Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spindilhalli!
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.02.2010 at 14:44 #210811
Ég setti fleig á milli hásingu og fjaðra, að framan, til að halla henni um 20 gráður og eftir það er hann að hendast á milli kannta um og yfir 45 km hraða. Er þetta af völdum spindlana eða vegna jafnvægisstangar- leysis?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.02.2010 at 15:24 #683630
HA 20 gráður, er það nú ekki full mikið af hinu góða?
Heyrði hjá góðum aðila. Lámark 2 gráður og upp í svona 8-10 gráður.
Kv Bjarki
17.02.2010 at 16:57 #683632Skrifaði rangan gráðuhalla! Hann er sirka 10.
17.02.2010 at 17:06 #683634Ef að þú ert búinn að halla hásingu til að rétta afstöðu á drifskapti þá geturu verið kominn með neikvæðan spindilhalla (caster) og verður bíllinn þá algerlega ókeyrandi þú þarft að mæla spindilhallann og snúa stútum á hásingu.
17.02.2010 at 17:52 #683636Hvoru megin setirðu fleiginn? Ef þú ert með neikvæðan spindilhalla upp á 10°(eins og þetta hljómar hjá þér) verður bíllinn skelfilegur í akstri og leitast ekki við að rétta sig af heldur beygja meira. Ef spindilhallinn er neikvæður þá myndi ímynduð lína sem dregin er gegnum spindilkúlurnar lenda fyrir aftan hjól en hún á alltaf að lenda fyrir framan hjól.
Passlegur spindilhalli á svona hásinga Hilux er svona 4-6 gráður. 10° og yfir er bara of mikið, þú ert þá farinn að setja mikið álag á spindillegurnar.Kv. Sigurþór
18.02.2010 at 11:33 #683638Og er það mikið mál að snúa stútunum á hásingunni?
18.02.2010 at 12:47 #683640Það fer nú aðallega eftir aðstöðu og kunnáttu. Þetta er allavega ekkert sem maður vill mixa við lágmarksaðstöðu inni í skúr.
Fyrst þarf náttúrulega að strípa hásinguna og svo skera stútana af og fasa vel fyrir suðuna og svo er auðvitað mjög mikilvægt að öllu sé stillt nákvæmlega rétt upp áður en steikt er saman. Bæði varðandi camber og caster (hjólhalli og spindilhalli).Ég myndi ráðleggja þér að láta gera þetta hjá vönum mönnum eins og td. Stál og Stansa.
Ef vel á að vera þyrfti einnig að hjólastilla bílinn bæði fyrir (til að fá rétta mynd af skekkjunni) og eftir til að fá rétta innskeifni og til að tryggja að vel hafi tekist til.Kv. Sigurþór
18.02.2010 at 13:20 #683642Þetta eru minni "geimvísindi" enn margir halda.
Bílaframleiðendur eru sjálfir ekki þeir nákvæmustu í heimi og að auki þarf maður ekki að keyra á nema einn góðan stein til að riðla þessu öllu aftur.Kv.
18.02.2010 at 16:20 #683644Ég var ekki að segja að þetta væri ekki HÆGT heima á plani, en þá er bara líklegt að menn borgi fyrir það með verri aksturseiginleikum og dekkjasliti.
Kv. Sigurþór
18.02.2010 at 19:09 #683646Á hvernig bílum hefur þú snúið spindlunum og hvernig gerðir þú það?
Þegar ég hef gert þetta, þá hefur í raun ekkert verið í boði enn að gera þetta betra enn það er.
Nema þá að fara að snúa þessu vitlaust eða eitthvað, sem ég efast um að menn geri ef þeir eru með fulla 5.Annars ef menn kunna ekki að sjóða (þekkingu og reynslu), þá mæli ég ekki með því að menn sé að gera þetta.
Kv. Atli E.
19.02.2010 at 02:00 #683648[quote="lilli":1yc0zt58]Það fer nú aðallega eftir aðstöðu og kunnáttu. Þetta er allavega ekkert sem maður vill mixa við lágmarksaðstöðu inni í skúr.
Fyrst þarf náttúrulega að strípa hásinguna og svo skera stútana af og fasa vel fyrir suðuna og svo er auðvitað mjög mikilvægt að öllu sé stillt nákvæmlega rétt upp áður en steikt er saman. Bæði varðandi camber og caster (hjólhalli og spindilhalli).Ég myndi ráðleggja þér að láta gera þetta hjá vönum mönnum eins og td. Stál og Stansa.
Ef vel á að vera þyrfti einnig að hjólastilla bílinn bæði fyrir (til að fá rétta mynd af skekkjunni) og eftir til að fá rétta innskeifni og til að tryggja að vel hafi tekist til.Kv. Sigurþór[/quote:1yc0zt58]
já sæll… þú ert ágætur.
það er ekkert stór mál að skera stútana af með venjulegum slípirokk, þú skerð bara suðuna af, lemur þá útúr hásingunni, þrífur hásinguna og stútana vel og lemur þetta aftur saman, en jújú farðu með bílinn í hjólastillingu, eða keiptu þér ódýrann gráðumæli, þú getur svo farið með þetta svona tilbúið á eithvað verkstæði ef þú treystir þér ekki að sjóða þetta saman aftur, en aðalatriðið er að það er sæti á stútnum sem rennur inní hásinguna, þetta eru engin geymvísindi eins og atli segir, bara að byrja og svo er þetta bara vinna.
19.02.2010 at 10:58 #683650HMMMM!! Ég þakka fyrir öll svör og leiðbeiningar, ætla að ráðast í þetta í sumar en þá verður kvikindið tekið í gegn. En svo ég láti fylgja með allt í sambandi með þetta þá er þetta D-44, líklega SCOUT, er undir willys cj 7 árg 84 sem ég er að vinna með.
Kveðja
eggert X-761
19.02.2010 at 11:10 #683652Sælir piltar…
Ég var nú bara að reyna að koma með svar sem var í stíl við spurninguna! Þegar menn eru ekki vissir um hvort er að plaga aksturseiginleika bílsins, spindilhallinn eða jafnvægisstöngin geri ég ekkert sérstaklega ráð fyrir því að það sé engilega næg verkþekking að taka stúta af og sjóða afturá með fullnægjandi hætti.
En það er sjálfsagt að sá sem spyr vegi og meti bara þau svör sem koma og framkvæmi í framhaldi af því eftir bestu getu og kunnáttu. Málið er bara að ég hef átt við og hjólastillt mörg hundruð bíla, breytta og óbreytta í vægast sagt misjöfnu ásigkomulagi og við hljótum að vera sammála um að þessi frágangur þurfi að halda vatni.Kv. Sigurþór
19.02.2010 at 11:59 #683654.
19.02.2010 at 13:01 #683656Sæll Sigurþór! Já það er rétt að ég hef aldrei tekið stúta af hásingu, snúið þeim og soðið þá á aftur, hef samt verið með haus og hendur á kafi í bifreiðum nokkra tugi ára. Ég ætla ekki að fikta í svona löguðu án þess að læra allt um þetta áður og helst að æfa mig á ónýtum hásingum áður en ég fer í þetta. Ég fer ekki á þjóðveg 1 með hann svona þannig að maður verður rólegur fram á sumar.
Kveðja
Eggert X-761
20.02.2010 at 13:53 #683658Það er mjög erfitt að klúðra þessu á Dana 44. Það þarf ekki að skera hásinguna í sundur heldur þarf bara að slípa burt suðurnar af innra liðhúsinu, hita það og snúa því á hásingunni, sennilega best að gera það með stóru sleggjunni eða rörtöng.
Innanmálið á liðhúsinu er þannig að það rétt svo passar upp á rörið þannig að það er ekki séns í helvíti að skekkja þetta. Síðan er bara að sjóða það aftur fast og málið er steindautt!
21.02.2010 at 23:39 #683660Sæll Kristinn, hefurðu gert þetta áður, snúið hásingarstútum?
22.02.2010 at 00:11 #683662Já ég er búinn að gera þetta tvisvar.
22.02.2010 at 09:27 #683664Hef ekki gert svona sjálfur, en mér skilst að endarnir á Hilux hásingunni séu svipaðir að uppbyggingu og Dana 44 eins og líst er hér að ofan. Þ.e.a.s. að endinn á hásingunni er með rörstubb á sér sem er rekinn inn í hásingarrörið og svo soðið fast. Það þarf því ekk að skera endana af, "bara" losa þá og svo "bara" snúa
Sá myndaseríu af svona aðgerð á netinu, þar slípaði viðkomandi niður suðurnar svo hann gæði notað röraskera (þetta er 3" rör) til að skera ytra rörið í sundur. Stakk svo hæfilega löndum rörbút í gegnum spindlalegugötin og notaði sem vogarstöng til að snúa endunum. Sauð svo þetta svo saman aftur.kv.
Rúnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.