This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.06.2010 at 03:28 #213165
Sælir félar
Af samblandi áhuga og skyldurækni fletti ég f4x4.is upp nokkrum sinnum í viku, renni í gegn um helstu spjallþræði og set inn innlegg þegar mér finnst eitthvað til málanna að leggja, alvarlegt eða í gríni.
Nú finnst mér þó svo komið að áhugaverðara sé að fletta auglýsingunum en spjallinu sjálfu. Af hverju ætli það geti verið…?
…er kannski hugsanlegt að lokun spjallsins fyrir öðrum en skráðum meðlimum klúbbsins hafi eitthvað með það að gera….og þá staðreynd að auglýsingar eru opnar öllum?
Ég skora hér með á þá sem einhverju ráða í Ferðaklúbbnum f4x4 að endurskoða þá ákvörðun að loka spjallinu.
Þetta er alveg að lognast útaf, sömu þræðirnir standa inni á topp 10 heilu vikurnar og fáar nýjar færslur.
Ég vona að þetta sé í síðasta skipti sem ég þarf að röfla yfir þessu, innlegg eins og þetta hér eru hreint ekki skemmtileg.
Jafnframt vil ég skora á þá spjallverja sem taka undir sjónarmiðið hér að ofan að setja inn færslur til marks um þeirra viðhorf.
Með von um jákvæð og uppbyggileg viðbrögð.
kkv
Grímur R-3167
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.06.2010 at 11:24 #696066
Ég get tekið undir að það er ekki mikið að gerast hérna, en ég skoða líka Jeppaspjallið sem var stofnað til mótvægis við þá breytingu sem varð þegar einungis skráðir og fullborgandi F4x4 félagar héldu skrifaðgangi að spjallinu hér. Það er ekkert mikið meira að gerast á Jeppaspjallinu svo ég dreg þá ályktun að þetta sé frekar okkur notendunum að kenna. Maður þarf að fara að líta í eigin barm og láta allar kjánalegu spurningarnar vaða án hiks og starta umræðum.
12.06.2010 at 12:37 #696068Held ég verði að vera sammála ssjo, ég var frekar á móti lokuninni á sínum tíma en ég held að daufleikinn á þessu spjalli hafi voðalega lítið með þá lokun að gera. Menn verða einfaldlega að hysja upp um sig brækurnar og vera duglegri að pósta inn skemmtilegu spjalli. Mér sýnist vera heilmikil fletting á F4x4 spjallinu, vantar bara að virkja fleiri til að pósta inn.
12.06.2010 at 17:43 #696070Sælir
ég ætla að vera sammála Grími hér að ofan og mæla með því að spjallið verði opnað aftur.
Þetta er alls ekki að virka eins og þetta er í dag hvort sem það er þessari lokun að kenna eða einhverju öðru.
Ég tel það vera til bóta að fleiri geti verið með.Ef jeppaspjallið væri ekki til þá væru þeir alla vega hér að pósta og með þeim mannfjölda líka væri þetta orðinn sæmilegur vefur hérna.
ég var helv duglegur að rápa um þetta helst daglega en nenni ekki að kíkja hér inn núna nema rétt endrum og sinnum.
Svo ef maður hefur sent inn fyrirspurning þá hefur það verið upp og ofan hvort eitthvert svar hafi fengist við því.
ég spurði að því t.d. fyrir nokkru síðan hvernig Músso væri að koma út til breytinga á 38" og með hvaða vél maður ætti helst að taka þá.
ég átti von á að margir myndu leggja inn í þá umræðu.
En það kom ekki stafur á nokkrum vikum.hvað um það, opnum spjallið spillir ekki fyrir í það minnsta
kveðja Ólafur
13.06.2010 at 01:24 #696072Það er líka annað, eftir að síðunni var breytt, minkaði verulega háhuginn á henni, allavega eru flestir í mínum hóp ekki nogu sáttir við hana, ég sjálfur hættur að nenna að setja td inn myndir, það er miklu meira vesin en var á þeyrri gömlu…. :-/
13.06.2010 at 05:53 #696074Já ég er kominn á sömu skoðun og frummælendurnir hérna, Opnum þetta aftur og lífgum upp á síðuna með betri aðgangsstýringu á myndasíðunni, áður en lengra er haldið.
[i:3hezu2d2]Annars getum við alveg lýst yfir andláti Ferðaklúbbsins 4×4 .[/i:3hezu2d2]
Það er reyndar reyndar búið að gera, enda er enginn áhugi á einu né neinu. Gott dæmi er mæting á nýafstaðinn aðalfund klúbbsins, skráningu í tilætlaða landgræðsluferð ( sem þurfti að aflýsa vegna mannfæðar) og meira segja bjórkvöldin sem hér áðurfyrr voru fjörleg og vel sótt hafa séð fífil sinn fegurri.
Ekki skal ég fullyrða neitt um orsökin að þessu en kannski er fjármálastöðu heimilanna um að kenna, húsnæðinu eða einhverjum öðrum örsökum. En eitt er víst að við verðum að taka okkur saman í andlitinu og fara sýna það í réttu ljósi og á sem víðustum vettvangi.Kv.
Magnús G.
13.06.2010 at 21:57 #696076Góðan daginn,
andið með nefinu og strjúkið kviðinn!!!!!!!!!!!!!
Ég myndi halda að kreppan herjaði á einhverja og einnig held ég að menn séu einfaldlega í sumarfríi.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
14.06.2010 at 02:09 #696078
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit ekki hvernig sumarfríið er skipulagt hjá þér Hjörtur, en hjá mér hefst það allavega ekki í febrúar….
….það væri fróðlegt að fá tölfræði um ný innlegg, flettingar og svör á spjallinu versus auglýsingum. Sérstaklega hvernig það hefur þróast í tíma, kannski svona 10 mánuði aftur í tímann. Þannig væri hægt að lesa út hvaða áhrif lokunin hafði.
kkv
Grímur
14.06.2010 at 02:29 #696080Sammál meirhlutanum hér að ofan.
Þessi vefsíða er hand ónýt og ef ekki verður breyting á þá lognast spjallið út af.
Ég er hins vegar ekki sammála um að f4x4 lognist útaf. Klúbburinn er öflugur en stjórn þarf einfaldlaega að hugsa sinn gang betur varðandi vefsíðuna.Kveðja
Elli.
14.06.2010 at 21:18 #696082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nú alveg sammála því Elías, að það sé harður kjarni í F4x4 sem komi í veg fyrir að klúbburinn lognist útaf.
Stundum þarf líka smá dýfur til að rífa hlutina upp að nýju, svona endurreisnarpælingu.
Það er akkúrat það sem mig langar til að sjá með spjallvefinn, og vil að verðandi klúbbfélagar fái að vera með
Ég er nú samt ekkert að óska eftir einhverri byltingu, brjáluðum stjórnarskiptum og öllum í fýlu….bara spurning um að endurskoða ákvörðun sem kannski var ekki tekin af meirihluta hlutaðeigandi (spjallverja, hverjir sem það eru annars…).
Í þessu samhengi vil ég taka fram að ég tel hagsmunum klúbbsins betur borgið með opið spjall fremur en lokað. Dæmi um rök:
Á opnu spjalli geta þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfi klúbbsins og þreifa fyrir sér innan hans "prufukeyrt" hvort þeir eiga samleið eða ekki með því að taka þátt í umræðum.
Á opnu spjalli geta líka þeir sem ekki hafa beinlínis áhuga á að vera félagar komið klúbbfélögum til góða með innleggjum um hin ýmsu málefni. Ef tiltekin umræða á eingöngu við innan klúbbsins er "Innanfélagsmál" vettvangur samt sem áður. Þetta er skylt hugmyndinni um "Open Source" sem vefsíðan okkar byggir að stórum hluta á í dag.
Dæmi um mótrök:
[b:1km71om1]Spjallið verður stórspillt af innleggjum utanfélagsmanna sem virða ekki óskráðar umgengnisreglur spjallsins ![/b:1km71om1]
[Er þetta ekki einmitt markhópurinn sem við þurfum að ná til og hafa áhrif á? Þeir sem ganga illa um spjallið ganga kannski illa um annars staðar?][b:1km71om1]Spjallið fyllist af misgáfulegum innleggjum sem kostar allt of mikið að hýsa ![/b:1km71om1]
[Staðreyndin er sú að textinn af öllu spjallinu frá upphafi rúmast í plássi á við fáeinar stafrænar ljósmyndir í fullri upplausn][b:1km71om1]Myndasafnið fyllist af allskyns drasli sem hefur ekkert með jeppa að gera ![/b:1km71om1]
[Eeeee, auglysingar eru opnar öllum og þar er hægt að hrúga inn myndum af hverju sem er? Hver er að hýsa það? Myndasafni er líka hægt að aðgangsstýra m.t.t. aðildar…]Jæja félagar, nú held ég að það sé komið að því að hugsa aðeins, vera meiri menn og skipta um skoðun ef við á.
Þetta var ágætis tilraun, en ég hef allavega engan jákvæðan árangur séð hingað til…kkv
Grímur
14.06.2010 at 21:36 #696084Sammála æskufélaga mínum honum Grími.
Þó svo að ég hefði ferðast löngu áður enn ég kyntist f4x4 með ágætum árangri án þess að borga félagsgjöld, þá varð þessi vefur þess valdandi að ég sjá ástæðu til að vera með, jafnvel þó svo að vefurinn hafi verið opin á þeim tíma.
Ég er líka sammála Grímsa með það að ég vil alls ekki sjá breytingar í stjórn og er ekki að setja út á störf stjórnarmanna, þó svo að ég sé ekki sammála öllu.
Hins vegar held ég að rót orsaka áhugaleysis sé að finna í feisbúk-æðinu og bágum fjarhag heimilana.
Lokun á spjallinu bætir svo gráu ofan á svart.Kv.
Atli E.
14.06.2010 at 22:05 #696086
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem mætti koma eru nokkrir fastir spjallþræðir sem hverfa ekki er stjórnin heldur utan um og ákveður. Síðan mætti koma sérstakur opin spjallþráður fyrir utanfélagsmenn og síðan okkar lokaði þráður eins og hann er. Eitt er er ég vissi ekki að til væri þráður sem hét innanfélagsmál fyrr en í gær svo vel var hann falinn.
Kveðja SBS sem er farin að fá þennan heimasíðu gráa lit í vangana.
14.06.2010 at 23:18 #696088
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú segir nokkuð, Sigurður. Reyndar er til heill flokkur(stokkur) fyrir þræðina um innanfélagsmál. Ekki bara einn þráður Svo magnað er nú það. Reyndar minnir mig að það hafi verið eitthvert vesen með þessa þræði í nuverandi kerfi miðað við gamla kerfið, semsagt í gamla kerfinu gátu allir séð að "Innanfélagsmál" þráður var í gangi en ekkert um innihaldið, en í núverandi kerfi minnir mig að ekkert hafi birst fyrr en maður skráði sig inn. Kannski er Alzheimer Light líka að gera vart við sig hjá mér….
Það er nú líka þannig farið um mig, að ég ferðaðist ekki síður áður en ég gerðist félagsmaður í klúbbnum, og sennilega hafði vefsíðan og spjallið mikið með það að gera að ég gerðist félagi.
Ekki það að maður hafi verið að trana sér fram á fundum eða í einhverju framabrölti í gegn um tíðina, mikið frekar reynt að miðla því litla sem maður kann eða þykist kunna um hitt og þetta, borga félagsgjöld og aka sáttur um á misbreyttum bílum með restina af ferðafrelsinu bak við eyrað. Kannski kemur að því að maður gerir klúbbnum meira gagn, sem verður bara meira gaman.
Ég kann vel að meta hvernig þessi umræða er að þróast. Tillögur um málamiðlanir að koma fram þannig að sem flestir geti verið sáttir.
kkv
Grímur
14.06.2010 at 23:54 #696090Það er nú þannig að allir hlutir eiga sér samtíma. E.t.v. er vandamálið samtvinnað breiðum hópi félagsmanna. Þeir félagar sem eru hvað öflugastir eru oft eldri félagsmenn sem eru ekki alltaf að spá í tölvur og einhverjar lyklaborðsæfingar til að fá fram einhverjar "funksjónir". Ég er e.t.v. af þeirri kynslóð manna sem lærði að vinna með tölvur á fullorðinsaldri og ég skil , reyndar heyrt í mörgum góðum félögum sem segjast uppgefnir á að leyta að aðgerðartökkum, að þessir hlutir eru erfiðari fyrir þá en þá sem yngri eru og hafa alla sína hunds og kattarævi umgengist tölvur. Það að velja núverandi vefsíðu er ákvörðun manna sem eru framar okkur hinum í notkun ýmissa "fídusa" við notkun og skoðun heimasíðna og einnig skilja þeir betur allskonar hugtök sem þetta varðar.
Heimasíðan sem var á undan núerandi síðu var töluvert aðgengilegri en e.t.v. skrifuð í þyngra forritunarmáli "veit svo sem ekki nákvæmlega hvað ég er að tala um".
Held þó að það þurfi að einfalda viðmót síðunnar til að fá félaga til að nota síðuna meira. Þegar við þessir "gömlu" erum dauðir, "týndir og tröllum gefnir" má alveg hugsa sér að sú kynslóð sem uppalin er við hlið tölva hafi engin vandamál við flókin viðmót, en á meðan, "einfaldleikinn virkar best" (fyrsta heimasíðan var langbest að mínu mati m.v. viðmót)Kveðja,
Elli.
15.06.2010 at 00:37 #696092
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir gott innlegg Elías.
Ég get að mörgu leyti tekið undir það sem þú segir, viðmót síðunnar mætti að skaðlausu einfalda og skýra.
Jafnframt les ég skilning varðandi notkun á ókeypis hugbúnaði sem margir tæknimenn nútímans hafa þekkingu á.
Látlaus innlegg eins og þetta þitt á að taka alvarlega.
Eitt sem fer líka illa í taugarnar á mér er eftirfarandi:
"Skilaboðin hafa verið sent."sem á auðvitað að vera:
"Skilaboðin hafa verið send."Það sem ég vildi samt koma á framfæri með þessum þræði var ládeyðan á spjalli voru ásamt skorti á utanfélagsmönnum inn á milli að spóka sig.
kkv
Grímur
15.06.2010 at 15:09 #696094Sælir
Takk fyrir gott innlegg, það er rétt að það megi alltaf skoða fyrri ákvarðanir og breyta þeim (varðandi lokun á vefnum). Með almennt starf í félaginu er stjórn vel meðvituð um lélega þátttöku félagsmanna. Því hafa ýmsar ákvarðanir verið teknar til að reyna að styrkja félagsstarfið og mun stjórn nýta fjármuni félagsins til að styrkja innanfélagsmál og ferðir á vegum félagsins. Nú er verið að vinna í sumarhátíð félagsins og verður hún farinn stutt frá Reykjavík til að sem flestir komist, tjaldstæðin verða frí og einhverjar uppákomur, eins og er er sumarhátíðin í höndum Seinagengisins og eru þeir að vinna að dagskrá og uppákomum.
Eins eru fleiri uppákomur á döfinni en erfitt hefur verið að fá einhverja til að hjálpa til td. með einhverjar ferðir og fl. Þó má ekki gleyma að Atli E. og félagar hafa boðist enn og aftur til að leiða Þorrablótið og Benni Magg (Túttugengið) ætlar að taka að sér eina nýliðaferð. Stjórnin hefur mikinn áhuga á að gera eina stórferð árið 2011 og erum við að leita logandi ljósi að einhverjum til að taka að sér að skipuleggja einhverja flotta ferð fyrir klúbbinn. Ferð með deildum hefur komið upp á yfirborðið þ.e. að einhver deildin innan klúbbsins bjóði félagsmönnum að skoða það svæði sem þeir eru að ferðast á (ekki komið af teikniborðinu ennþá). Eins ef félagsmenn hafa einhverja hugmyndir til að hrista upp í innanfélagsmálum þá eru allar tillögur og hugmyndir vel þegnar.
Varðandi vefinn þá er ég ekki sá besti til að tjá mig um það, ég veit að vefnefndarmenn hafa og eru stöðugt að vinna að lagfæringum á vefnum.Kveðja
Sveinbjörn
15.06.2010 at 20:40 #696096Sælir félagar Guðni heiti ég á Sigló og hef verið í f4x4 frá upphafi og borgað mín félagsgjöld frá upphafi innheimtu sem nú eru orðin ansi mörg ár. Nú er ég hættur í þessun fína klúbb og er það vegna lélegrar tölvu kunnáttu minnar og vonlausan bardga við að setja inn myndir af þeim bílum sem ég er að breita og á núna td Suzuki Fox sem ég er að taka í gegn og hef myndað lið fyrir lið. Hef setið alllengi við tölvuna mína og reynt að koma þessum myndum inn en þær eru allar eitthvað vanskapaðar hjá mér annaðhvort of breiðar eða of háar of langar of mörg megabæt og bla bla. Svo áður en ég hendi nýju dýru tölvunni minni út um gluggan er best að kveðja og þakka fyrir samstarfið ég vona að þessi þráður komist inn því þetta er önnur tilraun mín í kvöld við það. En mikið væri gott að fá gamla vefinn aftur hann var MJÖG GÓÐUR vonandi verður gaman á bjórkvöldunum hjá ykkur í vetur og ferðunum kringum Reykjavík og nágreni þakka samstarfið kveðja TRÖLL_1
15.06.2010 at 22:18 #696098
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Aaargh, fjandinn hafi það, það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað út úr þessu með myndasafnið.
Jæja, ég fer þá bara á súkkuspjallið til að fylgjast með projektinu og kíki í kaffi fljótlega….Ég hef notað forrit sem heitir PicSizer(frítt á netinu, bara gúggla og setja upp) til að smækka myndirnar niður í tilhlýðilega stærð.
Í Linux hef ég batch-processað með einhverri skipun sem ég man ekki í svipinn.
Þegar þær eru komnar í rétt snið er þetta mun skárra en gamla síðan þar sem maður þurfti að sækja mynd fyrir mynd, ótrúlega seinlegt þannig finnst mér.
kkv
Grímur
15.06.2010 at 22:47 #696100Þetta er málið.
Hvað er línux?
Hvernig á að tegja og toga?
Af hverju er ekki hægt að hafa þetta helv… drasl einfalt?
Á að flæma góða og gegna félaga eins og Guðna Sveins frá klúbbnum út af einstrengingssjónarmiðum stjórnar/vefnefndar?
Held að það þurfi að skilgreina þarfir félagsmanna en ekki að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum til að einhverjir óþarfa "fídusar" verði til og einhverjir tölvukarlar þurfi að sanna sig til að allt virki.Ég vil fá menn eins og Guðna til að halda áfram á f4x4 síðunni sem og alla aðra sem gefist hafa upp á þessarri útfærslu vefsins.
Kveðja,
Elli.
15.06.2010 at 22:49 #696102Fin umræða hér.
En það er reyndar staðreynd sem að margoft hefur verið bent á að spjallið hér er, og hefur verið lengi, mjög dapurt. Það að loka á utanfélagsmenn var ágæt tilraun til að fá félagsmenn frekar inn á spjallið og til að losna við leiðindaskjóður – en ég held að hún hafi einfaldlega ekki skilað tilætluðum árangri. Reyndar sýnist mér líka að spjallið sem var sett upp þessu til höfuðs sé líka að lognast útaf – þannig að kannski er þetta pest sem nær út fyrir klúbbinn.
Ég get líka tekið undir með þeim sem hafa talað um að síðan sé ekki nógu notendavæn – það er hún alls ekki og vafðist töluvert fyrir mér í upphafi og þó vinn ég við tölvur allan daginn og hef gert síðustu tuttugu ár og tel mig vel færann tölvumann. Gallinn við hana er kannski einmitt sá að þeir sem hafa verið að vinna í henni eru of færir á sínu sviði til að sjá fyrir hvaða vandamálum meðal tölvufatlaður jeppakall getur lent í. Þessu þarf að breyta og það hratt, til að einhver von sé að ná þeim gömlu aftur inn áður en þeir gefast endanlega upp.
Reyndar verður því miður að segjast að síðan og lífið á henni hefur einungis dofnað síðan byrjað var að breyta henni og hræra í henni fyrir 5 – 6 árum síðan. Gamla síðan með nafnleyndinni var lang líflegust og ég held að ansi margir sakni þess tíma þegar Patrolman og aðrir góðir skrifuðu hér. Þessi gamla síða hafði að vísu sína galla og má eiginega segja að framkoma örfárra einstaklinga á spjallinu þá hafi eyðilagt fyrir því að geta hafta hana jafn opna og hún var… en það var þó líf á síðunni og hún var svo einföld að tölvufatlaðir réðu við hana.
Ég veit svo sem ekki hver lausnin á vanda síðunar er nákvæmlega, en ein þeirra er klárlega að gera hana svo einfalda í notkun að hvaða barn eða öldungur sem er geti notaða hana skammlaust. Þessu hlýtur að meiga ná fram með auðveldari uppsetningu á spjalli og myndaalbúmi og ekki síður með því að setja greinargóðar leiðbeiningar á vefinn.
Svo er það spurningin hvort að ekki eigi að endurskoða lokunina og opna spjallið aftur – þessi tilraun virðist allavega ekki skila miklu.
svo er það myndaalbúmið – það var, og ætti að vera, ein allra öflugast leið klúbbsins til að halda utanum þá grósku sem er í jeppaferðum og breytingum. Það er því verulega sorglegt að lélegur og flókin hugbúnaður skuli vera að afmá þessa sögu sem myndaalbúmið var. Það ætti því að vera eitt af forgangsatriðum að gera það aftur "idiot proof" og jafnframt hraðvirkt til að menn geti og nenni að setja inn myndir.
Ef að þær breytingar sem að eru nauðsynlegar á vefnum kalla á mikla vinnu og/eða aukin vélbúnað/hugbúnað undir síðuna þá á stjórn einfaldlega að veita nauðsynlegu fjármagn í þetta verkefni – það má vel hugsa sér að ráða mannskap í að vinna þessa vinnu þar sem að það er ekki hægt að ætlast til þess að vefnefndarmenn vinni dag og nótt í þessu.
Það er nauðsynlegt að leggja mikla vinnu í að verja ferðafrelsið og rétt okkar til að fá að breyta jeppum og nota þá á götunum. En það er ekki síður mikilvægt að ná til sem flestra jeppamanna og að efla innra starfið í klúbbnum og það er þar sem vefsíðan er lang mikilvægasta tólið… og hún verður að virka, þó það kosti eitthvað.
Benni
15.06.2010 at 23:03 #696104
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig væri nú að fá eitthvern vefsíðumannin til að segja okkur hvað sé verið að gera og hvað sé væntanlegt á næstunni. Ég er að vísu búin að impra á því áður. Það þarf virkilega þolinmæði til að tala endalaust við klettinn sem svarar engu og eru þeir taldir furðufuglar sem babbla út í loftið án þass að fá svör. Þá vil ég frekar vera beðin að halda kjafti.
Kveðja SBS. alltaf hvetjandi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.