This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.06.2004 at 15:04 #194505
Sæl
Ég var að spá í að kíkja kannski á sumarhátíðina þann 16. júlí. Ég verð í veiðivötnum þá og því liggur beinast við að keyra Sprengisand norður.
En það eru orðin a.m.k 20 ár síðan ég fór þarna yfir síðast og þá sem farþegi og því veit ég ekkert um þeð hvernig þessi leið er né hversu lengi er verið að keyra þetta.
Spurningin er því hvað er ég lengi frá Hrauneyjum og yfir á þjóðveg 1 fyrir norðan og er nokkuð mál að fara þetta einbíla á 38″ pæju ?
Kveðja
Benni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.06.2004 at 17:55 #504350
Sæll Benni
Hvernig væri að mannskapurinn hittist td. í Hrauneyjum og við færum norður og austur. Engin ástæða til að fara einbíla.
Ég er að spá í að fara á hátíðina góðu, ég verð með tvær danskar í heimsókn sem ég ætla að sýna landið.
kveðja gundur s. 862-8511
ps. einhver vildi taka Öskju í leiðinni?
30.06.2004 at 19:01 #504352Sælir Benni og Guðmundur
Ef við fjölskyldan skildum ákveða að fara á sumarhátíðina er þá ekki í lagi að vera samferða þessa leið,ég hef aldrei farið sprengisandsleiðina.
kveðja
Jóhannes
30.06.2004 at 22:30 #504354
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nýidalur Askja.
Sent inn 30 06 04——————————————————————————–
Sælir strákar:
Ég fór í fyrra um þessa leið og var ca 5 tíma að fara frá Nýadal í Dreka.Þetta eru um 120km og það er alveg nóg að fara hraunið einusinni á dag.Við mættum 2 bílum á leiðinni en annars var þetta greiðfært en gróft og krókótt
KV:Hróar
01.07.2004 at 00:02 #504356Datt í hug að bæta við þessar vangaveltur um leiðarval, þá held ég að það sé svona 3,5-4 tímar að aka Sprengisand frá Hrauneyjum yfir að Mýri í Bárðardal. En ég var að spjalla við skálavörðinn í Nýjadal núna rétt áðan því hann geymir tjaldvagninn minn síðan ég var á Sprengisandi um síðustu helgi og ætlaði þvert yfir sandinn frá Nýjadal á Kvíslaveituveg þegar tjaldvagninn fór að malda í móinn og brotnuðu fjórir boltar sem halda fjaðra festingunum, og varð því gott að vera með teyjuspotta og strappa og náði ég að hnýta dótið saman og lulla, í Nýjadal á 5 km hraða og skyldi vagninn þar eftir í umsjón skálavarðarinn. En það var nú ekki það sem ég ætlaði að segja frá, heldur það að hjúin í Nýjadal hringdu og vildu að ég kæmi með kost þegar ég kæmi og næði í varninn því það væri farinn að rírna kosturinn í Selinu og hann bætti við að nokkara fjölskyldur væru nú veðurteppt í skálanum og hann hefði verið að bjarga jeppa úr Fjórðungskvíslinni (Nýjadalsá) og rokið og rigninginn væri þvílík nú að hann hefði sett tjaldvagninn í skjól og tjóðrað hann niður. Ja svona beytist þetta fljótt á fjöllum.
Jón Snæland.
01.07.2004 at 08:10 #504358Sælir ferðalangar,
ég keyrði sprengisand helgina 18. – 20. Mjög góður vegur, alveg greiðfært en kræklóttur. Hleypti niður í 13 pund og stóð pattan eins og ég gat = 60 km/klst.
Þetta er ekkert mál einbíla – var sjálfur einn á ferð en árnar voru líka bara sprænur, hafði verið mjög þurrt.
Hringið bara ef einhverjar vangaveltur.
kv. HannesJon – 694-4714 – eftir kl. 16.
01.07.2004 at 09:19 #504360
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér líst vel á hugmyndina hjá gundi að fylkja liði yfir hálendið á sumarhátíðina hjá þeim Austfirðingum. Örugglega hægt að fara þetta á einum degi, t.d. með því að fara niður í Bárðardal þó það sé þokkalega löng dagleið. Hins vegar held ég að það sé í lengra lagi með því að fara um Öskju, en hins vegar gæti það verið skemmtilegt með því að taka tvo daga í það. Það væri þess vegna hægt að skipuleggja tvær brottfarir og þá aðra jafnvel með brottför á miðvikudeginum.
Kv – Skúli
01.07.2004 at 09:43 #504362Vantar sérfræðiálit, verður ekki í lagi að fara yfir sprengisand í fyrramálið á tveimur dc 33" og 36"
Takk fyrir
01.07.2004 at 17:52 #504364Jú auðvita þó þeir væru á 29", það eru eingar hættur á leiðinu Hrauneyjar-Bárðadalur sam má segja um leiðina niður í Eyjafjarðardali og Einnig niður í Skagafjörð ef lítið er í Hnjúkakvís en hún var nánast vatnslaus síðustu helgi, ég er reyndar að fara inn í Nýjadal á morgun og sækja tjaldvagninn og fara með kost í Skálavörðin, og fer oft með tjaldvagninn þessa leiðir og er ekkert mál, þó hann hafið látið undan núna en þá var það ekki á hinni hefðbundnu leið, það eru útlendir túristar um allt þarna og einungis á Jimmy.
Jón Snæland.
01.07.2004 at 23:23 #504366Sæll Skúli formaður
Takk fyrir undirtektirnar, mér fynst þú vera á réttri leið með þetta.
Hvað segir þú um þetta sem einn möguleika?
Miðvikudagur: Hrauneyjar – Askja
Fimmtudagur: Mývatn
Föstudagur: Álfaborg
Laugadagur: Breiðavík
Sunnudagur: HeimSkúli er ekki rétt að þú takir stjórn á þessu upp á þína arma, þér fer það svo vel.
fjalla kveðjur
gundur
02.07.2004 at 09:15 #504368
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er örugglega ágæt leið að stjórnin setji einhverja í að skipuleggja málið, þannig að það sofni ekki eða detti upp fyrir. Þetta gæti verið skemmtilegt.
Kv – Skúli
02.07.2004 at 10:10 #504370Skúli formaður, þú minntist á hugsanlegan möguleika á að skipuleggja ferð norður sem er hið bezta mál, þú "talaðir" líka um hugsanlega tvo brottfarardagsetningar, ef önnur væri á miðvikudag eins og "gundur" hefur minnst á, hvenær sérðu fyrir þér að hin ferðin yrði ?
Ef farin er þessi leið eins og "gundur" minnist á hvað er þetta í km t.d á Mývatn ?
kv
Jon
02.07.2004 at 10:23 #504372Sælir
Ég ætla að fara þarna yfir á föstudag og fara sem beinasta og stysta leið þarna yfir. Hvort sem það er niður í Bárðardal eða annað. Það eina sem ég þarf að hafa klárt er að vera kominn á Egilsstaði fyrir kl 21 til að taka á móti konu og börnum úr flugi.
Til þess að það gangi allt upp þá sýnist mér að ég verði að leggja af stað frá Hrauneyjum á milli kl 12 og 13. Ef einhver vill verða í samfloti með mér þá er bara að hafa samband.
Heimleiðina ætla ég ekki að fara fyrr en helgina eftir – skil jeppan eftir fyrir austan og flýg heim til vinnu. Síðan ætla ég að fara í Kverkfjöll á föstudegi, Nýjadal á Laugardegi og Reykjavík á sunnudegi. Ég er líka einbíla þessari leið þannig að ef að einhver hefur áhuga á samfloti þarna þá er það bara hafa samband.
Kveðja
Benni
bm@sk3.is
Gsm 821 4696 eða 898 6561
Nmt 852 3192
02.07.2004 at 11:31 #504374
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef í sjálfu sér engar fastmótaðar hugmyndir. Það er örugglega hægt að gera þetta eins og Benni er að tala um að taka þetta á einum degi, en það er örugglega býsna stíf keyrsla og ekki mikið um stopp. Einn möguleikinn gæti verið að fara fimmtudagsmorgun, fara í Öskju eða Gæsavötn og svo restina á föstudeginum, t.d. austur yfir Jökulsá á Fjöllum og niður hjá Brú í Jökuldal.
Þetta fer kannski svolítið eftir hversu margir eru inn á hvaða brottfaratíma.
Kv – Skúli
06.07.2004 at 09:37 #504376
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Best að gera smá "markaðskönnun" á þessu. Þeir sem hyggjast fara á sumarhátíðina yfir hálendið með brottför á miðvikudag eða fimmtudag mega senda á mig póst á skuli@fmv.is.
Kv – Skúli
06.07.2004 at 12:00 #504378Sælir félagar
Það lýtur út fyrir að ég komist ekki í þessa ferð þar sem fjölskyldan kemur saman vestfjörðum þessa helgi.
Ef eitthvað breytist með vestfirðina þá ferð þá kem ég til með að koma á sumarhátíð og hitti ykkur þá í Hrauneyjum.
Mbk
Jóhannes
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.