Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Spot-neyðarsendirinn
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Guðmundsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.01.2009 at 19:43 #203492
Sæl/ir
Hvað getið þið sagt mér um þetta tæki sem Aukaraf er að selja, mér finnst lítið hafa heyrst um þetta tæki.
Eru menn eitthvað að nota það og hvernig á að tengja það við tölvu eða hvar kemst maður í samband við gervihnattarkerfi? Ég er nú búin að fara inn á GlobalStar gerfihnattarkerfið og er búin að skrá mig þar en finn ekkert yfir þetta tæki. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.01.2009 at 19:52 #636538
Sæll það eru upl. á heimasíðuni hjá
[url=http://www.aukaraf.is/product_info.php?products_id=556&osCsid=d1635a42e81064d0f3b6566ba2da7413:2uehuh9j][b:2uehuh9j]Aukaraf/ SPOT[/b:2uehuh9j][/url:2uehuh9j]
06.01.2009 at 23:42 #636540Þessi græja er nú bara með því sniðugra sem hefur komið fram á sjónarsviðið lengi.
07.01.2009 at 00:07 #636542Ég hef aðeins verið að prófa þetta tæki en Útivist keypti eitt stykki af Ásgeiri til að auka öryggi í lengri gönguferðum. Þetta er raunar einfaldleikinn uppmálaður og snilld sem slíkt. Í þessu er GPS móttakari og sendir fyrir GlobalStar gervihnattasíma. Tækið semsagt tekur GPS staðsetninguna og sendir í gegnum gervihnött í stjórnstöðina í Ameríkuhreppi sem sendir hana svo áfram á netföng eða sms sem maður hefur skilgreint fyrirfram. Á tækinu eru þrír hnappar til að senda boð, einn sem er skilgreindur sem boð um að allt sé í lagi, annar sem þýðir að aðstoð óskast en ekki neyðarástand (t.d. vinsamlegast sækið mig) og sá þriðji sendir skilaboð á Neyðarlínuna. Í öllum tilfellum fylgir gps staðsetningin.
Viðbótarmöguleiki er að láta tækið senda með reglulegu millibili staðsetningu og þá er m.a. hægt að láta hana birtast á vefsíðu sem tengir hana við Google Earth. Þannig geta þeir sófariddarar sem hafa aðgang að síðunni fylgst með hvar túrinn er staddur hverju sinni. Það eina sem ferðamaðurinn þarf að gera er að hafa kveikt á tækinu og hafa það staðsett þannig að það nái gervihnattasambandi.
Þetta er snilldar öryggistæki fyrir gönguhópa þar sem símasamband er stopult. Mjög létt og nett, einfalt í notkun og ódýrt. Ekkert sambærilegur kostnaður við gervihnattasíma. Þú spjallar að vísu ekkert í gegnum þetta en kemur til skila þeim boðum sem skipta máli. Fyrir jeppaferðir þá er þetta auðvitað leið til að tryggja öryggi í NMT/VHF/GSM/Tetra götum. Og svo þessi möguleiki að fóðra sífelt vaxandi hóp sófariddara á upplýsingum án þess að þurfa að eyða tíma í símakjaftæði.
Kv – Skúli
07.01.2009 at 11:24 #636544Þetta er sniðug hugmynd EN það er stór galli á þessu og það er að þetta skuli hengja sig á Globalstar gervihnattakerfið sem er, eða var allavega síðast þegar ég vissi mjög dapurt hér á landi.
Ég fór í það minnsta eina ferð í fyrra vor með björgunarsveitarbíl sem var með svona búnað í gangi allan tíman og þeir voru hundóánægðir með virknina í þessu – risastór göt í sendingum sem að geta skapað meiri óvissu en vissu um að allt sé í lagi hjá þeim sem fylgjast með.
En um leið og þetta verður með jafn öruggu sambandi og t.d. Iridium símarnir þá er þetta alger snilld.
Benni
07.01.2009 at 12:00 #636546Já þetta er vissulega galli því GlobalStar hnettirnir eru talsvert sunnan við okkur. Það að hafa þetta í framrúðunni virkar t.d. ekki vel og allra síst í Defender með þá lóðréttu rúðu sem þar er. Þegar keyrt er til norðurs er sambandið líklega ekki neitt. En hangandi á bakpoka er þetta í nokkuð góðu sambandi nema kannski í norðurhlíðum brattra fjalla. Ég hef ætlað mér að prófa að koma þessu hreinlega fyrir uppi á toppi, þá ætti virknin að vera þokkaleg.
Kv – Skúli
07.01.2009 at 12:04 #636548Er hægt að fá þetta með tengingu við útiloftnet á topp bíls ?
Þetta var einmitt í framrúðu þessa björgunarsveitabíls.
Benni
07.01.2009 at 12:25 #636550Held ekki, loftnetin eru inni í apparatinu og engir tengimöguleikar. Það myndi stórbæta þetta. Mér sýnist hins vegar frágangur upp á vatnsheldni nokkuð góður þannig að ég myndi ætla að tækinu verði ekki sérlega meint af útiveru. Ætla þó ekki að ábyrgjast það, í rigningu og á fullri ferð lemst náttúrulega vatnið við þetta þannig að varúðarráðstöfun væri að útbúa eitthvað plasthylki utan um.
Kv – Skúli
07.01.2009 at 14:52 #636552Þetta tæki er hannað fyrst og fremst sem neyðartæki, sem sendir gps hnit til neyðaraðila, þegar þú ýtir á neyðarhnappinn í neyð eða bara til að láta vita af þér og hvar þú ert í það skiptið.
Að nota þetta sem ferlasendi er í raun aukafítus. Þetta er ætlað til notkunnar utandyra, fyrir útivistarfólk en ekki inn í bílum né öðrum mannvirkjum og er ætlast til að menn geti komið sér út áður en ýtt er á hnappinn eða komið tækinu undir beran himininn. Þetta er nokkuð veðurhelt og ætti að þola að liggja úti í einhvern tíma, þótt fólk leiti sér skjóls á meðan.
Við Íslendingar búum við það vandamál að vera nokkuð norðarlega fyrir flest þessi GPS tungl, þar sem þau eru yfirleitt staðsett á milli sjóndeildarhrings og upp í 45° frá okkur séð. Það er því oft erfitt að fá nokkuð samband norðan megin fjalla og svo þarf einnig samband við Globestar hnettina, eins og komið hefur fram.
SPOT lýtur að þessum lögmálum alveg eins og GPS tækin okkar, þau geta virkað inn í bíl en mun betur undir berum himni (eða með útiloftneti).
Að mínu mati eru þessi neyðartæki of dýr hér á landi, sem enn og aftur sýnir græðgina í söluaðilum en RadioRaf voru ódýrastir (að mínu viti) með þau undir 30þkr. Ég veit að þau kostuðu um og undir $150 í USA sem ætti að vera um 10-15 þkr (fyrir gengisfallið) heimkomið. það er því tvöföld álagning á þessi neyðartæki hér heima (ATH. bera enga tolla, samb. öryggistæki og GPS).
Það var á dagskrá hjá mér að flytja svona inn, en ég beið aðeins of lengi (stupid me).
SPOT hjá [url=http://www.cabelas.com/cabelas/en/templates/links/link.jsp?id=0051330518244a&type=product&cmCat=SEARCH_all&returnPage=search-results1.jsp&Ntk=Products&QueryText=spot&sort=all&Go.y=0&_D%3AhasJS=+&N=0&Nty=1&hasJS=true&Go.x=0&_DARGS=%2Fcabelas%2Fen%2Fcommon%2Fsearch%2Fsearch-box.jsp.form23&_dyncharset=ISO-8859-1:d9165l0t][b:d9165l0t]Cabelas.com[/b:d9165l0t][/url:d9165l0t]
12.02.2009 at 13:52 #636554Um mitt ár í fyrra skrifaði ég grein í tímaritið Útiveru um SPOT eftir talsverðar prófanir og er útdráttúr úr henni hér eftirfarandi sem mitt innlegg í umræðuna:
"Ég er búinn að vera með SPOT tækið í að ganga hálft ár og er það búið að vera afar áreiðanlegt og nokkuð nákvæmt jafnvel miðað við Garmin 60CSX tækið mitt. Í fimbulkulda á jöklum í vetur hefur tækið unnið án þess að hiksta enda er það vatnshelt og flýtur meira að segja. Spot tækið hefur einnig sannað sig í þröngum fjörðum og bröttum fjallshlíðum. Það ber þó að hafa í huga að GlobalStar gervitunglin ganga í boga norður og suður frá miðbaug og eru tunglin þar af leiðandi ávalt í suður, austur eða vestur af Íslandi en aldrei fyrir norðan. Á suðurhimni má gera ráð fyrir tunglum í um 23° halla frá sjóndeildarhring sem þýðir að norðurhlíðar brattra og hárra fjalla geta verið með takmörkuðu sambandi.
Ég prófaði Spot undir norðurhlíðum Tindastóls í sumar í Glerhallavík (GPS: N65 53.133 W19 45.955) og dró talsvert úr skilum á track skilaboðum við þær aðstæður enda snarbrattar hlíðar sem hylja suðurhimininn að mestu og allar líkur á að tungl í vestri hefði náð skilaboðunum. Í ljósi þessa er mikilvægt í neyðartilfellum að koma tækinu þar sem sem best sýn er á suðurhiminn. Ég hef heyrt af árangursríkum prófunum frá Hornströndum og Drangajökli og í sumar sigldi skútan Gógó alla leið norður að Scoresbysundi með Spot tæki í brúnni og skiluðu skeyti sér betur en von var á enda menn rúmlega 400 km norðan við skilgreint þjónustusvæði.
Tækið þarf að einnig að berast utan klæða t.d. í belti eða utaná bakpoka ólíkt GPS tækjum enda sendir tækið á mjög lágri orku og fatnaður getur dregið úr virkni tækisins. Jeppamenn geta haft tækið ofaná mælaborðinu í framrúðunni enda virkar tækið vel þar.
Í þröngum giljum getur tækið verið utan þjónustusvæðis en þar vinnur tíminn með tækinu því undir þröngu sjónarhorni á himininn getur tækið náð að senda neyðarboð jafnvel þó að ekki náist GPS staðsetning því til að fá GPS staðsetningu þarf Spot að sjá þrjú GPS tungl en aðeins eitt GlobalStar tungl til að senda neyðarboðin. Skiptir þá máli að láta tækið alltaf senda Track skilaboð þegar ferðast er til að björgunarmenn geti fundið síðustu þekktu staðsetningu sérstaklega ef menn ferðast einir.
Þegar neyðarboð eru send þá sendir tækið skeyti á 5 mínútna fresti þar til slökkt er á tækinu sem eykur líkur á að gervihnöttur nái skeytinu jafnvel undir þröngu sjónarhorni en það getur tekið tíma.
Eftir að hafa prófað tækið nokkuð vísindalega t.d. á Vatnajökli, Fjallabaki, Sprengisandi, Skagafirði, Austfjörðum og Vestfjörðum er ég sannfærður um að SPOT tækið henti vel á Íslandi. Samkvæmt útbreiðslumynd Globalstar gervihnattakerfisins eru Vestfirðir og hluti af Norðurlandi á ytri mörkum þjónstunnar. Miðað við mínar prófanir þá var talsvert um að skeyti væru ekki að skila sér eins reglulega og sunnar á landinu en lítið er betra en ekkert þegar líf liggur við.
Það er aðeins einn galli á Spot tækinu að mínu mati og hann er sá að engin staðfesting kemur á því hvort skilaboðin frá tækinu hafi farið alla leið, því tækið tekur á móti GPS merki en sendir á GlobalStar en tekur ekki á móti, en það er smávægilegur galli miðað við alla kostina.
SPOT er að mínu mati nauðsynlegt öryggistæki fyrir alla ferðamenn á Íslandi hvort heldur til sjávar eða sveita og líklega ein ódýrasta líftrygging sem í boði er í dag. Spot tækið kostar hér heima um 30.000 kr. og síðan er greitt árgjald fyrir þjónustuna sem er frá 100 evrum á ári."
12.02.2009 at 14:40 #636556Eina sem ég held að megi efast um þarna er að tækið virki vel liggjandi í framrúðunni. Bæði hefur komið fram hérna á vefnum að menn hafi náð lítilli virkni með því hér og svo er það eiginlega nokkuð lógískt að það virki illa þar sem þá er það háð akstursstefnu. Alltaf þegar keyrt er í norður er lítil von til að tækið nái sambandi við hnettina.
Annars hef ég aðeins verið að prófa þetta og láta tækið senda staðsetningar inn á vefsíðu ([url=http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=05fCJf0mzmSkVbauIkqB6xBEuGD0XryXs:3g9x2t26][b:3g9x2t26]hér[/b:3g9x2t26][/url:3g9x2t26] ) og sýnist það virka ágætlega ef maður hefur annmarkana í huga og hugar að útsýninu til suðurs.
Kv – Skúli
12.02.2009 at 16:08 #636558Hef notað spot þó nokkuð í jeppanum og hann hefur virkað mjög vel, meira segja hefur konan hringt að heiman og leiðrétt stefnuna þegar við tókum eina vitlausa beyju inn við Dreka í fyrra.
Hef verið með hann í framrúðuni en trúlega væri best að hafa hann á toppnum en hann virkar samt alveg.
Silgdi líka með hann frá Þorlákshöfn til Skotlands á skútu og hann klikkaði ekkert í snarvittlausu veðri á leiðinn, eina er að það þarf að endurræsa trakk sendinguna einu sinn á sólahring.
Hann hefur róað margar taugar heimafyrir síðan ég byrjaði að nota hann bæði á landi og á sjó
Snorri
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.