This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sælir félar
Af samblandi áhuga og skyldurækni fletti ég f4x4.is upp nokkrum sinnum í viku, renni í gegn um helstu spjallþræði og set inn innlegg þegar mér finnst eitthvað til málanna að leggja, alvarlegt eða í gríni.
Nú finnst mér þó svo komið að áhugaverðara sé að fletta auglýsingunum en spjallinu sjálfu. Af hverju ætli það geti verið…?
…er kannski hugsanlegt að lokun spjallsins fyrir öðrum en skráðum meðlimum klúbbsins hafi eitthvað með það að gera….og þá staðreynd að auglýsingar eru opnar öllum?
Ég skora hér með á þá sem einhverju ráða í Ferðaklúbbnum f4x4 að endurskoða þá ákvörðun að loka spjallinu.
Þetta er alveg að lognast útaf, sömu þræðirnir standa inni á topp 10 heilu vikurnar og fáar nýjar færslur.
Ég vona að þetta sé í síðasta skipti sem ég þarf að röfla yfir þessu, innlegg eins og þetta hér eru hreint ekki skemmtileg.
Jafnframt vil ég skora á þá spjallverja sem taka undir sjónarmiðið hér að ofan að setja inn færslur til marks um þeirra viðhorf.
Með von um jákvæð og uppbyggileg viðbrögð.
kkv
Grímur R-3167
You must be logged in to reply to this topic.