This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Innanfélagsmál.
Nú hefur þræðinum Innanfélagsmál verið breytt þannig að hann er lokaður utanfélagsmönnum. Og var það gert til þess að félagsmenn hefðu einhvern vettvang til þess að skrifa pistla sem kannski væru ekki opnir fyrir utanfélagsmönnum, fjölmiðlum, stofnunum, fyrirtækjum eða hverjum þeim sem við vildum ekki að kæmu inn og læsu þessa þræði. Það sem gerðist hinsvegar var að margir fóru að skrifa allt mögulegt inn á Innanfélagsmál og voru t,d 6 af 10 þráðum á forsíðunni undir Innanfélagsmál núna á laugardaginn. Þar voru ýmsir pistlar sem einmitt eiga erindi til utanfélagsmanna. Samanber tilkynningar um félagsfundi deilda.
Því vill ég benda mönum á að ofnota ekki Innanfélagsmála þráðinn, þannig að það verði fráhrindandi fyrir utanfálagsmenn að koma hérna inn.
Reyndar kom ég með tillögu um það að breyta þræðinum Sýningarmál í OPIN innanfélagsmál og innanfélagsmáli í LOKUÐ innanfélagsmál. Einfalt og þægilegt það sem þráðurinn sýningarmál er nánast ekkert notaður.Þar sem maður er að fjalla um spjallið, þá er ekki úr vegi að benda á það að auglýsingamyndir eigar ekki að vera í myndaalbúmi, enda leiðinlegt þegar það fyllist af fólksbílamyndum. Og aðeins meira tuð. Einhvernvegin fynnst mér það dónaskapur gagnvart félögum sínum að setja inn sömu auglýsingar mörgum sinnum í röð til þess að koma sínu dóti á framfæri og skjóta með því móti auglýsingum félagssinna út að topp tíu, jafnvel þó manni sé mikið í mun að selja t,d bilaða tölvu. Í mínum huga er þetta svona einhverveginn einsog að svindla sér inn í röð. tja
You must be logged in to reply to this topic.