This topic contains 5 replies, has 5 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 10 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Vegagerðin hefur gefið út drög að tillögu að matsáætlun vegna framkvæmda á Sprengisandsleið.
Ljóst er að þarna er um að ræða einar umfangsmestu framkvæmdir á hálendi Íslands sem fyrirhugaðar eru á næstunni. Samhliða þessari framkvæmd mun Landsnet leggja háspennulínu yfir Sprengisand.
Umhverfisnefnd ferðaklúbbsins 4X4 hefur rætt um þessar framkvæmdir og mun senda fulltrúa á kynningarfund Vegagerðarinnar sem verður á Hellu þann 5. nóvember.
Ennfremur viljum við í nefndinni hvetja félagsmenn til að tjá sig um málið hér á vefnum, og það er um að gera að nota þennan þráð til þess.
You must be logged in to reply to this topic.