins og annar hér á þræðinum að við yrðum vitni að stóra hvell en þessi aðferð er bara frábær snild !!! þangað til að maður rífur dekk, en gaman að þessu , fleiri myndbönd, bara gaman að svona.
kv:Kalli etherfíkill
25.03.2007 at 19:42 #585972"Þetta með magnið er líka ekki alveg hægt að dæma því startsprey er misjafnt eins og brúsarnir eru margir og þarna voru menn búnir að prófa sig áfram."
25.03.2007 at 23:22 #585974Það er nú dálítið sérstakt að lesa þennan þráð, allir virðast vera svo ótrúlega klárir í því að setja dekk á felgu. Við hérna fyrir austan teljum okkur nú líka alveg kunna að setja dekk á felgu.
En eins og aðstæðurnar voru þarna er þetta nú kannski ekki eins auðvelt og menn vilja látið vera. Dekkið er 38" og felgan er 16.5" breið og dekkið þar að auki alveg nýtt.
Við vorum búnir að prufa allar aðferðir til að koma þessu helvítis dekki á felguna og ekkert að þessum aðferðum gekk, þá var farið í það að skjóta dekkinu á utandyra og það gekk ekki heldur. Veðrið var heldur ekki uppá það besta, 15 stiga frost og vindur 12-15 metrar á sek. og skafrenningur samkvæmt því.
Þá var ekkert annað að gera í stöðunni en það eina sem mundi ganga, og það gerðum við.
EN ef það eru svona margir klárir menn sem KUNNA þetta svona mikið betur en við þá endilega látið heyra í ykkur, við erum alltaf tilbúnir til að læra.kv, Villi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.