Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spil?
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristinn Magnússon 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.09.2006 at 16:46 #198487
Sælir
Ég er að velta fyrir mér hvernig spil er best að fá sér? Come-up eða Warn eða?
Vitiði um einhverjar síður í U.S.A sem selja 9000 punda spil eða stærra? Er að leita af hagstæðustu leiðinn en ekki og dýrt. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.09.2006 at 12:38 #559300
Hvað með T-max spil sem summit offroad eru með, hefur einhver reynslu af þeim? virðast vera á ágætis verði.
[url=http://www.summitoffroad.com/tmax.html:1r28g9rm][b:1r28g9rm]T-max[/b:1r28g9rm][/url:1r28g9rm]
05.09.2006 at 12:48 #559302Hvaða gjöld eru á svona hlutum? ef maður skoðar t.d. 9000 (599USD) og setur inn í [url=http://www.shopusa.is/:1ubd5cj8]ShopUSA[/url:1ubd5cj8] sem aukahlutur fyrir bíl þá fer það í 101þúsund. 10.000 sem er á 749USD endar í 121þús. Er það nálægt lagi?
05.09.2006 at 13:41 #559304ég sendi fyrir ekki svo löngu fyrrispurn á Tollinn og þeir sögðu að það væri ekkert nema VSK sem leggst á rafmagnsspil.
4wheelparts.com eru með 9500 punda Milemarker spil á 499$ og þeir senda beint, hugsanlega hægt að semja við þá um hvernig þeir senda þetta til að lækka flutningaskostnað.
Mér hefur fundist skelfilega dýrt að versla við shopusa, miklu ódýrara að flytja þetta inn beint. einu tilfellin sem ég versla við shop usa er ef verslunin úti vill ekki shippa beint til Íslands.þetta er svarið frá tollinum.
varahlutir í bíla eru með almennt séð , tollur er = 7,5% svo er í viðbót vörugjald = 15% og svo vsk ur af öllu saman = 24,5% eins og venjulegaspil (vindur) eru aðeins með vsk , ekki tollur eða vörugjald þar
05.09.2006 at 13:52 #559306Ég átti eitt sinn 9000 lbs Ramsey rafmagnsspil. Relayið sem stjórnar rafmagninu inn á spilmótorinn, vildi hrekkja mig og virkaði stundum ekki þegar verst gegndi. Vitrir menn sögðu mér að þetta væri fyrst og fremst vegna þess hvað ég notaði spilið sjaldan. Má vel vera. En nú væri gaman að vita hvort félagar hafi prófað MileMarker vökvaspilin, sem eru að því mér skilst oftast knúin af stýrisdælunni. Eru stýrisdælur nægilega öflugar fyrir þetta álag? Er e.t.v. eingöngu óhætt að nota þetta á bandarískum bílum? Annars þekkti maður í eldgamla daga þegar ég var ungur fyrst og fremst spil, sem knúin voru frá aflúrtaki á gírkassa. Sitthvað vildi nú hrökkva í þeim, enda voru menn stundum að gera óraunsæjar kröfur til þeirra.
05.09.2006 at 13:54 #559308Jú annars eru T-max eitthvað að basha MileMarker, enda í samkeppni…
Annars er ShopUSA með einhver þjónustugjöld ofan á sem skýrir hærra verð en vissulega þægilegt þegar menn neita manni um afgreiðslu til Íslands. Senda Summit annars ekki örugglega til Íslands?
05.09.2006 at 14:10 #559310Ég flutti inn nokkur Warn 9,5TI spil síðasta vetur.
Ég varslaði þetta allt hjá fyrirtæki sem heitir [url=http://www.sportztrailers.com/:lqlhdpxt][b:lqlhdpxt]sportztrailers[/b:lqlhdpxt][/url:lqlhdpxt] og flutti heim með Shop USA.
Spilið var að kosta um 1000 dollara úti og var komið heim á 110 – 115 þ. Á sama tíma kostaði þetta spil um 160 þ hjá umboðsaðila hér á landi. (dollarinn var þá á um 60 – 65 kr en er 70 í dag)
Spilið hefur staðið fyrir sínu og verið mikið notað t.d. í síðasta Þorrablótstúr.
Benni
05.09.2006 at 14:16 #559312ég var að spá hvort hægt væri að útbúa spil í prófíltengi til að draga félaga minn sem er fótafúinn á snjóþotu eða einhverju sambærilegu t.d. upp úr ljótapolli. Við fórum með honum þangað um daginn og þuftum svo að halda á honum upp aftur og gerum það helst ekki aftur. Góðar humyndir eða ráðleggingar vel þegnar.
Óli Helga
06.09.2006 at 11:24 #559314er einhver með góðan vef sem ég get skoðað sem eru með spil. Er eitthvað rafmagnspil betra en annað ef það er 9000-9500 punda?Warn eða come-up eða eitthvað?
Kv. Gunnar
06.09.2006 at 11:58 #559316[url=http://www.ramseypdfs.com/Auto_Catalog_PDF/page6.pdf:2catgxqj][b:2catgxqj]Hér[/b:2catgxqj][/url:2catgxqj]
, [url=http://www.autoanything.com/winches/10A50393.aspx:2catgxqj][b:2catgxqj]hér[/b:2catgxqj][/url:2catgxqj] og[url=http://www.truckaddons.com/Catalog/winches.htm:2catgxqj][b:2catgxqj]hér[/b:2catgxqj][/url:2catgxqj]
Svo er bara að spila sig áfram og finna hvað hentar og hvað er hagstæðast.
Kv
Jóhannes
06.09.2006 at 14:49 #559318En var að spá ég á Warn rafmagnsspil sem mer langaði að setja á landcruser sem sagt á prófíl bæði framan og aftan en spurningin er vitið þið um eitthvern góðan til að tengja rafmagn bæði framm og aftur úr honum? kv siggi
06.09.2006 at 16:48 #559320það er ekki gott að vera fótafúinn í Ljótapolli Hér er hugumynd. Svona þjarkur gæti líka komið í staðin fyrir spil. Bara sendan út að ýta í hvernig veðri sem er.
[url=http://video.google.com/videoplay?docid=5349770802105160028:2b6ejkyc][b:2b6ejkyc]Video[/b:2b6ejkyc][/url:2b6ejkyc]
06.09.2006 at 17:07 #559322ég sá 9000 punda spil í dag í Bílanaust á 58000 kr. hafði ekki tíma til að skoða það nánar en þetta gæti verið það sem maður þarf.
kv:Kalli spilaði
06.09.2006 at 17:09 #559324ég hef verið að taka að mér bílarafmagn ýmiskonar fyrir lítinn péning. er með talsverða kunnáttu á þessu sviði.
þér er velkomið að hafa samband ef þig vantar að láta leggja eitthvað eða tengja eitthvað.
siggias74 E1841
06.09.2006 at 19:07 #559326en vill enginn svara spurningu sem koma ofar… þola stýrisdælurnar vökvaspilin eða er maður algerlega að rústa þeim á þessu, en hvernig er með rafgeyma, fara rafmagnsspilin ekki hrikalega með þá… hröð afhleðsla ofl…
06.09.2006 at 19:58 #559328Þú gætir prófað að tala við Gunna Egils á Selfossi varðandi þetta með stýrisdælurnar.
Hann er að flytja inn MileMarker glussaspil.
Pabbi er með svoleiðis í Econoline og það virkar mjög vel.kv. Kiddi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.