This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
29.12.2003 at 16:15 #193359
Er að fara að fjárfesta í spotta. Hvaða skoðanir hafa menn á því hvað er hentugast. Er að tala um fyrir fjallaferðir, ekki ófærðína í dag. Búinn að hringja á nokkra staði og fá misjöfn svör ekki öll jafn gáfuleg.
Spurningarnar sem vakna eru:
Hvaða tegund?(Perlon,nilon….)
Hvaða sverleiki?
Hvaða lengd hentar best?
Splæst eða ekki splæst
Hvar er best að versla/ódýrastMeð fyrirfram þökk um góð viðbrögð.
kv,
Guðjón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.12.2003 at 22:57 #482946
Sæl öll.
Það að hafa lært að splæsa og binda pelastikk sem krakki hefur reddað mér margoftar en einu sinni í þessu sporti okkar. Mér líkaði ekki svar hér fyrir ofan sem var á þá leið að kaðlar slitnuðu jafnvel undan pelastikki, rétt bundið pelastikk snýr þáttunum í kaðlinum þannig að átakið er "rétt" á alla þætti kaðalsins, ólíkt mörgum þekktari hnútum.
Hér er snjór, amen, Hjölli.
30.12.2003 at 23:37 #482948Það besta sem ég hef séð er hvítt nylon. Það hefur mikla teygju og er meðfærilegt. Splæsa báða enda, gæti verið sniðugt að hafa eitthvað utanum kaðalinn í lykkjunum til að hlífa honum við mari og skemmdum. 25mm er nokkuð seigt, en 32 mm ætti að vera staðalbúnaður í jeppa yfir 2.5 tonn. Þetta er til bæði hefðbundið og "fléttað" sem er liprara. Lengdin ætti að vera hiklaust 10 metrar, helst meiri.
Allir hnútar veikja mikið svona kaðla, pelastikk er þó trúlega skástur. En það er á tæru að ef það er hnútur á svona kaðli, þá slitnar hann þar ef hann á annað borð slitnar, það segir sína sögu.
Mér hefur dottið í hug hvort ekki væri snjallt að vera með létta línu (12mm) bundna í kaðalinn c.a 2 m frá enda og festa hana við bílinn líka, þó helst ekki í sama krók og kaðalinn. Við slit myndi slíkur spotti vonandi taka mesta aflið úr bakslagi kaðalsins.
30.12.2003 at 23:56 #482950
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir þið spottamenn.
Ég get nú ekki annað enn blanda mér svolitið í þessa umræðu.
Ég tek fyrst fyrir hnýtingu á spottum.
Pelastikk (man ekki stafsetninguna á því)ef það er rétt hnýtt á það ekki að veikja spottan neitt sem máli skiptir, fyr enn átakið er orðið það mikið að það er komið vel yfir slitþol þá er hætta á að spottinn brenni í hnútnum .En ílla hnýttur hnútur er verri er eingin það þarf að kunna þessa hnúta eins og annað sem menn taka sér fyrir hendur,en ég ætla ekki að hafa námskeið fyrir ykkur hjér á rituru máli í þeim efnum.
Enn einföld tóg splæsning er ekki svo mikill vandi svona all flestir geta lært það á hálftíma.
Að setja lás í auga á spotta þíðir það að brot flötur spottanns er jafn sver og kólfurinn í lásnum er sver.
Með 1/2" lás sem í flestum tilfellum er notaður mundi spottinn slitna í lásnum löngu áður enn að slitþoli væri konið.
Að vera með kósa er alltaf betra þá er brot nánar sagt úr sögunni.
Þar sem ég hef séð tóg slitna er annars verar í auga kósa laust enn með kósa alltaf þar sem splæs endað. Það er vegna þess að tógið brennur vegna innri núnings og þá er komið langt framm úr slit þoli spottans.
En að splæsa í kósa er svolítil kúnst svo vel fari ekki kænski fyrir birendur.
Ég hef áratuga reinslu í þessu og er bara að segja frá stað reindum og því sem ég er búinn að reina sjálfur, og um víra gildir það sama.
Og ef enhver er ekki sáttur við spottan sinn kósalausan er alveg möguleiki að ég stingi einum og einum kósa í fyrir menn. Svo bið ég menn bara vel að lifa og vona að allir hafi það gott á komandi ári og þakka fyrir það liðna.
Kv. S.B.
31.12.2003 at 00:35 #482952Sælir félagar.
Þetta með hugmynd Óla um ca. 12 mm spotta ca. 2 m. frá enda er að mínu viti góð hugmynd, en einnig hef ég stundum séð menn hnýta úlpu eða galla á miðjan spottann til að taka mesta hvellinn úr þeim enda sem kynni að slitna. Annars eiga menn hiklaust að vera með sterkari spotta en veikari, því það koma annað slagið t.d. krapatúrar sem reyna ótrúlega á spottana. Svo er það gott húsráð að ganga vel um tógið sitt og hnýta það ekki í hvaða "járnkant" sem er og nota hiklaust lása ef hætta er á að það merjist á járni.
Menn eiga að standa saman um að útrýma öllum spottum með járnkeðjum á endanum, þeir eru einfaldlega stórhættulegir.
Ferðakveðja,
BÞV
31.12.2003 at 01:14 #482954
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Þetta sem óli var að tala um er þekt fyrirbrigði til slós og heitir dauðileggut. Ég nenni ekki að útskíra það hvar þetta er helst notað , enn tilgangurinn er sá að þessi leggur haldi ef aðaltaug slitnar á viðkomandi stöðum.
Að hnýta þetta í spottann væri glapræði vegaa þess að það gæti losnað á hnútnum og leggurinn hjeldi eingu. Best er að splæsa þetta inn í spottann hæfilega langt frá auga og passa það að slakinn sé vel rúmlega teijan á aðal spottanum og hugsanleg vegalengd sem dráttarbíllin færi við skindilegt átaks leysi og festa hann tryggilega til hliðar við aðalspotta.
Svo ætla ég að vísa til smágreinar sem kemur á eftir síðasra pisli Ólsarans hjerna að ofan sem ég sendi frá mér.
Kv. S.B.
31.12.2003 at 06:21 #482956Góð ástæða til að þakka Stefáni Fordman fyrir hans innlegg. Sjómenn læra bæði af eigin reynslu og félaga sinna hvað er í lagi varðandi tóg og víra, enda eiga þeir oft líf sitt undir því að hvorttveggja sé rétt meðhöndlað. Tek líka undir með honum með að rétt hnýtt pelastikk á ekki að vera hættulegt við venjuleg skilyrði. Mig langar til að bæta við í sambandi við tóg og víra, að menn þurfa að passa sig á að það komi ekki "bragð" á tógin (og enn síður víra) því þá kemur brot í efnisþræðina og veikir ótrúlega mikið. Það er sérlega hætt við þessu ef ekki er rakið rétt úr rúllunni þegar spottinn/vírinn er tekinn nýr til notkunar. Ef maður kaupir spottana í veiðarfæraverslunum, þá eru afgreiðslumennirnir vanir að umgangast kaðla og víra og vita hvernig á að gera þetta. Hinsvegar eru kaðlar og tóg selt víðar og þá oft af fólki sem veit ekkert í sinn haus um hvernig á að umgangast þessar vörur. Svo er eitt enn, forðist "filmukaðla" en þeir eru oftast bláir. Þeir eru ódýrir, en þola illa sólarljós og veikjast hratt og ættu aldrei að vera notaðir sem dráttartóg í bíla.
Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegs nýs árs, sem virðist ætla að fara vel af stað hvað snjó snertir – um leið og ég þakka skemmtilegt spjall á árinu, sem er að verða búið.
31.12.2003 at 15:57 #482958Hvað eru menn að meina með "Kósa"???
Hvað er kósi???Ingi R-3073
31.12.2003 at 16:02 #482960Ég hef séð menn hnýta pelastikk með amk. þrem ef ekki fjórum mismunandi aðferðum.
Sjálfur hef ég gert hnútinn skv. mynd í viðurkenndu jeppariti (annað hvort setrið eða jeppar á fjöllum). Þegar hnúturinn er svo skoðaður af félögum fullyrða þeir að þetta sé ekki pelastikk og endurgera hnútinn á sinn hátt fá jú út einhverja niðurstöðu sem er sambærileg fyrir utan að hnúturinn snýr á hvolfi miðað við minn hnút.
Þetta veikir hjá manni tiltrú á öryggi hnútsins sem maður hnýtir. Þess vegna er Það er vel þegið ef einhver getur bent okkur á mynd og lýsingu af pelastikk sem er gert með 100% réttri aðferð, þannig að ekki sé nokkur möguleiki á að misskilja aðferðina.Hnútakveðja
Elvar
31.12.2003 at 17:53 #482962Ég held að kósi sé stykki sem sett er innan í splæsta lykkju á kaðli, til að hlífa kaðlinum.
Hnútar, þar með talið pelastikk, eru neyðarúrræði. Mín skoðun er að það sé miklu betra að nota splæstar lykkjur og lása ef með þarf. Strangt til ekið á maður líka að nota kósa en stundum er erfitt að koma þeim við. Ég er líka þeirrar skoðunar að menn eigi að varast kaðla úr öðrum efnum en næloni, alla vega tengi ég ekki öðruvísi spotta við mína bíla.
Samkvæmt [url=http://www.realknots.com/knots/sloops.htm:1bsjo4ni]þessari síðu[/url:1bsjo4ni] er áttuhnúturinn, sem mikið er notaður í fjallaklifri öruggari en pelastikkið (bowline). Á síðunni eru sýnd tvö afbrigði af pelastikki, kannske svarar það spurningu Elvars.
-Einar
31.12.2003 at 19:21 #482964Já, þetta með blessað pelastikkið, "enska" útgáfan er líklega þekktari hér en sú hollenska, enda er sú útfærsla kennd í sjómannafræðslunni, tja, það sem ég þekki, vel að merkja. Eins og fordman lýsti hér ofar á þræðinum, eru kósarnir mikið notaðir til sjós og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu og nokkuð sem reynslan hefur kennt mönnum. Kósarnir eru hinsvegar yfirleitt úr stáli og því geta þeir verið viss hætta ef eitthvað brestur eða slitnar. Réttlætingin fyrir að nota þá hlýtur því að liggja í því að tógið slitni síður ef þeir eru notaðir og það er út af fyrir sig góð og gild röksemd. Já, og splæstar lykkjur eru auðvitað mun betri en hnýttar lykkjur, um það deilum við áreiðanlega ekki. Hitt er kannski málið sem ég var með í huga, að þegar þú færð tóg í hendur þegar draga þarf bíl, er það kannski ekki endilega eitthvað sem þú hefur útbúið sjálfur og þarft því að bjarga þér og vera fljótur að því. Þá er nauðsynlegt að kunna að hnýta rétt pelastikk, nú eða annan jafngildan hnút, sem er bæði fljótlegt að hnýta og auðvelt að leysa og er ekki mjög hættulegur tóginu. Fjallamannaáttuna þekki ég bara því miður ekki, kannski stafar það einfaldlega af því umhverfi sem maður hefur lifað og hrærst í um ævina. Já, og þetta með efnið sem tógið er úr, ég tek undir með jarðeðlisfræðingnum að maður verður að forðast sumar gerðir af tógi og ég nefndi hér ofar eina gerð, sem ég bið menn enn og aftur að forðast. Teygjanlegu tógin eru afskaplega hentug við flestar þær aðstæður, sem við erum að baksa við í jeppamennskunni. Hinsvegar getur líka verið gott að hafa þjált tóg sem ekki teygist, eins og t.d. stímuðu tógin utan um kjarna úr nylon. Svo langar mig að nefna eitt, sem hér hefur ekki verið nefnt, en það er að menn verða að forðast í lengstu lög að tengja saman spilvír, hvort sem hann er nú úr venjulegum vír eða dynex, og teygjanlega spotta. Af slíku hafa orðið slys og óhöpp. Ég hef að vísu einu sinni neyðst til að nota saman spilvír og spotta, en þá var ég einn á ferð og hafði ekki aðra til að drepa og bíllinn stóð nánast upp á endann hjá mér með afturendann ofan í læk og því hefði draslið endað undir bílnum hjá mér ef eitthvað hefði bilað, sem það gerði reyndar ekki en það var glópalán.
Enn og aftur áramótakveðja til ykkar allra.
31.12.2003 at 19:54 #482966
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Komdu sæll Einar og þakka þér fyrir allt gamallt og gott. Og vona að ég sjái þig eldhressann á komandi ári.
Enn ég verð að pirra þig samt svona aðeins í lokin og vera smá ósammála þér.
Pelastikk er að sjálfsögðu ekki neiðarúrræði. Þessi hnútur er algengasti , öruggasti og fljóthnýtnasti hnútur í heimi, þess vegna er hann notaður bæði til sjós og lands.
Enn það er hárrétt hjá þér að splæsa er varanler aðgerð sem er alltaf besti kosturinn , enn með einu formerki þó að splæsið sé rétt splæst. Ílla splæst splæs getur verið hættulegra enn argasti kerlingarhnútus.
Enn menn skulu hafa það í huga að þeir ímsu hnútat sem eru hotaðir eru margir aðeins notaðir við vissar aðstæður eins og hinir ímsu fjallamannahnútar hnútar til samsetninga tveggja spotta ofl. ofl. Þannig að best fyrir okkur í sambandi við bíla er að halda okkur við pelastikkið og splæsið.
Ég ætla að reina að svara Elvari aðeins. Örfhentur maður hnýtir öðruvísi enn rétthentur. Það er mismunandi hvort likkjan verður hægra eða vinstrameginn á kaðlinum það verður að bregða lausa endanum í samræmi við það. Hvortveggja er rétt.
Og Ingi kósi er likkja sem er annað hvort hringlaga eða dropalaga með útbeigðar brúnir svona eins og rör sen sagað er eftir endilöngu og beigt svo þannig að brúnirnar snúa út svo er vír eða tó splæst í þetta og brúnirnar halda kósanum í auganu.
Menn skulu athuga það að kósi og kósi er ekki allver það sama . Það eru til kósar úr svo drullulinu efni að þeir henta ekki til átaka og menn skulu varast þá þvi þeir geta lekið í sundur við átak og skorið spottann í sundur. Stál kósar er það sem á að nota þó að þeir séu eithvað dírari það marg borgar sig.
Með bestu nýárskveðjum til ykkar allra. S.B.
06.01.2004 at 11:16 #482968Það er alveg rétt að áttuhnúturinn er sterkari en pelastikk (veikir kaðalinn minna). En hafið þið reynt að losa áttuhnút sem hefur herst saman við átak? Það er oft ekkert grín. ‘Eg hef notað áttuhnút í klifri og sigi og ef átak kemur á hnútinn, t.d. við smá fall þá herðist hann til helvítis. Það þýðir að ef við myndum hnýta áttuhnút í stað pelastikks þa´myndum við þurfa að skera hnútinn af kaðlinum eftir hverja festu.
Freyr
06.01.2004 at 12:42 #482970
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einhvern tíman ákvað ég að reyna að finna verulega góðann spotta þegar ég var búinn að sjá hvað það munaði miklu. Ég endaði á að panta mér spotta frá USA sem mér leist ansi vel á. Þetta reyndist hið besta tæki – eina vandamálið var að það var alltaf verið að hóa í mig með spottann
Þessir ágætu aðilar hér eru alla vega með hið ýmsasta "Recovery Equipment" og miðað við spottann góða (sem ég varð að gefa þegar ég flutti erlendis) þá eru þetta fínar vörur. Og með dollarann í 69 krónum er þetta líklega ekki jafn mikið bull og þegar ég keypti spottann.
http://www.masterpull.com/index.cfm
PS. Spottinn góði var hinn svokallaði "Super-Yanker"
06.01.2004 at 13:54 #482972Á [url=http://www.lehighgroup.com/fiber.htm:vnqemsr4]þessari síðu[/url:vnqemsr4] er gott yfirlit yfir þær tegundir að köðlum sem í boði eru.
Það ekki sérlega flókið að splæsa lykkjur á kaðla, hér eru [url=http://klaki.net/gutti/splaes.png:vnqemsr4]leiðbeiningar[/url:vnqemsr4]-Einar
06.01.2004 at 17:52 #482974Ég verð að vera sammála Frey með áttuhnútinn, hann herðist ansi illa ef tekið er mikið á honum (fyrir þá sem ekki vita er áttuhnútur n.k. rembihnútur sem er snúið hálfhring meira áður en dregið er í gegn heldur en venjulega).
Einnig er mjög mikilvægt með áttuhnútinn að það liggi rétt í honum, þ.e. að kaðlarnir séu ekki mikið snúnir hver um annan í sjálfum hnútnum.
Helsti kostur áttuhnúts er að hann er 3ja punkta hnútur, semsagt, það má toga í báða lausu endana auk lykkjunnar. Í einhverjum tilfellum gæti það nýtst við að losa úr erfiðum festum…kannski…
Trixið við að losa áttuhnút er helst að ,,brjóta“ hann um miðjuna, það getur hins vegar verið MJÖG erfitt, sérstaklega ef kaðlarnir eru snúnir í hnútnum…
kveðja
Grímur R-3167
06.01.2004 at 23:04 #482976Sælir félagar
Hvað er áttuhnútur? er það sama og netahnútur ?
ef það er ekki sama og netahnútur,er ágætt að nota hann til að hníta saman spotta og ef það herðist of mikið á honum er alltaf hægt að nota skrújárn til að losa uppá honum eða að kaupa úrgreiðslu gogg og vera með hann í bílnum til að losa hnúta.Einnig er fljótlegt að hníta línuhnút hann heldur vel og einnig gott að losa hann.KV JÞJ
07.01.2004 at 00:17 #482978sælir.
Ég lærði eitt sinn að binda pelastik sem krakki í skátunum, þar var notuð einhver saga með tré, kanínu og holu eða eitthvað álíka. Seinna fór ég að vinna við netagerð og þóttist nú kunna pelastik, en það var ekki fyrr en ég sá hann herðast upp að lykkjunni sem ég batt í sem ég fór að hlusta á gömlu sjómennina sem unnu með mér. Og það er mín skoðun að sjómanna aðferðin (alla vega nota allir sjómenn sem ég þekki sömu aðferð) sé hin eina rétta, því annars kemur átakið vitlaust á hnútinn og hann getur ‘flippast’ yfir og breyst í hnút sem er kallaður óbragð. Og það ég sé oft séð gerast í jeppatúr (hnúturinn herðist upp að kúlunni og verður illleysanlegur).
Þetta er eitthvað sem menn ættu að athuga vel og vandlega.Varandi áttuhnút, þá er hægt að binda hann þannig að auðvelt sé að losa hann. Ég hef verið í klifri og þá getur maður ekki bundið hann eins og einhver lýsti sem rembihnút þar sem lykkjan er dregin í gegn (jæja ekki nema maður hengi sig í með karabínu, og ekki telst það ráðlegt).
Aðferðin við þetta er sára einföld, maður bindur bara venjulegan áttuhnút (einfaldan) á línuna og hefur góðan enda, og strekkir hann ekki. Síðan tekur maður endan og þræðir á móti hnútnum þannig að allt lyggi samhliða og fínt. Og þá er ekki mikið vandmál að leysa hann. Einu skiptin sem ég man eftir að hafa lent í vandræðum með að leysa áttuhnút var þegar einhver vandaði sig ekki. Fallegur hnútur er góður hnútur!!svo var eitt enn sem mér finnst ekki nógu gott hjá jeppamönum, það er hvað margir vilja standa nærri spottanum þegar er verið að draga upp bíla. Því menn eru í stórhættu því kaðallin getur auðveldlega farið til hliðar. Þetta er bara nokkuð sem ég held að menn ættu að hugsa um í hita leiksins, þó svo menn séu að reyna að vera snöggir að binda og losa.
Baldur
07.01.2004 at 06:44 #482980Mig langar til að taka undir það, sem Baldurg segir hér á undan um að menn gæti sín á spottunum þegar verið er að draga/kippa í bíla. Því miður hafa orðið óhöpp og slys út af þessu. Margir gamlir hundar í "faginu" hafa þann sið að henda einhverri druslu á miðjan spottann, svo sem eins og flík eða annarri kaðalhönk til að minnka hættuna á að spottinn skjótist langar leiðir ef hann slitnar eða skreppur af festingu.
kv.
07.01.2004 at 09:16 #482982Sælir.
Ég er sammála öllum þeim sem hvatt hafa til varúðar í sambandi við drátt bíla hér á þessum þræði. Oft hefur maður séð býsna óvarlega farið. Bendi aftur á ágæta tillögu Óla hér framar á þræðinum, þar sem hann stingur uppá að menn festi ca. 12 mm. spotta svosem 2 metra frá enda tógs og hnýti hann slakan með í bílinn þannig að hann taki mesta kraftinn úr ef spotti slitnar.
Ferðakveðja,
BÞV
07.01.2004 at 09:55 #482984tek heilshugar undir með að nota "dauðan" spotta sem hugsanlegt öryggi ef dráttartaug slitnar, en í það minnsta ef hann er ekki til staðar þá að leggja peysu, úlpu, teppi eða kaðalhönk á ca mitt dráttartógið
kv
js
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.