This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Pálsson 11 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja nú kemur þessi árlega ábending. Talsvert hefur verið um að jeppar séu að máta snjóinn hér í brekkum Bláfjalla. Flestir láta nægja að fara upp að brekkurótum eða nokkrar bíllengdir upp í brekku. Þetta virðist kannski saklaust en er það ekki. Bæði er að eitthvað er um að fólk sé að renna sér í brekkunum en kannski er þetta verst fyrir okkur sem þurfum að skælast hér um á vélsleðum í öllum veðrum og skyggni. Eins og núna í dag þá eru þetta bölvaðar slysagildur.
Það koma ný spor daglega og sumir renna upp brekkurnar alla leið upp á topp. Kannski ekki mikið mál þar sem búið að troða en engu að síður óttalegur óþarfi. Þetta er allt eftir bíla 35″ og stærra.
Búið er að leggja göngubraut og menn geta ekki látið hana í friði heldur.
Bara að minna á þetta. Nóg er víst um slysin.
Kv. Árni Alf.
You must be logged in to reply to this topic.