This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Eiginlega er ekkert frekara sem þarf að segja. Satt að segja finnst manni eitthvað mikið vanta í daignn ef maður kemst ekki inn á síðuna. Ég segi nú bara fyrir mig, hreinræktaðan dreifara, að maður er bara alltaf að læra hérna á spjallinu og mér er alvara með það. Innan hópsins eru nefnilega menn, sem eru búnir að prófa svo margt, lesa sig til og kanna „hina ýmsustu hluti“ svo maður sletti akureyrsku, að það er hægt að fræðast um flest er þessu sporti viðkemur með því að bera sig eftir því hér á spjallinu. Maður er mjög þakklátur þeim sem vita og þekkja þegar þeir miðla af sínum fróðleik til okkar hinna, sem minna vitum. Enn og aftur, mikið líður manni vel þegar spjallið er komið í lag.
You must be logged in to reply to this topic.