This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.12.2003 at 16:15 #193359
Er að fara að fjárfesta í spotta. Hvaða skoðanir hafa menn á því hvað er hentugast. Er að tala um fyrir fjallaferðir, ekki ófærðína í dag. Búinn að hringja á nokkra staði og fá misjöfn svör ekki öll jafn gáfuleg.
Spurningarnar sem vakna eru:
Hvaða tegund?(Perlon,nilon….)
Hvaða sverleiki?
Hvaða lengd hentar best?
Splæst eða ekki splæst
Hvar er best að versla/ódýrastMeð fyrirfram þökk um góð viðbrögð.
kv,
Guðjón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.12.2003 at 16:55 #482906
þú færð þér nælon, nælon er með ca 30% teygju, sverleiki ? eftir þyngd bíls, en ekki minna en 1" fyrir hefðbundna jeppa.
þú skalt athuga verð hja Ísfell út á Fiskislóð, þeir splæsa pottþétt fyrir þig ef þú biður um það !!
gerðu svo verð-samanburð hjá Olís eða Ellingsen eins og það er ennþá kallaðcheers
29.12.2003 at 18:32 #482908Sælir,
Ég tók þátt í stuttri umræðu á þessum [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=523#3065:1cc3q7ad]þræði[/url:1cc3q7ad] fyrir rúmu ári síðan. Tel að sömu lögmál gildi.
Mér hefur reynst einstaklega vel aðElvar
29.12.2003 at 18:34 #482910Dóttir mín er að hjálpa mér í tölvunni og ýtti á "Senda"
Framhald:
…einsaklega vel að hafa lykkju á öðrum endanum.Kveðja
Elvar
29.12.2003 at 19:52 #482912Sælt veri fólkið og til hamingju með snjóinn, sem virðist hafa komið fyrir sunnan um leið og ég fór úr mannabyggðum með Kertasníki. Nú, en hvað spotta varðar, þá er ein meginregla, sem ég hef lært af langri reynslu en það er að hafa ALDREI neitt úr málmi á endunum á spottunum nema það sé boltað eða soðið fast í bílinn. Krókar og keðjulásar og jafnvel keðjuspottar eru beinlínis ávísun á slys, því miður. Það er nógu mikill kraftur í spotta sem slitnar eða losnar í þeim miklu átökum, sem fylgja því að "kippa í bíl" til að klippa menn í sundur, bókstaflega tala, brjóta og bramla dauða hluti o.s.frv., þótt ekki sé verið að auka við tjónahættuna með slíku dóti. Hinsvegar er mér orðið meinilla við að toga í bíla sem eru fastir, ég er búinn að fá út úr því brotin drif, brotin gírkassahjól og þar fram eftir götunum. Svo eru það nú blessuð spilin, þótt þau geti verið sannur bjargvættur. Nokkuð margar framfjaðrir fóru hjá manni í slíkum tilvikum. Þetta var þó eingöngu þegar maður var að draga aðra. Jæja, en teygjuspottarnir eru hrein galdratæki og eitthvað það áhrifaríkasta sem maður hefur kynnst við að kippa upp föstum bílum, einkum í krapa. Það verður þó að hafa í huga, að þeir þola ekki teygjuna nema í fá skipti, þá er hún einfaldlega búin. En spottar eru ekki sérlega dýrir, nema maður farí í Dynex. Betra að hafa frekar fleirri en færri. 12 – 20 metra hvert stykki takk. Splæsa á þá lykkjur, a.m.k. í annan endann. Læra svo að hnýta pelastikk og vera fljótur að því!
29.12.2003 at 20:03 #482914
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl öllsömul, og sannarlega til hamingju með snjóinn, ég held að það rætist að veturinn verður snjóþungur og skemmtilegur. En ég er sammála ólsaranum með það að hafa nokkra spotta, hafa allavega 2-3 stykki til staðar í bílnum. Og hafa þá 10-25 stykkið. Og umfram allt að hafa þá teygjuspotta. Og gott er að hafa lykkju þó ekki sé nema í annan endann.
Áramótakveðja
Jónas
29.12.2003 at 20:08 #482916Beggi flugsveitarforingi sýndi okkur spotta sem mér leist vel á, á fundi nú í haust. Þetta var nælon, fléttaður, sem gerir hann þjálli heldur en snúna spottann.
Annars er best að Beggi lýsi þessu öllu sjálfur, enda efast ég um að á Íslandi fyrirfinnist meiri spottaspekinugur, enda maðurinn á Trooper og alltaf fastur, svo segja þeir í Rottugenginu að minnsta kosti.
kv.
Eiríkur
29.12.2003 at 20:50 #482918Sæll Ólsari.
Þú segir í pistlinum þínum " spottar eru ekki sérlega dýrir nema maður fari í dynex".Smá ábending, Dynex er ekki teigjuspotti,það er ENGIN teigja í því efni.
Kveðja HarSv.
29.12.2003 at 21:01 #482920Ekki snúa út úr HarSv. Er ekki alveg að skilja hvernig þú túlkar mitt innlegg þannig að ég sé að tala eingöngu um teygjanlega spotta. Dynex er alveg sér mál, það vitum við flestir held ég. Ef fleiri eru með svona forrit í hausnum þá er líklega rétt að ég segi það eins greinilega og ég get á minni landsbyggðaríslensku, að með því að hafa fleirri en einn spotta vil ég hafa BÆÐI teyjanlega og ekki teygjanlega spotta. Dynex ber af hvað styrkleika snertir, á því er enginn vafi. En það kostar peninga. Það getur hinsvegar borgað sig að kaupa það sem er dýrt þegar allt er skoðað.
29.12.2003 at 21:44 #482922Er á 38" Patrol. Hvaða sverleika mælið þið með.
29.12.2003 at 23:01 #482924Ég myndi mæla með ca. 25 mm sverum nýlon spotta (hvítum), 10-12 metra löngum. Oft er teyjan í svoleiðis spotta óþarflega mikil, þá er hægt að nota hann tvöfaldan. Ég hef splæstar lykkur á báðum endum, hnútar jafnvel pelastikk, veikja kaðalinn. Ef maður notar skriðþungann, þá reynir ekki sérlega á drif eða fjaðrabúnað. Mín reynsla er að ef eitthvað gefur sig í þetta löngum spotta, þá fer spottinn og það sem hugsanlega hangir í honum, undir bílinn ferkar en í aftur hlerann eða gegnum um afturrúðuna.
Ég hef fengið beyglur bæði í bæði afturhlera og vatnskassa eftir slitna teyjuspotta, en þá var spottinn frekar stuttur (6-8 m).
Eftir að ég fór að nota lengri spotta, þá hefur hann altaf farið undir bílinn þegar eitthvað hefur gefið sig.
25 mm nylon hefur slitþol upp á umþað bil 8 tonn og tegist um a.m.k 30%.
Ég nota lása til að festa í lokuð augu þegar þess þarf, ef lásinn flýgur af stað þá fylgir honum væntanlega stykki úr bílnum, þannig að hann skiftir ekki sköpum um skriðþungann sem fer af stað.-Einar
29.12.2003 at 23:31 #482926Sæll Herra Ólsari
Ég ætla að vera með smá útidúr úr spottaspekinni, maðurinn líklega búinn að fá svar við sínu.
Enn þú sagðist hafa verið í bænum (Rvk)ekki vænti ég þess að þú hafir heimsótt vin okkar forríkann fasteignasalann og tekið rúnt á dömunni hans og fengið að upplifa þessa yfirburða, háþróuðu fjöðrun sem hættir víst ekki að fjaðra fyrr enn jeppinn er búinn að standa hálfa nóttina út á plani og forríki fasteignasalinn löngu sofnaður.
Bestu kveðjur norður
Lúther
30.12.2003 at 00:07 #482928Sæll Lúddi minn og gleðileg jólin.
Góði hættessu ergelsi og huxaðu málið uppá nýtt: Það þarf ekki að vera forríkur til að njóta bestu ávaxtanna. Það fást bílalán, fjármögnunarleigur, lottóvinningar, mæðrastyrksnefndarúthlutanir (svaka langt orð…), "hætta að reykja" launauppbætur og ýmislegt annað til að draumurinn geti orðið að veruleika. Þú þarft ekkert að segja að berin séu súr…, þú getur fengið að bragða á þeim!
Eins og ég hef margsinnis bent á, þá er Pajero með háþróaða fjöðrun ódýrari en margir sambærilegir japanskir jeppar (nema kannski að Pajero er með stærri vél, flottari skiptingu og síðast en ekki síst alvöru fjöööðrun og því ekki "sambærilegir" að því leiti) og svo spararðu ca hálfa millu á breytingunni samanborið við t.d. breytingu á 120 bíl. Þetta er því eiginlega alveg verkamanna… Nú svo hafa m.a. fyrrverandi Patrol eigendur komist að því að það er mun gáfulegra að greiða smá fjármagnskostnað heldur en reglulegar vélarupptektir og gírkassapróblem.
Hættu að efast og sjáðu ljósið!
Svo geturðu örugglega líka orðið forríkur fasteignasali eins og ég, en sannaðu til, það er samt flóknara en að eignast alvöru jeppa :>)
Ferðakveðja,
BÞV
30.12.2003 at 06:41 #482930Sælir þið "fjandvinir" Lúther og BÞV
Reyndar er ég nokkuð oft í borginni og þarf ekki jólin til. Þekki BÞV ekki einu sinni í sjón þótt ég hafi gaman af að rífa kjaft við hann eins og aðra Lýtinga. Fer því varla að banka upp á hjá bláókunnugum manninum til að fá að sitja í bílnum hans. Hinsvegar er ég svo vel settur að eiga góðan kunningja sem heitir Jóhannes Jóhannesson og á samskonar bíl. Hef reyndar ekki enn sest upp í bílinn hans, en skriðið undir hann! Þann mann þarf víst ekki að kynna félögum í 4×4 þótt hann sé minna á vefspjallinu en BÞV. En svo maður fari nú á játningastigið, þá er draumabíllinn minn Ford F250 með 6 lítra PowerStroke, á 44" og með lóló. Eignast hann líklega ekki fyrr en í næsta lífi, ég er orðinn of gamall sjálfur til að geta réttlætt svoleiðis fjárfestingar miðað við tekju- og eignastöðu. En maður er ekki orðinn í alvöru gamall fyrr en mann hættir að dreyma………..
30.12.2003 at 11:40 #482932Þeir hjá Tor net í hafnarfirði eru með þessa fínu spotta sem ég talaði um á einum mánudagsfundi í haust. Þeir eru í eyrartröð 14 sem er fyrir ofan gólfvöllinn keili hér í hfj eða ef einhver man eftir grænu A bátahúsunum hjá Óseyrinni sem brann þá er það 2 gata til vistri og er bátasmiðja Guðmundar á horninu.Þeir geta sagt ykkur allt um spotta hvort það sem með teygju eða ekki, dinax eða ekki, langan eða ekki, og komenterað á hvort daman geti fjaðrað eða ekki.
30.12.2003 at 14:56 #482934
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einhvern tíman fengum við Kárar netagerðamann til að gefa okkur nokkra punkta í spottaspeki til að setja á vefinn (sjá http://www.mountainfriends.com/html/spottaspeki.html)
Þar er sett fram sú þumalputtaregla að ágætt sé að miða við að slitþolið sé a.m.k. þreföld þyngd bílsins.
Það sem mér fannst athyglisvert í þessum punktum er hvað rýrnunin er mikil á slitþolinu ef endinn er hnýttur en ekki splæstur, eða allt að 60% (á móti 10-35% við splæsingu). Það þýðir að spotti sem er með slitþol upp á 10 tonn, þolir ekki nema 4 tonn í hnútnum og rétt að taka mið af því við val á spotta. Það er einnig spurning hvort það sé ekki betri kostur að nota t.d. hörpulás til að festa í lokaðar lykkjur á bílum og hafa spottann splæstan á báðum endum, frekar en draga í gegnum lykkjuna og hnýta pelastikk. Í sjálfu sér alveg rétt að járnhlutur á endanum á teygjuspotta er stórhættulegur ef hann gefur sig, en þessir hörpulásar eru skrúfaðir saman og þola örugglega meira en spottinn ef þess er gætt að skrúfa þá alla leið. En auðvitað þarf líka að gæta að því að kaupa vandaðan lás.
Kv – Skúli
30.12.2003 at 15:10 #482936Sælir.
Fyrir nokkrum árum var skrifuð grein í Setrið um kaðla og eiginleika þeirra. Slóðin er hér.
https://old.f4x4.is/bokasafn/Setrid/9504.pdfkv.
Emil
30.12.2003 at 15:39 #482938Það er auðvitað hárrétt hjá SkúlaH að ef vel er gengið frá svona lás (þarf ekki endilega að vera hörpulás- hefurðu verið á sjó, Skúli?) þá á hann ekki að vera hættulegur. Satt að segja voru það nú dráttartóg, sem seld hafa verið á bensínstöðvum með kepjuspotta og járnkrók sem mér er sérstaklega í nöp við. Eftir að hafa horft á óhöpp vegna svona búnaðar í nokkur skipti verður manni ósjálfrátt meinilla við dótið. En splæsing er nokkuð vandasöm og krefst kunnáttu, sem ég held að jeppamenn búi ekki almennt yfir, því miður, og góður splæsingamaður þarf að æfa sig fjandi mikið áður en hann verður góður. En vel splæst lykkja er öllu betri á endann á spotta, hvað góður sem hann er að öðru leyti.
30.12.2003 at 15:49 #482940Þessi grein sem Emil vísar til úr Setrinu er gagnslaus, þar sem þar kemur ekki fram neitt af því sem máli skipir þegar þarf að losa bíla úr festum. Raunar er greinin verri en ekki því þar er gefið í skyn að kaðlar úr öðrum efnum en næloni (polyamide) séu nothæfir sem teyjuspottar.
-Einar
30.12.2003 at 21:21 #482942Hvað segja menn um að nota kósa í lykkjurnar þar sem maður splæsir, nær maður ekki þá til baka styrkinum sem tapast við splæsið?
Kv. Júnni R-268
30.12.2003 at 22:02 #482944ef við splæsum kósa í auga, erum við þá ekki með sömu áhættu og er á þessum "ódýru" benzinstöðvarspottum þ.e. keðja með krók ? ef allt breztur ?
kv
Jon
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.