Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Sprengisandslína
This topic contains 11 replies, has 7 voices, and was last updated by Frank Þór Franksson 11 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.10.2013 at 10:16 #226685
Ég ákvað að hefja umræðu um hina svokölluðu Sprengisandslínu sem orkufyrirtækin ætla að sér að leggja.
Rökstuðningur þeirra fyrir lagningu þessarar línu gengur í aðalatriðum út á það að styrkja orkudreifingu milli landshluta.
Einn hluti af þeim rökstuðningi er raforkuvæðing á loðnubræðslunum á austurlandi.Persónulega finnst mér þau rök svo ég tali umbúðalaust vera kjaftæði!
Það liggur háspennulína sem í daglegu tali er kölluð Kröflulína frá Mývatni að Fljótsdalsstöð og vinna er í gangi við mat á Kröflulínu 3 sem á að styrkja raforkukerfið á austurlandi.
Nú á að fara að virkja á norðausturlandi þar sem sáraauðvelt er að tengja nýju virkjanirnar við hina nýju Kröflulínu (3) og þá spyr ég, af hverju þarf þá líka að tengja langsum yfir Sprengisand?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.10.2013 at 10:59 #37932815.10.2013 at 12:27 #379329
Já þetta verður ljótt ef af verður, einnig ferðamannavegurinn um Sprengisand, ef mönnum finnst vera mikið rask í kringum þann veg sem er nú þá getið þið ímyndað ykkur hvernig þetta verður ef þú tífaldar umferðina þarna.
Annað sem mér finnst ég alltaf sjá í þessari umræðu en það er að grafa skuli svona niður í jörð, bara minna á það að niðurgrafnar línur fela í sér ekkert minna rask á umhverfi, línan þarf þá að vera svotil þráðbein, og vélin sem leggur þetta þarf mikið pláss og getur ekki ekið yfir ófærur, auk þess jarðrasks sem verður af skurðinum sjálfum, þið getið ímyndað ykkur rúmlega tvíbreiðan beinan sléttan veg í gegnum sprengisand, svo þarf spennustöðvar á mjög stuttu millibili til að losna við launafl sem verður til í línunni.
Fyrir utan að það þarf að vera vegur meðfram línuni hvort eð er og þegar þarf að gera við þetta erum við að tala um skurðgröfur og læti.
Af Landsnet.is:
Jarðstrengir eru kostur sem skoðaður er hverju sinni. Val á slíkri lausn ræðst einkum af staðháttum á hverjum stað. Þegar um er að ræða 66 kV spennu er jarðstrengslögn skoðuð til jafns við loftlínur, á 132 kV spennu er þessi skoðuð á styttri leiðum og ef lína er nærri þéttri byggð, en á 220 kV spennu eða hærri eru línur nær undantekningarlaust ekki lagðar í jörðu. Fyrir því eru bæði tæknilegar og kostnaðarlegar ástæður. Á hærri flutningsspennum (220 kV) er kostnaður við jarðstrengi 5-7 faldur kostnaður við sambærilega loftlínu. Jarðstrengir framleiða launafl, og því meira sem spennan er hærri. Þetta launafl getur haft verulega neikvæð áhrif á rekstur flutningskerfisins vegna spennuvandamála sem það getur framkallað. Samsetningar á strengbútum verða vandasamari eftir því sem flutningsspennan er hærri og hætta á bilunum í samsetningum eykst.
Svo mynd af svona framkvæmdum.
15.10.2013 at 12:52 #379330Það er líka yfirleitt minnst á heilsársveg yfir Sprengisand þegar þessa línu ber á góma.
Það er líka hlutur sem margir telja varasaman, þar á meðal formaðurinn.
Einn vinkill sem ég sé varðandi slíkan veg sem er fær öllum bílum er öryggið. Eins og Sveinbjörn formaður segir í viðtalinu er einsýnt að hann muni fyllast af Yaris-bílaleigutíkum. Og sama hvað allar slár Vegagerðarinnar gera þá munu einhverjir álpast þangað á illviðratíma.En einhvernvegin virðist stjórnvöldum vera alveg sama. Enda er það svo að þau bera ekki megin þungann af kostnaðinum við björgunaraðgerðir!
Það kostar að vísu helling fyrir Landhelgisgæsluna að fara í þyrluleit, en sá peningur gengur á stóra sjóðinn hjá Landhelgisgæslunni, sem verður þá að stytta úthaldstíma varðskipanna.
Og ef að bíls er saknað er fyrst og fremst leitað akandi eftir vegunum.
Megnið af kostnaði við leit og björgun við slíkar aðstæður fellur á björgunarsveitirnar. Bæði hvað varðar tækjakostnað og mannafl.
En það skiptir stjórnvöld engu máli, enda gerir fólkið þetta í sjálfboðavinnu, og rekur tækin fyrir sjálfsaflafé.
Og ég get ekki annað en ýmindað mér að ýmsum fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum á íslandi hlýtur að svíða þetta illa.
Þau þurfa að eyða milljörðum í öryggis- og eftirlitsmál á hverju ári meðan og ferðaþjónustan fær vegina og viðhaldið á þeim úr sameiginlegum sjóðum og litlar sem engar öryggiskröfur eru gerðar til ferðalaga um hálendið.
Og svo bera hinar atvinnugreinarnar stóran hluta af kostnaðinum við leit og björgun af því að hluti af starfsliðinu er frá vinnu vegna björgunaraðgerða.
15.10.2013 at 12:59 #379331Svo skulum við muna það að fólk sem kemur til Íslands vill sjá ósnortna náttúru, það vill ekki uppbyggða vegi og rúllustiga að Gullfossi, þetta yrði ekkert endillega til bóta.
Ef fólk er ekki tilbúið að vera á jeppa og skrölta í landslaginum, eða ganga um það, þá á það fólk bara að skoða myndir af hálendinu, en það er bara mitt álit.
16.10.2013 at 09:03 #379332Merkilegt hvað það eru mörg vandamál að leggja jarðstreng yfir sprengiSAND, meðan það hvu ekki vera neitt mál að leggja línu þvert yfir Atlantshafið…!
16.10.2013 at 20:35 #379333Að sjálfsögðu á ekki að leggja línu þvert yfir hálendið. Það yrðu gríðarleg mistök að mínu mati. En ég vil hvetja menn til að vera málefnalega og ekki notast við upphrópanir. Það er vitað að rafmagn vantar á austurland og fátt hefur verið gert á Íslandi sem er meira umhverfisvænna en rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna á austurlandi. Einhvern vegin þarf að leysa það mál hvernig tryggja má raforkuöryggi á öllu landinu án þess að raska miðhálendinu. Varðandi að bera saman jarðstreng og sæstreng er það ekki rettmæt samlýking. Meginvandamálið við strengi með mikla spennu í jörðu er hitiþeas skortur á kælingu, það vandamál á ekki við um sæstrengi
17.10.2013 at 08:50 #379334@einartandri wrote:
Að sjálfsögðu á ekki að leggja línu þvert yfir hálendið. Það yrðu gríðarleg mistök að mínu mati. En ég vil hvetja menn til að vera málefnalega og ekki notast við upphrópanir. Það er vitað að rafmagn vantar á austurland og fátt hefur verið gert á Íslandi sem er meira umhverfisvænna en rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna á austurlandi. Einhvern vegin þarf að leysa það mál hvernig tryggja má raforkuöryggi á öllu landinu án þess að raska miðhálendinu. Varðandi að bera saman jarðstreng og sæstreng er það ekki rettmæt samlýking. Meginvandamálið við strengi með mikla spennu í jörðu er hitiþeas skortur á kælingu, það vandamál á ekki við um sæstrengi
Ef það vantar rafmagn á austurlandi þá er um að gera að sækja það stystu leið.
Á NORÐ-austurland.
Kröflulína 3 er í frumathugun á umhverfismati og það er verið að undirbúa virkjanir á Kröflu/Bjarnarflags svæðunum.
17.10.2013 at 09:57 #379335Það er margt sem er að gerast í umhverfismálum sem kemur á óvart. T.d. var ég að heyra af því að kaupandi erlendis vill ekki lengur kaupa fisk frá Íslandi með flugi því það gerir of mikið Carbon footprint. !!!. Þessi vinkill var alveg nýr f. mér. Og þannig get ég alveg séð f. mér í náinni framtíð að ferðamannaiðnaðurinn muni leggjast af að miklu leiti þar sem það kostar of mikið „carbon footprint“ að fljúga þeim hingað. Líka verður erfitt að selja fiskinn okkar því flugvélar og skip menga of mikið (nema seglskútur). Þá væntanlega verður álið líka úti því þeir sem nota ál, bílaframleiðendur osfrv. munu vilja smíða bíla með eins lágu „carbon footprint“ og hægt er. Þannig að the bottom line er. Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Það verða engir túristar, engar álverksmiðjur, við étum fisk í öll mál og keyrum orkuver á 10% nýtni til að lýsa okkur á meðan við rúllum hjólbörum eftur þjóðvegunum.
17.10.2013 at 13:26 #379336Sæl.
Gaman að sjá þessa umræðu vegna hugsamlegrar hálendislínu og uppbyggðs heilsársvegar um Sprengisand.
Hér í þræði fyrir ofan er talað um að lagning jarðstrengs yfir Sprengisand myndi skilja eftir sig ljót för í landinu auk þess sem leggja þyrfti veg meðfram lagnastæðinu. Þetta er ekki rétt að hugsa þetta svona. Ef strengur verður lagður í jörðu þá að sjálfsögðu verður jafnað út eftir hann þannig að jarðraskið ætti að jafna sig á 2 – 4 árum, ef við leggjum þetta í loftlínu þá vara umhverfisáhrifin 50 – 100 ár eða þar til línan verður lögð niður. Bygging spennistöðva sem byggja þarf á ákveðnum stöðum með línunni þurfa ekki að vera ofanjarðar, þá má grafa niður og fella inn í landslagið þannig að lítið sem ekkert sjáist. Ef þetta er borið saman þá er fyrir mína parta alveg klárt mál að frá mengunarsjónamiði er jarðstrengur mun betri kostur en háspennulína. Einnig varðandi veglagningu með jarðstreng það er óþarfi og er ekki gert í nágrannaríkjum okkar td. Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku svo víða sé leitað.
Rökin fyrir línulagningu um Sprengisand til að styrkja raforkunotkun á austurlandi og norðurlandi en það er eingöngu fyrir stóriðju, auk þess sem byggja á nokkrar nýjar virkjanir á svæðinu sem myndi leiða til aukinna vegavinnu og fleirri háspennulínur. Er það þetta sem við viljum á hálendinu?????
Eins varðandi uppbyggðan ferðamannaveg sem væri fær allt árið, hvers vegna? Jú vegna bættrar vegasamgangna. Og við sem getum varla haldið hringveginum opnum á veturnar. Hvernig haldið þið að ástandið hefði verið á Sprengisandi í september síðastliðnum er ca. 20 Yarisar + nokkrir slyddujeppar hefðu verið þar???Nú í dag snýst náttúruvernd um að útiloka velknúinn faratæki af hálendinu til hvers til að nægt pláss sé fyrir útlendinga og háspennulínur????
kv.
Sveinbjörn
17.10.2013 at 15:12 #379337Ég er svosem alveg sammála að af tvennu illu er grafinn strengur betri, en ég efa að þetta verði lagt niður og falið, það þarf að viðhalda svona búnaði og það mun fylgja vegur og annað með þessu.
Svo mætti reyndar leggja strenginn bara með gamla veginum og nota hann sem þjónustuveg, en þá kemur það inn í að þetta þarf að vera þokkalega beint.Best væri bara að sleppa þessu, alger óþarfi að skera hálendið í tvennt til að hægt sé að framleiða meira ál.
17.10.2013 at 16:02 #379338Það sem gerir jarðstreng svo miklu dýrari er m.a. að setja þarf upp búnað á tíu kílómetra fresti. Þetta er fyrirferðalítill búnaður og getur vel verið niðurgrafinn, a.m.k. að hluta. Það þarf að vera gott aðgengi að þessum búnaði vegna viðhalds o.þ.h. og þess vegna þarf að vera vegur eftir strengnum. Það má heldur ekki gleyma því að það þarf að gera veg til að leggja strenginn sem er fær flutningabílum o.s.frv. Sá vegur yrði svo þjónustuvegur strengsins.
Kannski snýst lagning línu yfir hálendið m.a. um það að koma orku frá virkjunum á suðurlandi að stóriðju á Bakka. En hún snýst líka um rekstraröryggi dreifikerfisins.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.