FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Spottar

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spottar

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Tryggvi R. Jónsson Tryggvi R. Jónsson 19 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.04.2006 at 08:33 #197680
    Profile photo of
    Anonymous

    Þið sem allt vitið! Hvernig spotta á ég að fá mér: Teygju eða venjulegt reipi?

    Spottarnir sem ég hef séð eru seldir með 1500kg-5000kg togstyrk. Hvað hefur reynst best?

    Góð ráð vel þegin.

    Jakob

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 04.04.2006 at 08:46 #548338
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Hvað ætlarðu að draga ? En ef það er jeppi þá skaltu fara í Ísfell úti á Granda og kaupa þér 24 eða 28 mm teygjuspotta – sá sverari er með um 15 tonna slitþol en hinn eitthvað um 11 minnir mig.

    Benni





    04.04.2006 at 08:53 #548340
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Vonandi þarf ég ekki að draga neinn eða láta neinn draga mig, en ætli notkunin verði ekki á þessum hefðbundnu nótum: Draga upp úr snjó og almennar bilanir.

    Þannig að þessir 5tonna spottar í Bílanaust eru bara fyrir létta fólksbíla?





    04.04.2006 at 09:26 #548342
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    … er flutt í Habbnarfjörðinn, [url=http://www.isfell.is/:hcsdb403]sjá hér[/url:hcsdb403]. Fékk lánaðan spotta frá þeim um daginn og ætla að fjárfesta mér í svoleiðis, dúndurgræjur þó maður þurfi eitthvað til að festa í minni króka/festingar.





    04.04.2006 at 09:53 #548344
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Varðandi slitþolið Jakob þá er eiginlega lágmarksviðmið að slitþolið sé þrefalt þyngd bílsins sem verið er að draga. Í slæmri krapafestu getur átakið í tonnum verið mikið meira en þyngd bílsins og því er 5 tonna spotti ekki nóg fyrir t.d. 2 tonna jeppa.
    Kv – Skúli





    04.04.2006 at 10:10 #548346
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Lengd spottans skiptir líka máli. Of stuttur spotti gefur ekki dráttarbílnum færi á að ná neinum hraða áður en átakið byrjar.
    Ég hef venjulega keypt 20 metra og splæst lykkju í annan endan og brætt hinn endann með gasbrennara þannig að hann trosni ekki, þá er líka auðvelt að troða endanum í gegnum augu, jafnvel undir vatni.





    04.04.2006 at 10:11 #548348
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Það er öruggast að kaupa keðjulása sem eru viðurkenndir með tilliti til brotþols og eiga að fást hjá Ellingsen eða öðrum viðurkenndum söluaðilum fyrir sjávarútvegsvörur,betra að kaupa örugga lása þó að þeir séu dýrari og sama formúla og Skúli bendir á varðandi slitþol spotta gildir um lása.
    Kv
    Klakinn





    04.04.2006 at 15:54 #548350
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Mér finnst 28mm algjört lágmark í þessum spottum, það er ekkert stór mál að slíta þá, ætla að fá mér sverari næst:o) það er bara elveg ferlegt þegar þetta slitnar, yfirleitt nylegt lakk á mínum afturendum:o)





    04.04.2006 at 17:04 #548352
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    en það er nú samt sem áður alls ekkert of vitlaust að sjá hversu langt maður kemst með svona þó að maður sé með voðavoða fínann og flottan spotta!

    [img:pv33lixh]http://www.hooverfence.com/garden-supplies/img/shovel-as19d.jpg[/img:pv33lixh]

    Allavega vil ég helst komast hjá því að rykkja í draslið með tilheyrandi tilhlaupum og slitum og veseni…en það er kannski bara ég.

    kv. Kiddi kjáni





    04.04.2006 at 17:21 #548354
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Svona gripur eins og sýndur er á mynd að ofan er samt gjörsamlega gagnslaus í krapafestu.

    þar er bara spotti og eða spil sem duga.





    04.04.2006 at 18:16 #548356
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    ég tel að það sé gáfulegast að kaupa lás sem þolir töluvert meira heldur en spottinn, festa þetta svo í eitthvað almennilegt á bílnum. Allavega við ég frekar frá enda á spottanum í bílinn minn, heldur en lásinn.

    Og fyrir utan það á þýðir lítið að nota orginal dráttarlykkjur á jepplingum í það minnsta. Ég hef dregið svoleiðist af nokkrum.





    05.04.2006 at 09:26 #548358
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Þar sem érg þarf að skila spottanum góða fyrir Páska þurfti ég að verða mér út um staðgengil og hringdi í Ísfell, 18m af 28mm (15t slitþol) með 20% teygju, lykjur splæsdar á báða enda er rétt um 8.000kr (birt án ábyrgðar).
    Já og Kiddi… það eru ekki allir það heppnir að geta bara farið út úr bílnum sínum þegar hann er fastur og tekið hann undir hendina og borið hann yfir skaflana 😉

    Grallarakveðjur
    Tryggvi og RauðiHlunkurinn





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.